Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 45
boltavöllurinn á Eyrinni. Það var að
hefjast víðavangshlaup með mörgum
keppendum. Þeir muna það sem á
horfðu að enginn stóðst Búbba snún-
ing. Hann tíndi keppendurna upp
hvern af öðrum og kom langfyrstur í
mark. Seinna átti ég eftir að horfa
með aðdáun á Búbba í röndótta
Harðarbúningnum í fánalitunum
etja kappi við erkifjendur okkar í
Vestra. Þar var hann eins og í lífinu
traustur í sókn og vörn. Um vetur fór
hann með okkur púkana í útilegu í
Harðarskálann á Seljalandsdal þar
sem skíðin voru stunduð á daginn og
sagðar draugasögur á kvöldin. Þessi
hægláti drengur var okkur fyrir-
mynd – ímynd hins sanna íþrótta-
manns.
Þegar ég síðar kom heim úr Vest-
urheimi var Búbbi orðinn bakari á
Ísafirði og rak Búbbabakarí í hjarta
Ísafjarðar, Hafnarstrætinu, sem var
og er aðalverslunargata bæjarins –
okkar Oxford Street, okkar Champs-
Élysées. Þangað flykktust nú skóla-
krakkar til Búbba í frímínútum í vín-
arbrauð og snúða. Ég hafði þá meðal
annars það hlutverk að sjá Búbba og
öðrum fyrir Pillsbury’s-hveiti og
sykri frá Tékkóslóvakíu í baksturinn.
Hann sótti þetta niður í heildversl-
unina Sandfell. Á þeim tíma tíðkaðist
að skrifa á víxla fyrir úttekt. Það er
mér ljúft að upplýsa að allir víxlar
samþykktir af Búbba voru greiddir á
gjalddaga. Sá gallharði bankastjóri
Landsbankans, Georg heitinn Han-
sen, sagði einu sinni við mig:
„Reyndu ekki að selja mér neitt
drasl drengur. Komdu með almenni-
lega víxla eins og frá Búbbabakaríi!“
Á þessum tíma urðum við frændur
félagar í Lionsklúbbi Ísafjarðar. Þar
áttum við margar góðar stundir, ekki
síst í harðfiskhjallinum sem þá stóð
við ættaróðalið Kirkjuból. Okkur
Búbba eins og hinum var þá oft kalt
því það þurfti að hengja harðfiskinn
upp í frosti. Á þeim tíma yljaði inni-
hald svarta sekksins og hvatti okkur
til góðra verka. Við vissum sem var,
að harðfiskurinn var okkar framlag
til þeirra sem þurftu á hjálp að halda.
Ég veit að ég tala fyrir munn allra
Lionsmanna þegar Búbba er þakkað
fyrir langt og óeigingjarnt starf í
Lionsklúbbi Ísafjarðar.
Búbbi hvarf síðar til annarra
starfa, en ég hef heyrt úr mörgum
áttum að hvar sem hann fór fylgdi
honum það góða orðspor sem ein-
kennir heilsteyptan mann. Það á því
við um Búbba sem segir í Hávamál-
um að „orðstír deyr aldregi, hveim
sér góðan getr“.
Kæra Ella Bogga. Ég sendi þér,
sonum ykkar, systkinum Búbba,
barnabörnum ykkar og öllum ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðjur.
Það er skarð fyrir skildi en það sem
eftir stendur hverfur ekki. Guð blessi
minningu þess góða drengs Guð-
björns Ingasonar.
Ólafur Bjarni Halldórsson.
Hann Búbbi hennar Elluboggu er
borinn til grafar í dag. Með þessum
fáu orðum viljum við minnast hans.
Við systurnar vorum aldar upp á
Heklunni á Ísafirði. Húsið var tví-
býlishús og í öðrum endanum bjugg-
um við og hinum megin bjuggu
Búbbi og Ellabogga með sínum
börnum. Foreldrar okkar eru á sama
aldri og þau hjón. Við krakkarnir
vorum öll á svipuðum aldri. Það var
gott samfélag í þessu húsi og okkur
fannst við eiga heima í öllu húsinu.
Það skipti í raun ekki svo miklu máli,
ef mamma og pabbi voru ekki heima,
þá fórum við bara yfir til Ellu og
Búbba. Það bar aldrei skugga á nein
samskipti á milli íbúa hússins, hvorki
foreldra okkar eða okkar krakkanna.
