Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Við ótímabært frá-
fall Guðjóns Magnús-
sonar er harmur að
okkur kveðinn, sem
þekktum þennan góða dreng og
vaska liðsmann í baráttunni fyrir
betri þjóðarheilsu og lýðheilsu um
heim allan. Guðjóni kynntist ég fyrst í
Háskóla Íslands og þar fylgdist ég
með félagsmálastörfum hans í lækna-
deild og stúdentaráði. Hann skipaði
sér þar í flokk Vökumanna og því
vakti það sérstaka athygli mína,
hversu auðvelt honum veittist að vera
málefnalegur og taka rökum, hversu
heiðarlegur hann var, ljúfur í sam-
vinnu og háttvís í málflutningi sínum
og störfum. Hann hafði mikinn fé-
lagsþroska og því hygg ég, að hann
hafi snemma farið að velta fyrir sér
hinum félagslegu þáttum heilsufars
og af þeim sökum sótt inn á svið emb-
ættis- og félagslækninga. Hann var
mér frá fyrstu kynnum gagnlegur
álitsgjafi.
Þegar ég að sérnámi loknu gerðist
einyrkjalæknir og héraðslæknir
Vestfjarða, þá var hann tekinn við
starfi aðstoðarlandlæknis. Hafði ég
þá strax við hann mikil samskipti og
árangursrík. Hann kom mér fyrir
sjónir sem verkadrjúgur og kjark-
mikill embættismaður, sem alltaf sá
færar leiðir. Ég hygg að hann hafi í
embættisfærslu sinni verið fylginn
sér og stefnufastur og af þeim sökum
eignast öfundarmenn, enda hætt við
því að hann skyggði á ýmsa þá, er í
kringum hann voru. Þegar til þess
kom að hann sótti um æðstu stöður í
íslenzka heilbrigðiskerfinu, sem hann
var ótvírætt manna hæfastur til að
sinna, skriðu hælbítar úr skotum sín-
um og gerðu réttmæt launakjör hans
að æsifréttum, þannig að ráðherra-
lyddum þótti hyggilegt að snúa við
honum baki og kjósa sér jámenn í
þessar stöður, íslenzku heilbrigðis-
þjónustunni til ómælds tjóns. Fór
vegur þeirra stofnana, sem hann yf-
irgaf, ört hnignandi frá þeim viðskiln-
aði.
Það varð Norræna lýðheilsuskól-
anum í Gautaborg hvalreki að fá að
njóta starfskrafta Guðjóns, eftir að
ljóst var að ekki var pláss fyrir hann í
heilbrigðisráðuneytinu. Hann var
rektor skólans á þeim árum, sem ég
gekk þar um garða, þannig að ég sá,
hvernig hann dreif skólastarfið upp
úr lægð og blés starfsliði skólans bar-
áttuanda í brjóst. Námsframboð og
samkeppnishæfni skólans jókst og
aðsókn stórbatnaði. Meðal kennara,
annars starfsliðs og nemenda naut
hann óskoraðrar virðingar og sýndi
fádæma góða stjórnunarhæfileika og
var öllum aðgengilegur. Viðstöddum
duldist aldrei, að þar fór gagnmennt-
aður maður með mikinn persónuleika
og hefðarvald. Ég minnist náinna og
tíðra samskipta okkar og handleiðslu
hans á þeim árum með þakklæti og
virðingu.
Eftir glæsilegan feril sem rektor
við skólann réðst hann til starfa við
Evrópuskrifstofu WHO í Kaup-
mannahöfn sem yfirmaður smitsjúk-
dómasviðs, en þá gekk mikið á vegna
mannskæðs lungnabólgufaraldurs.
Mun enginn Íslendingur hafa notið
sambærilegs trausts og virðingar á
vettvangi WHO sem hann gerði,
hvorki fyrr né síðar, enda var hann
eftirsóttur ráðgjafi víða um heim, eft-
ir að starfstíma hans við skrifstofuna
í Kaupmannahöfn lauk.
Ég kveð hinn flekklausa dreng-
skaparmann með eftirsjá og votta að-
standendum hans samúð mína.
Pétur Pétursson
heimilislæknir á Akureyri.
Fyrir réttum 50 árum hittumst við
Guðjón fyrst, á knattspyrnuæfingu.
Guðjón Magnússon
✝ Guðjón Magn-ússon fæddist í
Reykjavík 4. ágúst
1944. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu í Kaupmanna-
höfn 4. október sl. og
fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju
15. október.
mbl.is/minningar
Leiðir okkar lágu svo
saman í MR ári síðar
og þær leiðir hafa
tvinnast saman órofið
síðan og úr orðið öflug-
ur og traustur streng-
ur.
Í X-bekknum var
Guðjón íþróttafrömuð-
urinn, bestur í hand-
bolta og körfubolta og
gleðipinni talsverður.
