Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Einn af helstu framfaramönnum ís- lenskrar búnaðar- hreyfingar á síðustu öld, Hjalti Gestsson frá Hæli, hefur kvatt eftir langt, árangurs- og ham- ingjuríkt líf. Hann helgaði sunn- lenskum bændum starfsævi sína, en markaði spor á flestum sviðum landbúnaðar, faglegum og fé- lagslegum, sem við öll njótum góðs af. Mestu hygg ég varði margháttað forystuhlutverk á sviði búfjárrækt- ar, en þar hélst áhugi Hjalta óbil- aður fram til hinstu stundar. Þegar Hjalti réðst til starfa hjá Búnaðarsambandi Suðurlands 1946 voru búfjárkynbætur almennt stutt á veg komnar hér á landi. Fram að seinna stríði höfðu að- eins örfáir einstaklingar unnið að leiðbeiningum um búfjárrækt. Hjalti skipaði sér fljótt í framvarða- sveit ráðunauta og gerðist jafnvígur á allar höfuðgreinar búfjárræktar- innar. Hann varð strax náinn sam- starfsmaður Páls Zóphóníussonar, Halldórs Pálssonar og Gunnars Bjarnasonar, sem þá leiddu rækt- unarstarf Búnaðarfélags Íslands, hver í sinni grein. Það samstarf varð bændum og búfjárræktinni allri til heilla. Í seinni tíð minnast menn hans sjaldnast í sambandi við hrossa- rækt, en þar markaði hann engu að síður sín spor. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Hrossaræktarsam- bands Suðurlands, en það varð síð- an fyrirmynd, sem fylgt var annars staðar á landinu. Hjalti var nautgriparæktarráðu- nautur í 25 ár. Hann smíðaði dóm- stiga til að dæma eftir byggingarlag kúa, sem enn er að stofni til við lýði og lagði grunn að stofnun kynbóta- stöðvarinnar í Laugardælum, svo nokkuð sé nefnt. Lengst sinnti Hjalti sauðfjár- ræktinni eða alls í 46 ár. Hann var einn ötulasti talsmaður þess að bæta byggingarlag og holdafar fjár- ins, átti drjúgan þátt í að koma á sauðfjársæðingum og braut blað með því að koma á kerfisbundnum lambhrútadómum, sem nú mynda einn af hornsteinum ræktunar- starfsins.Margt mætti fleira tíunda, en hér er ekki rúm til þess. Eftir stendur að Hjalti Gestsson náði hvarvetna miklum árangri þar sem hann kom við sögu. Það sem e.t.v. einkenndi störf hans öðru fremur, ✝ Hjalti Gestssonfæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 10. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 6. október sl. og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 17. október. var brennandi áhugi, ósérhlífni og hæfileiki til að hrífa aðra með sér og virkja til starfa. Ég ferðaðist tvisvar með Hjalta um Suður- land við hrútasýning- ar og tók strax eftir því, hvað hann var virtur af bændum. Alls staðar var okkur vel tekið. Áætlunin var stíf en þaulskipu- lögð, og Hjalti hélt vel á spöðunum. Hann var glöggur og hiklaus í dómum og lærdómsríkt að vera með honum. Þessi haust naut ég oft einstakrar gestrisni og höfðingsskapar þeirra hjóna, Karenar og hans. Á heimili þeirra var gaman að koma; mat- argerðarlist Karenar var einstök og átti hún örugglega þátt í því, hvað Hjalti lagði ríka áherslu á að fram- leiða gæðavöru og hlusta eftir ósk- um neytendanna. Listataugin var líka sterk í Hjalta eins og fleiri Hælsmönnum. Hann var afburða sögumaður, söngmaður og mús- íkant. Þessa taug áttu þau sameig- inlega Hjalti og vinkona hans, Ást- ríður Andersen, og það var líka ánægjulegt að hitta þau og sækja heim á seinni árum. Blessuð sé minning Hjalta Gests- sonar, og við Málfríður sendum ást- vinum hans öllum samúðarkveðjur. Sigurgeir Þorgeirsson. Með Hjalta Gestssyni er fallinn frá mikill öðlingsmaður. Föður sinn missti hann ungur úr spænsku veikinni en þrátt fyrir fá- tækt og erfiðleika fjölskyldunnar komust Hælssystkinin öll til mennta og metorða í samfélaginu. Hjalti varð stúdent árið 1938 og sigldi þá til Kaupmannahafnar til náms við landbúnaðarháskólann þar. Að stríði loknu sneri hann heim ásamt eiginkonu sinni, Karen, og settust þau að á Selfossi. Faðir minn og Hjalti voru mjög nánir vin- ir alla tíð og