Búbbi haggaðist aldrei, maður gat
alltaf treyst á hann og hann mætti
alltaf öllu með bros á vör. Hann var
besti bakarinn í bænum, fyrst í
Búbbabakaríi og síðar í Gamla bak-
aríinu. Alltaf kominn eldsnemma á
fætur og fór aldrei sérstaklega
snemma að sofa. Hann var alltaf með
í öllu og afsakaði sig aldrei með því
að hann væri þreyttur eða vaknaði
um miðjar nætur til að fara í vinnuna
að baka.
Samfélagið á Heklunni var þannig
að pabbi og Búbbi sáu um húsið að
utan, bæði málningu og viðgerðir en
mamma og Ellabogga sáu um húsið
að innan. Eftir að fjölskyldurnar
höfðu lokið við að skreyta húsið á
Þorláksmessu hittumst við og drukk-
um jólaglögg og borðuðum jólasmá-
kökurnar. Á gamlársdagskvöld
skutu fjölskyldurnar saman flugeld-
um og hittust svo eftir miðnætti.
Búbbi var alltaf jafn gestrisinn og
þægilegur þegar við komum yfir til
þeirra og ef við báðum hann að
skutla okkur eitthvað þegar pabbi
var ekki heima var það alltaf auðsótt
mál.
Þegar sorgin knúði að dyrum á
Heklunni og Dagný dóttir þeirra
Elluboggu og Búbba dó úr hvítblæði
eftir margra mánaða veikindi aðeins
18 ára gömul var æðruleysi og dugn-
aður Búbba aðdáunarverður. Hann
bar harm sinn í hljóði.
Eftir að við systurnar vorum allar
fluttar til Reykjavíkur urðu sam-
verustundirnar færri. Við höfum þó
aldrei komið svo til Ísafjarðar að við
höfum ekki heimsótt vini okkar á
Heklunni þar sem við höfum alltaf
fengið sömu hlýlegu móttökurnar.
Búbbi var af þeirri kynslóð sem
þurfti að vinna hörðum höndum fyrir
því sem hún hafði og fékk ekkert gef-
ins. Hann var mikill fjölskyldumaður
og einstaklega barngóður.
Með Búbba er gengin íslensk al-
þýðuhetja eins og við þurfum svo á
að halda í íslensku samfélagi. Með
þessum orðum viljum við þakka
Búbba fyrir góða og gjöfula sam-
fylgd.
Elsku Ellabogga, Sveinn Ingi,
Veigar og fjölskyldur. Við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
María, Helena og
Hulda Rós Rúriksdætur
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Kolbeinn var fædd-
ur í Kílhrauni á
Skeiðum. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmundur Vigfús-
son og Arnbjörg
Þórðardóttir. Fyrir
áttu þau Auðun,
Valdimar og Þórð.
Föðurætt sína átti
hann að rekja austur
að Núpum í Fljóts-
hverfi, en þaðan flúði
forfaðir hans Páll
Nikulásson með allt
sitt fólk undan Skaft-
áreldunum út í Fljótshlíð 1784 og
er um það nokkur saga. Valgerður,
amma Kolbeins, var dóttir Ög-
mundar hins fjölkunnuga Ög-
mundssonar, bónda í Auraseli, en
frá honum er ættbogi vítt um Suð-
urland, en móðurætt frá Kálfsstöð-
um í V-Landeyjum, Þórður
Brandsson og heimasætan Þóra
Magnúsdóttir. Kolbeinn ólst upp í
Kílhrauni við öll hin vanabundnu
sveitastörf, fór sextán ára til sjó-
róðra út í Þorlákshöfn og reri á
opnu áraskipi eins og þá tíðkaðist.
Níu vertíðir í Vestmannaeyjum og
stríðsárin á togurum Kvöldúlfs,
m.a. Skallagrími og Gulltopp sem
voru með elstu togurum landsins
og öll vinna erfið og hættuleg um
borð. Þegar hann hætti til sjós tók
Kolbeinn Guðmundsson
við verkamannavinna
í landi, hjá bygginga-
félaginu Goða hjá
hinum kunna meist-
ara Haraldi Bjarna-
syni og seinna m.a.
hjá Guðmundi í Víði,
Sedrus hf. og svo
lengi í reykhúsi SÍS.
Hinn 1. des. 1944
gekk hann að eiga
sómakonuna Arndísi
Kristleifsdóttur frá
Hrísum í Fróðár-
hreppi hinum vestra.