Félagslífið upptók
hann að því marki að
námsárangur varð
ekkert sérstakur en
það átti nú eftir að breytast þegar í
Háskólann kom. Í Menntó var Guð-
jón þó oftast hófstilltur í skemmtana-
lífi okkar bekkjarfélaganna, enda
þurfti hann ekkert að vera að eltast
við pilsaþyt eins og við hinir, hann átti
sína ljóshærðu og litfríðu Sigrúnu allt
frá 3. bekk.
Læknanámið sóttist pilti vel, við
hinir sóttum í hans smiðju og lærðum
vinnubrögð og ástundun, sem fleytti
a.m.k. mér yfir ýmsa brimgarða
námsáranna. Guðjón var okkar for-
ingi, formaður læknanemafélagsins
og enginn velktist í vafa um glæstar
framtíðarhorfur hans. Um hans
prýðilega starfsferil eru aðrir mér
færari til frásagnar.
Þræðirnir í streng okkar Guðjóns
hafa verið margir og má þar nefna
badmintonið, sem við byrjuðum að
æfa 1966 í íþróttahúsi Háskólans og
iðkuðum sleitulítið í tæp 40 ár. Vegna
langdvalar Guðjóns erlendis hafði
þessi þráður trosnað dálítið nú í
seinni tíð en til stóð að reyna að
splæsa aftur saman enda á næstunni.
Annar þráðurinn er briddsinn, 40 ára
afmæli spilaklúbbsins um þessar
mundir og þrátt fyrir öll ferðalögin og
búsetuna erlendis var Guðjón alltaf
innsti koppur og áhugasamastur
allra. Keppnisskapið var alltaf ærið
og gagnaðist honum vel í námi, í
íþróttum sem og við spilaborðið.
Veiðiferðirnar spunnu einn þráðinn
enn og strengurinn styrktist enn í
skíðaferðum í Ölpunum. Loks má
nefna golfið, sem þau hjón voru ný-
farin að stunda og var búið að leggja
miklar og metnaðarfullar framtíðar-
áætlanir um spilamennsku okkar
allra saman á komandi árum. Golf-
ferð til Spánar á s.l. vori gleymist
seint og í sumar sýndi Guðjón þannig
takta á vellinum að ljóst þótti að for-
gjafarhrap væri rétt handan við
hornið. En það var nú eitthvað annað,
sem beið handan horns.
Fréttin um að Guðjón, þessi
hrausti íþróttamaður, sem aldrei
hafði kennt sér meins, hefði orðið
bráðkvaddur, án nokkurrar viðvör-
unar, heima í stofu í Köben, var eins
og rothögg, það kólnaði og dimmdi í
herberginu þegar Arnar sagði ótíð-
indin. Viðbrögðin verða fyrst reiði-
blandin, það er eitthvað galið við
dómgæsluna þegar leikmaðurinn fær
beint rautt spjald án þess að hafa
neitt gert af sér, ekki einu sinni gult
spjald, hvað þá tiltal áður en hann er
bara sendur sisvona útaf. En, það er
nú bara svona og ekki einu sinni víst
að það sé neinn dómari í þessum
íþróttaleik.
Ég er að átta mig á að vinur minn í
hálfa öld er allur og farinn og að ég
muni sakna hans sárlega. Minn sökn-
uður og missir er þó hjóm eitt hjá því
höggi, sem hans elskaða Sigrún hefur
orðið fyrir, sem og þeirra góðu synir
og fjölskyldur. Innilegar samúðar-
kveðjur til þeirra allra frá okkur
Önnu.
Leifur Dungal.
Þegar ég var skipuð í starf for-
stjóra Lýðheilsustöðvar leitaði ég til
Guðjóns Magnússonar um að vera
formlegur ráðgjafi minn. Hann tók
beiðni minni vel og veitti mér ómet-
anlegan stuðning og góð ráð alveg
fram á síðasta dag og fyrir það er ég
ótrúlega þakklát. Ég var þeirrar
gæfu aðnjótandi að vera með Guðjóni
síðustu vikuna í lífi hans þar sem við
sóttum bæði heilbrigðisþing í Gastein
í Austurríki þar sem ráða- og fræði-
menn í Evrópu komu saman til að
ræða afleiðingar efnahagsþrenginga
á heilsu og líðan. Þarna var Guðjón á
heimavelli og við sem vorum með
honum upplifðum mjög sterkt þá
virðingu sem hann naut í þessu al-
þjóðlega umhverfi. Þessu heilbrigð-
isþingi lauk með pallborðsumræðum
helstu fræðimanna í Evrópu og þar
sat Guðjón fremstur meðal jafningja.
Það var unun að sjá hvernig hann
snéri neikvæðri umræðu um áhrif
efnahagsþrenginganna við með því
að leggja áherslu á að þrátt fyrir erf-
iða stöðu þá væri „ljós við enda gang-
anna“. Hann benti á að samlandar
hans á Íslandi væru ekki að gefast
upp og mældust enn meðal hamingju-
sömustu þjóða í heimi og hefðu bjart-
sýni að leiðarljósi þrátt fyrir mótlæti.