örlögin höguðu því svo til að fjölskyldur þeirra bjuggu í ná- býli um hálfrar aldar skeið við Reynivelli á Selfossi. Samskiptin voru vitaskuld afar náin við Hjalta og fjölskyldu hans alla tíð. Í minn- ingum mínum frá þeim tíma var Hjalti barngóður, glettinn og glað- vær, örlaði stundum á stríðni í fari hans eins og raunar hjá Hæls- bræðrum öllum. Hann söng oft fyrir okkur krakkana enda hafði hann fagra rödd sem gladdi fólk fyrr á árum. Hann umgekkst alla af sömu virðingu, háa sem lága, og ávallt gat hann haldið uppi samræðum við hvern sem var. Hann var afar góður tækifærisræðumaður en sterkasta hlið hans var þó frásagnargáfa hans í smærri hópum þótt stundum væri örlítið bætt í eins og góðum frá- sagnarmönnum er tamt en ekki var frásögnin verri fyrir það. Hjalti var hins vegar góður hlustandi og gat ávallt lagt sitthvað til. Hann var af- ar vel ritfær og hafði fagra rithönd, ljóðelskur og las oft ljóð fyrir gesti sína. Hjalti var í senn höfðinglegur í fasi og höfðingi heim að sækja og mikil gestrisni var ávallt á heimili hans og Karenar. Þau voru glæsi- legir gestgjafar fjölda Sunnlendinga sem leita þurftu til Búnaðarsam- bandsins. Á þeim starfsvettvangi sínum vann hann þrekvirki og munu vafalaust margir minnast verka hans þar. Við lát Karenar árið 1991 hafði Hjalti nýlega látið af störfum hjá Búnaðarsambandinu. Hann hélt eigi að síður heimili fyrir sig og starfaði að málefnum landbúnaðarins áfram í aukaverkum. Á síðustu árum hélt Hjalti fullri reisn og var ótrúlega skemmtilegt að eiga samræður við hann um málefni líðandi stundar, ekki síst þau er faðir hans hafði barist fyrir og nú standa undir vel- ferð þjóðarinnar. Þar vildi hann ótrauður sækja fram. Hjalta auðnaðist að lifa langri, merkri og gæfuríkri ævi. Það er okkur systkinum að Reynivöllum 4 mikið lán að hafa fengið að njóta samvista við hann svo lengi og fyrir allar þær ógleymanlegu samveru- stundir þökkum við. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Hjalta og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hjalta Gests- sonar. Helgi Bjarnason. Þegar árin færast yfir fækkar samferðarmönnunum. Það er gang- ur lífsins. Góður vinur og félagi Hjalti Gestsson er fallinn frá eftir langa og farsæla starfsævi. Fyrstu kynni mín af Hjalta voru í Framhaldsdeildinni á Hvanneyri. Hann var einn af stundakennurum og kenndi nautgriparækt. Þá var hann orðinn þekktur fyrir störf sín sem ráðunautur á Suðurlandi. Per- sóna hans heillaði nemendur og ekki síður þekking hans og frjóleiki á þeim málefnum, sem hann fjallaði um. Hann kom ferskur úr starfinu, fræðandi og í senn góð fyrirmynd. Ekki óraði mig fyrir því á þessum tíma að við ættum eftir að starfa á sama vettvangi að sömu hugðarefn- um í áratugi, en svo varð raunin. Hjalti var mikill félagsmálamað- ur, átti gott með að tjá mál sitt á fundum og í samræðum, laginn að tryggja málum framgang og fá fólk til að vinna saman. Hann sá það fyr- ir, að til þess að ná árangri til fram- fara væri besta leiðin að sameina kraftana. Þar hafði hann mikil áhrif, um það vitna verk hans á Suður- landi og á landsvísu. Fáir bjuggu yfir meiri þekkingu og kunnugleika á málefnum landbúnaðarins en hann. Fjölhæfni hans og persóna gerðu hann leiðandi foringja hvar- vetna þar sem hann kom að verki. Hjalti hafði mikla þekkingu á allri búfjárrækt, jafnvígur á búgreinar og glöggur dómari. Á því sviði hafði hann mikil áhrif til framfara, og þó árin færðust yfir var áhuginn alltaf sá sami. Ferðir á sauðfjársýningar með Hjalta urðu margar, hvort sem var, er hann kom vestur á Snæfells- nes eða þegar ég var í sömu erinda- gjörðum á Suðurlandi. Þetta voru ánægjulegir dagar og gleymast ekki. Sjálfur var hann alltaf með lít- ið fjárbú og átti kindur til æviloka, það var hans tómstundagaman. Hjalti var prýðilega ritfær og ég veit að hann var búinn að skrá mik- inn fróðleik um menn og málefni, það