Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAÐ hvessti hressilega undir lok ársfundar ASÍ í gær, sem hafði þó að mestu einkennst af sam- heldni og stillingu þá tvo daga sem þinghaldið stóð yfir. Viðbótartillaga Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, og 15 með- mælenda hennar um lífeyrismál varð tilefni snarpra orðaskipta. Tillaga Vilhjálms og félaga gerði ráð fyrir að miðstjórn ASÍ fengi umboð til að gera þær breytingar á samningi um lífeyrismál „sem tryggi að launafólk yfirtaki stjórnun lífeyr- issjóða innan ASÍ. Jafnframt samþykkir árs- fundurinn að unnið verði að breytingum á reglu- gerðum sjóðanna þannig að sjóðsfélagar kjósi stjórnarmenn beinni kosningu,“ sagði þar. Tekist var á um þessi mál í nefnd ársfundarins áður en þau komu til afgreiðslu eftir hádegi í gær. Skv. upplýsingum þingfulltrúa féllu þung orð á milli Vilhjálms annars vegar og nokkurra forystumanna ASÍ hins vegar. Vilhjálmur fór fram á að leynileg atkvæðagreiðsla færi fram um tillöguna. Úrslitin urðu þau að hún var felld með 176 atkvæðum (79,3%) gegn 56 (20,7%). 12 at- kvæðaseðlar voru auðir. Ársfundurinn sam- þykkti svo að fela miðstjórn að standa fyrir víð- tækri umræðu um málefni lífeyrissjóðanna meðal aðildarsamtaka sinna. Snörp orðaskipti um tillögu Vilhjálms  Tillaga um að launafólk yfirtaki stjórnun lífeyrissjóða felld með 80% atkvæða á ársfundi ASÍ  Samþykkt að ráðast í víðtæka umræðu um málefni lífeyrissjóða og endurskoðun á stefnunni Í HNOTSKURN »Endurskoðun á stefnuASÍ í lífeyrismálum á að vera lokið eigi síðar en 31. mars 2010. »Ársþingið hafnaði einnighugmyndum um skatt- lagningu á inngreiðslur í lífeyrissjóði. »Þá er þess krafist aðtekjutenging örorku- og ellilífeyris á milli almanna- trygginga og lífeyrissjóða verði endurskoðuð og tekið verði upp frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyris- sjóðum. Morgunblaðið/Heiddi Fagnar Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin varaforseti ASÍ. Enginn bauð sig gegn henni. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÉG veit að formennska í BSRB gerir miklar kröfur. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ég fái undir þeim risið og þar með því trausti sem þið hafið nú sýnt mér,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir nýkjörin formaður BSRB, eftir að úrslit í formannskosningu lágu fyrir í gær á þingi BSRB í gær. Hún er fyrsta konan sem tekur við formennsku í BSRB en er þraut- reynd í forystu fyrir opinbera starfsmenn. Hún er formaður Fé- lags opinberra starfsmanna á Suð- urlandi, hefur átt sæti í stjórn BSRB í tvo áratugi og var varafor- maður bandalagsins á seinasta kjör- tímabili. Spenna var á lokadegi þingsins í gær þegar gengið var til kosninga. Formaður kjörnefndar tilkynnti skömmu fyrir kjörið að Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna, hefði ákveðið að draga framboð sitt til formanns til baka. Því voru þrjú eft- ir í kjöri og urðu úrslitin þau að Elín Björg var kjörin formaður með 52,38% atkvæða eða 132 atkvæði af 252. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, fékk 82 atkvæði eða 32,54% og Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður Kjalar, fékk 38 atkvæði eða 15,08%. Elín Björg sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri strax að búast við mjög breyttum áherslum í forystu BSRB. „Við byggjum á gömlum grunni sem BSRB hefur lagt undanfarin ár, sem er að verja velferðarkerfið og störfin sem þar eru. En tímarnir og aðstæðurnar eru breytt og starfið mun að sjálf- sögðu bera þess merki.