Það er ekki sjálfsagt að Íslending-
ar eigi annan eins fræðimann innan
lýðheilsu og Guðjón Magnússon var,
bæði hvað varðar þekkingu og
reynslu. Það sannar sig núna þegar
hann er fallinn frá og við sjáum að
það er enginn einn sem getur fetað í
fótspor hans. Hann hefur verið ment-
or okkar margra og hvert og eitt okk-
ar mun taka við kyndli hans á mis-
munandi vígstöðum og bera hann
áfram í þeirri vinnu sem hann hóf. Al-
veg fram á síðasta dag var hann að
vinna að hugsjónum sínum til efling-
ar lýðheilsu og á þinginu í Gastein
lögðum við grunn að rannsóknarsam-
starfi og öðrum lýðheilsuverkefnum
sem ég mun halda áfram að vinna að
með öðru góðu fólki í minningu Guð-
jóns.
Það er mikill missir af Guðjóni
bæði sem fræðimanni og líka sem ein-
stakri manneskju sem gott var að
leita til. Hann var víðsýnn, fljótur að
sjá heildarmyndina og dró fólk ekki í
dilka eftir stétt eða stöðu. Við sem
unnum með honum syrgjum góðan
samstarfsfélaga en missirinn er
hvergi meiri en í fjölskyldu hans.
Guðjóni ræddi oft um fjölskyldu sína,
drengina og afabörnin sem hann var
mjög stoltur af. Þegar við kvöddum
Guðjón í Gastein var hann á leið til
Kaupmannahafnar fullur tilhlökkun-
ar að hitta konuna sína en þaðan ætl-
uðu þau í langþráð frí til Japan. Því
miður komst hann ekki lengra en til
Kaupmannahafnar.
Fréttir af andláti Guðjóns komu
sem reiðarslag því hann hafði leikið á
als oddi í Gastein dagana áður. Ég
fékk skeyti frá samstarfsfólki Guð-
jóns víða um Evrópu sem var jafn
slegið og við hér heima og sendi sam-
úðarkveðjur til Íslands um leið og
þau undirstrikuðu að Guðjón væri
syrgður víða.
Fjölskyldu Guðjóns votta ég mína
dýpstu samúð og sendi þeim lokaorð
Guðjóns frá heilbrigðisþinginu og
vona að þau sjái „ljós við enda gang-
anna“.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
forstjóri Lýðheilsustöðvar.
✝
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Dedda,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
26. október kl. 13.30.
Jóhann Helgason, Sigríður Árnadóttir,
Sigrún Helgadóttir, Jón Bjarnason,
Hólmfríður Andersdóttir, Úlfar Hauksson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
KRISTRÚN BIRGITTA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Víp,
áður til heimilis
Hellubraut 3,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn
19. október.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
28. október kl. 13.00.
Steindór Olsen,
Árný S. Steindórsdóttir, Bragi Jóhannsson,
Ásrún S. Steindórsdóttir, Rögnvaldur Þ. Höskuldsson
og barnabörn.
✝
Kær bróðir okkar og góður frændi,
VIÐAR ÖXNDAL STEFÁNSSON,
Lindarsíðu 2,
Akureyri,
lést sunnudaginn 4. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjúkrunarfólki á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og dvalar-
heimilinu Hlíð eru færðar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun í veikindum
hans.
Gunnar Öxndal Stefánsson, Áslaug Jónasdóttir,
Reynir Öxndal Stefánsson, Þorbjörg Ágústsdóttir,
Aðalheiður, Stefán og Ingibjörn Reynisbörn
og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
TRAUSTI KARLSSON,
áður Brautartungu,
Djúpárhreppi,
lést á heimili sínu í Alabama, Bandaríkjunum
þriðjudaginn 19. maí.
Útförin hefur farið fram.
Iris Christensen Karlsson,
Sandra Traustadóttir Bradley, Róbert Bradley,
Anna Linda Núr Traustadóttir Assaf, Mohannad Assaf
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
KJARTAN I. JÓNSSON,
Sóleyjarima 15,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni föstudagsins 23. október eftir skammvinn
veikindi.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Ingibjörg Ámundardóttir,
Árni Hrafnsson, Birna Guðjónsdóttir,
Jóhann B. Kjartansson, Lotte Munch,
Margrét B. Kjartansdóttir, Stefán H. Birkisson
og afabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARTA ÁRMANNSDÓTTIR,
áður til heimilis
Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 13. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Droplaugarstöðum og innilegar
þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju.
Elín Einarsdóttir, Peter Ingemar Thornér,
Carl-Einar Ingemar Thornér,
Frida Marta Thornér.