væri ávinningur ef hann kæmi fyrir almenningssjónir. Jólakort hans, sem okkur hjónum bárust um hver jól, höfðu alltaf að geyma eitthvað skemmtilegt. Í marsmánuði í vetur brá ég mér í heimsókn til Hjalta á hjúkrunar- heimilið, sem hann dvaldi á síðustu mánuðina, bauð honum með í ferð upp í Hreppa. Veðrið var með því fegursta, sem gerist, sólskin og logn, fjallasýnin einstök. Við fórum heim á bæi, ræddum við fólkið og litum á bústofninn. Hjalti hafði engu gleymt, sami áhuginn, eldhug- inn í öllu sem viðkom mannlífi sveitanna og fullfær um að leggja mat á hlutina. Þetta voru okkar síð- ustu samfundir og það er gott að hafa átt þá. Það er bjart yfir minn- ingunni um Hjalta Gestsson, alveg eins og veðrið bjarta þennan dag. Hjalti var gæfumaður í einkalífi, átti góða konu og þau áttu barna- láni að fagna. Karen kona hans var mikil sómakona á allan hátt og til forystu fallin, í raun og veru sjálf- sagður fyrirliði þar sem hún var í hópi kvenna. Það kom sér vissulega vel fyrir Hjalta því hann var í því starfi, sem oft reyndi á þessa eiginleika konu hans. En á fyrstu árum ráðunauta hér á landi þótti svo sjálfsagt að konur þeirra tækju fullan þátt í þeirra starfi með því að hafa nánast opið hús bæði í mat og gistingu. Öll kynni okkar af þeim hjónum voru á einn veg, svo auðvelt var að laðast að þeim og þykja vænt um þau. Árin með Hjalta og Karen ylja í minningunni. Með innilegum samúðarkveðjum til allra vandamanna frá okkur hjónum. Leifur Kr. Jóhannesson Látinn er í hárri elli Hjalti Gests- son fyrrum héraðsráðunautur og framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Suðurlands. Hann tilheyrði kynslóð frumherjanna sem með verkum sínum hófu íslenskan land- búnað úr aldagömlu fari í nútíma tæknivæddan atvinnuveg og var einn traustasti hlekkur þeirrar keðju á sínum heimavettvangi, Suð- urlandi þar sem hann kaus að verja starfsferli sínum. Undir hans for- ystu varð bylting í landbúnaði á Suðurlandi og héraðið býr enn að hans mikla og fórnfúsa ævistarfi. Hjalti Gestsson var í eðli sínu ræktunarmaður á öllum sviðum, en þó skipaði búfjárræktin ávallt sér- stakan sess í huga hans. Á öllum sviðum búfjárræktar skilaði hann miklum arði og enn í dag eru við lýði vinnubrögð sem hann mótaði á sínum tíma. Sá mikli árangur sem Hjalti náði var ekki síst að þakka þeim eldmóði sem var honum svo eiginlegur í allri framgöngu og því að hann skynjaði svo vel mikilvægi þess að virkja grasrótina, bænd- urna heima í hverri sveit. Hann efldi og styrkti félagsskap þeirra, sífellt tilbúinn að koma á fundi og samkomur og fræða og leiðbeina og studdi þannig að uppbyggingu þekkingar og vilja til framfara. Hann gerði einnig miklar kröfur til bænda og gerði þeim ljóst að án mikillar vinnu og alúðar næðist ekki árangur. Með þessu hætti eignaðist hann marga öfluga liðs- menn sem tóku á með honum í ræktunarstarfinu og skipuðu sunn- lenskri búfjárrækt í fremstu röð. Þó Hjalti hafi notið þess að eiga sér marga liðsmenn og samherja á vettvangi starfsins er þó enginn vafi að hans öflugasti liðsmaður og samherji var lífsförunautur hans, hún Karen. Hún bjó fjölskyldunni yndislegt heimili og skapaði skjól fyrir erli og ágangi starfsins. Jafn- framt stóð heimilið opið sem hluti af verkefnum þeim sem Hjalti var að sinna á hverjum tíma og þar mætti öllum sama hlýja viðmótið og gestrisni sem við var brugðið. Öll- um sem störfuðu með Hjalta var ljóst hversu stór þáttur Karenar var í því að honum tækist að láta hugsjónirnar um uppbyggingu öfl- ugs sunnlensks landbúnaðar ræt- ast. Karen ávann sér virðingu allra sem henni kynntust. Ég átti því láni að fagna að fá tækifæri til þess að kynnast þess- um vettvangi af eigin raun þegar ég réðst til Búnaðarsambands Suður- lands vorið 1963. Skrifstofa bún- aðarsambandsins var þá í sama húsnæði og heimili Hjalta og Kar- enar. Ég var ekki fyrr mættur í vinnuna en kallað