Í stríðslokin var mik-
ið af auðum hermannabröggum vítt
um Reykjavík, einn slíkan keypti
hann og endurbyggði innréttaði og
breytti svo úr varð hin notalegasta
vistarvera fyrir ungu hjónin og um
sama leyti fæddist þeim sonurinn
Kristleifur og svo seinna Kjartan
og Guðmundur, en fyrir átti Arndís
soninn Martein sem Kolbeinn gekk
í föðurstað.
Kolbeinn var framkvæmdasamur
og framsýnn og hafði ríkan metnað
fyrir heimilið og fjölskyldu sína.
Því var það að hann festi fljótlega
kaup á lóð í nýju byggingahverfi
sem var að rísa inni í Laugarnesi
og reisti þar ásamt nokkrum kunn-
ingjum sínum glæsilegt þrílyft rað-
hús, Hofteig 34-36. Þarna lagði
hann grunninn að framtíðardvalar-
stað þeirra hjóna og þarna ólust
synirnir upp við ástríki öryggi og
myndarskap sem einkenndi heimili
þeirra hjóna alla tíð.
Kolbeinn var afskaplega hress
og skemmtilegur maður, hafði yndi
af samskiptum við fólk og var vin-
margur og vinsæll gestur hvar sem
hann bar að garði. Hann var eft-
irsóttur spilamaður og eftirsóttur
til starfa. Hann fylgdist vel með
nýjum verkfærum til að létta störf-
in í sveitinni og man ég hann koma
með verkfæri sem ekki höfðu áður
sést til að auðvelda og létta fyrir.
Kolbeinn var stoltur og kröfuharð-
ur við sjálfan sig. Hann þáði aldrei
styrki og þó að hann ynni alla ævi á
lægstu töxtum var hann fljótt vel
bjargálna og sá sem veitti og gaf á
báða bóga. Hann keypti íbúð uppi í
Árbæ og lauk smíði hennar og
leigði síðan út. Í hjúskap og einka-
lífi var hann gæfumaður, Arndís
var með afbrigðum myndarleg hús-
móðir enda taldi hann traustan
efnahag sinn henni að þakka. Hann
var heimakær og í eðli sínu hlé-
drægur og valdi hugsunum sínum
og orðum vandaðan búning. Í
minni mínu er hann hinn sanni
séntilmaður sem alltaf kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur.
Þannig menn eru hverri kynslóð til
sóma.
Árni Valdimarsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát bróður okkar og frænda,
GUNNARS H. ÓLAFSSONAR
fyrrv. skipherra.
Við þökkum starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir
góða umönnun og færum Landhelgisgæslu
Íslands sérstakar þakkir fyrir virðingu við hinn látna
við útför hans.
Gyða Ólafsdóttir,
Ásta Ólafsdóttir Beck,
systkinabörn
og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til allra er auðsýndu samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS M. HALLGRÍMSSONAR
frá Sólheimum,
Mýrdal.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Eirar fyrir umönnun
Óskars síðustu árin.
Margrét Ragna Jóhannsdóttir,
Reynir Óskarsson, Berglind Guðmundsdóttir,
Hróbjartur Æ. Óskarsson, Lilja Arnardóttir,
Kristín Óskarsdóttir, Agnar Ívar Agnarsson,
Gunnar Óskarsson, Sigurbjörg B. Ólafsdóttir,
Margrét Óskarsdóttir, Ragnar B. Bjarnarson,
Hallgrímur Óskarsson, Gyða Á. Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR EGGERTSSONAR
bónda,
Þorkelshóli,
Víðidal.
Sigríður Sigvaldadóttir,
Sigríður Valdís Jóhannesdóttir, Marteinn Þór Arnar,
Eggert Jóhannesson, Alda Mjöll Sveinsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar kærs bróður og föður-
bróður,
HAUKS INDRIÐASONAR,
Reynimel 82,
Reykjavík.
Þórarinn Indriðason,
Ingunn Karitas Indriðadóttir,
Guðný Vigdís Indriðadóttir,
Indriði Indriðason
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, sonar, tengdasonar
og bróður,
K. ÁRNA KJARTANSSONAR,
Lindarhvammi 4,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Land-
spítalans í Kópavogi, heimahjúkrun Karítas og Agnes Smáradóttir
krabbameinslæknir.
Guðrún Ágústsdóttir,
Ágúst M. Árnason, Linda Garðarsdóttir,
Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, Lára E. Mathiesen,
Kjartan Ingimarsson,
Steinunn Jónsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu mér
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður minnar,
ÓLAFÍU G. BLÖNDAL,
Hverafold 27,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar-
heimilinu Eir, Grafarvogi fyrir einstaka umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Anna María Hákonardóttir Blöndal.
ALDARMINNING