“ Hún segist hafa einsett sér að vinna kröftug- lega að launajafnrétti kynjanna. „Það veldur hver á heldur og það fer enginn í föt Ögmundar Jónassonar, enda mun ég ekki reyna það, en ég mun reyna að gera þetta eins vel á minn hátt og ég mögulega kann og get,“ segir hún. Þing BSRB stóð yfir í þrjá daga og voru fjölmargar ályktanir sam- þykktar. Í kjaramálaályktun BSRB er áhersla lögð á að stöðugleikasátt- málinn verði efndur og að kaup- máttur almenns launafólks verði varinn. Þá segir að flýta þurfi endurskoðun á samspili bóta al- mannatrygginga og lífeyrissjóða og að dregið verði úr tekjutengingum í lífeyrisbótakerfinu. Þá vill BSRB stytta vinnuvikuna í dagvinnu í 36 stundir. Í efnahagsályktun þingsins segir að taka þurfi peningamálastefnu Seðlabankans til endurskoðunar. Efla eigi samstarf meðal íslenskra og erlendra fjármálaeftirlitsstofn- ana og stuðla verði að bættu við- skiptasiðferði í efnahagslífinu. „Fer enginn í föt Ögmundar“  Elín Björg Jónsdóttir kjörin formaður BSRB fyrst kvenna  Fékk rúm 52% atkvæða í kosningu milli þriggja frambjóðenda  Leggur áherslu á launajafnrétti Morgunblaðið/Heiddi Sigurvegari Þingfulltrúar risu úr sætum sínum og fögnuðu ákaft þegar tilkynnt var að Elín Björg Jónsdóttir væri kjörin nýr formaður BSRB. BSRB stillti upp nýrri forystu á lokadegi þings bandalagsins í gær. Elín Björg Jónsdóttir hafði sigur í formannskjöri og er hún fyrsta konan sem gegnir starfi formanns BSRB. ÞAÐ er mjög eðlilegt að við látum tilfinn- ingar ráða í okk- ar starfi,“ sagði Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, er hann sleit árs- fundi sambands- ins í gær eftir á stundum nokkuð heitar umræður um ályktanir. ,,En það skiptir líka máli að við gerum þetta af þrautseigju og yfirvegað og vinnum okkar störf sem best.“ Hann sagði að þótt slægi í brýnu væri mikilvægt að menn fylktu sér saman um niðurstöðuna. „Við för- um af þessum fundi sem heild,“ sagði hann. „Fyrir lok dags á þriðjudaginn þurfum við að ná að verja kjarasamninginn sem við höf- um í höndunum.“ Fylkja sér saman um niðurstöðuna Gylfi Arnbjörnsson „ÁRSFUNDUR ASÍ leggur áherslu á að atvinnuleitendum verði haldið sem virkum þegnum samfélagsins og krefst þess að skráning atvinnu- leitenda og umsýsla atvinnuleysis- bóta verði nú þegar færð til stéttar- félaganna,“ segir í ályktun ársfundar ASÍ sem samþykkt var í gær. Fulltrúar lögðu ríka áherslu á þetta við umræðurnar „Það voru mistök á sínum tíma að færa þetta frá stéttarfélögunum,“ sagði Guð- mundur Þ. Jónsson í Eflingu. ,,Það hafa rofnað tengsl á milli stétt- arfélaganna og þeirra atvinnu- lausu,“ sagði hann. Sigurður Bessa- son, formaður Eflingar, sagði núverandi kerfi sprungið. Atvinnuleysisbætur aftur til félaganna FULLTRÚAR á ársfundi ASÍ gerðu um stund hlé á fund- arstörfum sínum og sendu Jóhann- esi Kristjánssyni eftirhermu bar- áttukveðjur með von um góðan bata en Jóhannes fékk alvarlegt hjartaáfall í sumar og gekkst undir hjartaígræðslu í Svíþjóð. Jóhannes hefur skemmt ársfundarfulltrúum ASÍ síðustu ár. Til að sýna hug sinn risu fundarmenn úr sætum, klöpp- uðu hressilega fyrir Jóhannesi og sendu honum góða strauma. Sendu Jóhannesi góða strauma Jóhannes Krist- jánsson FULLTRÚAR á þingi BSRB gengu til kosninga fulltrúa í framkvæmda- nefnd bandalagsins eftir að úrslit í formannskjörinu lágu fyrir. Var Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, kjörinn 1. varaformaður BSRB, Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar, var kjörinn 2. varafor- maður, Þuríður Einarsdóttir, for- maður Póstmannafélags Íslands, var kjörin gjaldkeri og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, ritari. Á þinginu var samþykkt sérstök ályktun um Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Þar er mótmælt „þeirri kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þess efnis að skilyrði fyrir lánveit- ingum sjóðsins séu að jafnvægi verði náð í ríkisfjármálum á næstu þremur árum. Telur bandalagið kröfuna aðför að almannaþjónust- unni og velferðarþjóðfélaginu.“ Árni Stefán var kosinn 1. varaformaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.