var í morgunkaffi upp til Karenar til að bjóða mig vel- kominn í hópinn. Þessi morgun- stund var svo dæmigerð fyrir hlut hennar og eðlislæga umhyggju. Þó ég hafi aðeins starfað með Hjalta í fáein ár og við Steinunn búið stutt- an tíma á Selfossi áttum við vináttu þeirra Hjalta og Karenar og fjöl- skyldunnar allrar frá fyrstu stund. Á þessa vináttu bar aldrei skugga þó samverustundir yrðu stopulli og starfsvettvangur annar en ætlunin var í upphafi og þess minnumst við nú og þökkum á kveðjustund. Ástvini hans biðjum við algóðan Guð að styrkja á sorgarstund. Frumherji er fallinn frá en verk hans munu lifa um ókomna tíð. Blessuð sé minning Hjalta Gests- sonar. Magnús og Steinunn, Hvanneyri. Á því mikla umbrota- og fram- faraskeiði sem íslenskur landbún- aður gekk í gegnum á seinni hluta síðustu aldar hlotnaðist Sunnlend- ingum sú gæfa að njóta starfskrafta Hjalta Gestssonar. Það dylst engum hugur um að dagsverkið var drjúgt eftir 50 ár hjá Búnaðarsambandinu og þar af tæp 40 ár sem fram- kvæmdastjóri. Maðurinn var skipu- lagður og duglegur með góða hæfi- leika til að virkja bændur og samstarfsmenn til góðra verka. Hann virkjaði grasrótarfélög bænda vel og vann mikið leiðbeiningarstarf gegnum þau. Stjórnir þeirra voru hans tengiliðir og sáu um að skipu- leggja þau störf sem sinna þurfti í sveitunum. Hjalti hafði frábæra frásagnagáfu og um leið gott vald á íslenskri tungu. Stíllinn var lipur og áreynslulaus, röddin þægileg og skýr. Þegar Hjalti tók til máls á fundum eða í samkvæmum mátti oft heyra saumnál detta. Allir hlustuðu og tóku eftir því sem hann sagði. Hann lagði málið niður fyrir sér, greindi kjarnann frá hisminu og komst að niðurstöðu. Tækifæris- ræður eða gamansögur, gjarnan með leikrænum tilburðum. Hann hafði lifandi og skemmtilegan áhuga á búfjárrækt. Þegar hann var að lýsa kostum kynbótahrúta, dró hann upp myndræna lýsingu. Hann hafði einstaka hæfileika til að örva og glæða ræktunaráhuga. Eitt af óskabörnum Hjalta var Sauðfjársæðingastöðin í Laugar- dælum Hjalti kom á hverjum morgni og deildi út hrútasæðinu sem náðist þann daginn. Þessu starfi sinnti Hjalti til 1996. Taflan handskrifuð og allt reiknað í hug- anum. Snyrtilegt, afstemmt og villulaust. Á þessum morgunstund- um sagði hann sögur sem tengdust alltaf þeim svæðum sem var verið að afgreiða hverju sinni og alltaf var jafn gaman að þeim þó ekki færi hjá því að við værum farnir að kannast við þær. Hann var þægilegur stjórnandi og tók vel á móti ungum ráðunaut og kom með gagnlegar ábendingar sem seint renna úr minni. Það var notalegt og heimilislegt að vera í skrifstofuhúsnæðinu að Reynivöll- um 10 en íbúð Hjalta og hans ágætu konu Karenar var á efri hæðinni. Karen var heillandi kona, það geisl- aði af henni krafturinn og gestrisn- in. Þau voru ófá kaffiboðin sem þau hjón héldu fyrir stjórn og starfs- menn Búnaðarsambandsins. Við frá fall Karenar missti Hjalti mikið en nokkru síðar eignaðist hann góða vinkonu, Ástríði Andersen, og áttu þau góðar stundir saman. Hans skoðun var sú að ráðunaut- arnir ættu að vera úti í sveit við störf og ráðgjöf. Þegar kom að því að Búnaðarsambandið flytti í nýtt skrifstofuhúsnæði hugnaðist honum það ekki nema í meðallagi. Hann las okkur hressilegan og þarfan pistill, benti svo á mig og sagði „Þú þarft nú ekki annað húsnæði en síma- klefa.“ Þeir hverfa af sjónarsviðinu einn af öðrum gömlu góðu Búnaðarsam- bandsmennirnir sem voru við stjórnvölinn fyrir aldarfjórðungi og í dag kveðjum við einn af þessum óeigingjörnu framfarasinnum sem hugsuðu meira um hag heildarinnar en sinn eigin, Hjalta Gestsson frá Hæli. Á þeirri stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir þau ánægjulegu samskipti sem við áttum. Börnum hans, og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Sveinn Sigurmundsson. Hjalti Gestsson AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.