Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 RÍKJANDI stefna í orkumálum hefur verið sú að raforka sé nauð- synleg þjóðfélaginu og hættuástand skapist ef orkuskortur verður. Því hefur vinnsla raf- orku og dreifing lengst af verið þjónusta við heimili og almennan at- vinnurekstur á vegum opinberra aðila og ork- an seld á kostn- aðarverði. Á tímum Einars Bene- diktssonar skálds og annarra frumkvöðla í orkumálum var önnur stefna uppi, þá var litið á raf- orkuframleiðslu sem gróðatækifæri einkaaðila. Þetta gerbreyttist þegar Franklin D. Roosevelt Bandaríkja- forseti notaði það tækifæri sem orku- nýtingin bauð upp á til að rífa Banda- ríkin upp úr kreppunni miklu. Aðferðin var einföld. Ríkið byggði virkjanir út um allt og seldi rafork- una á almennan markað á kostn- aðarverði. Iðnaðurinn tók stórstígum framförum og með þetta fyrir aug- unum tóku flest Evrópuríki upp sömu stefnu. Ríkisorkurisarnir í Evrópu litu dagsins ljós. Orkufrek iðnfyr- irtæki höfðu í öndverðu byggt eigin orkuver og héldu því áfram, en smám saman minnkaði bygging orkuvera á þeirra vegum en í stað- inn fengu þau raforku á verði sem tók tillit til lægri dreifingarkostn- aðar og lengri nýting- artíma þeirra en ann- arra notenda. En einn galli var á þessu. Þegar gamlar verk- smiðjur voru lagðar niður sat orku- salinn eftir með sárt ennið og oftar en ekki töluvert tap. Því var í upphafi stóriðjuvæðingar á Íslandi mörkuð sú stefna að selja raforkuna í stóriðju á kostnaðarverði en fá í staðinn kaup- tryggingu sem grípa mátti til ef orkukaup hættu. Þetta reyndist gæfuspor enda hefur í stóriðjurekstri hér, varla fallið úr einn einasti dagur meðan erlendis er allt aðra sögu að segja. Almenni markaðurinn Samkeppnishæft verð til stóriðj- unnar fékkst auðveldlega í byrjun með því að byggja stærri virkjanir sem framleiddu ódýrt á hverja orku- einingu og seldu inn á almennan markað, sem þá þurfti ekki að sætta sig við dýrari orku frá smærri virkj- unum. Þessi samnýting orkuvera gekk mjög vel meðan almenni mark- aðurinn var af sömu stærðargráðu og stóriðjan. Hefur verið sýnt fram á að orkuverð til almennings á Íslandi hefur verið hóflegt og í raun lækkað vegna þessa. Vendipunktur Gamla stefnan er ekki lengur möguleg þar sem frekari stóriðja kemur ekki til með að lækka orku- verð til almenningsveitna. Kára- hnjúkavirkjun er fyrsta virkjunin sem selur alla framleiðslu til stóriðju. Héðan í frá þarf að byggja sér- staklega fyrir alla stórnotendur, ál- ver, aðrar rafbræðslur, netþjónabú og stórnotendur aðra, sem óska eftir sérstökum raforkusamningi við framleiðendur. Stóriðjan sjái um sig Það er dýr atvinnusköpun að byggja stóriðjuver og íslenskt fjár- magn hefur aldrei verið lagt í slíkt. Nú þarf að breyta um stefnu og taka virkjanirnar undir sama hatt; þeir sem vilja koma hér upp stóriðju eiga að leggja fram það fjármagn sem orkuöflunin kostar og að sjálfsögðu greiða eðlilegt gjald fyrir nýtingu auðlindanna a.m.k. með þeim hætti að með tímanum eignist ríkið þessi orkuver. Þetta er nefnt BOT- fyrirkomulag. (http://en.wiki- pedia.org/wiki/Build-Operate- Transfer). Ný leið til lækkunar raforkuverðs Eins og fyrr segir er ekki lengur unnt að ná lækkun á orkuverði til al- mennings með því að rugla reytum með stóriðjunni. Hún verður að sjá um sig sjálf. Aftur á móti á að inn- kalla gömlu raforkusamninga um leið og tækifæri gefst. Þetta er ódýrasti kosturinn til að afla orku fyrir mark- aðinn. Nýjar virkjanir byggðar eftir nýja fyrirkomulaginu munu halda uppi nægilegu orkuframboði til al- menns markaðar þegar fram í sækir. Samkvæmt fyrsta áfanga ramma- áætlunar frá 2003 eru nægir orkuöfl- unarkostir fyrir hendi til að byggja fyrir þá stóriðju sem leggja vill fram nægilegt fé. Náttúruverndarstefnan keppist nú við að banna frekari virkj- anagerð og beitir þar umhverf- islöggjöfinni sem aldrei fyrr. Eitt- hvað af orkukostum verður vafalítið tekið til friðunar en það verður nóg eftir samt. Hættan á umhverfis- slysum er nánast engin. Sú 40 ára saga sem að baki er sýnir að enginn alvarlegur skaði hefur orðið á lífríki eða útliti landsins vegna virkj- unarframkvæmda og engin meng- unarslys heldur vegna virkjana eða stóriðju. Með þeirri stefnu sem hér er mörkuð verður áframhaldandi orku- uppbygging á Íslandi ekki háð er- lendum lánum með ríkisábyrgð, heldur öruggri framkvæmd vel af- markaðrar stefnu. Það væri rangt af ríkisstjórninni að nota ríkjandi láns- fjárkreppu eða lagakróka sem afsök- un fyrir því að stöðva stóriðjufram- kvæmdir á landinu og þá eru netþjónabúin ekki undanskilin. Möguleikar orkuiðnaðarins eru mikl- ir, nú á að efla þá uppbyggingu sem mest má til að vinna þjóðina út úr kreppu. Þetta er sú leið sem liggur beinast við. Ný stefna í raforkumálum – lækkum raforkuverð með nýrri stefnu Eftir Jónas Elíasson » Áframhaldandi upp- bygging orkuiðn- aðar ásamt stefnubreyt- ingu í raforkumálum getur lækkað orkuverð og unnið okkur út úr kreppunni. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. FRAMTAKSSEMI frumkvöðla leynir víða á sér um landið og úti á landsbyggðinni er margt stórkostlegt að gerast í uppbyggingu aðstöðu mennta, fé- lagsstarfs og athafna og atvinnusköpunar. Fæst af þessum góðu og gagnmerku málum rata í fjölmiðla landsins vegna þess að samband þeirra nær lítt út fyrir höfuðborg- arsvæðið þrátt fyrir alla tæknivæð- ingu í tjáskiptamöguleikum. Á bæn- um Stokkalæk undir Heklurótum í Rangárþingi ytra er risið menning- arhús í útbýli á jörðinni, Selinu. Húsi sem á sínum tíma hýsti búfénað, en hefur verið breytt í nýtísku hótel og gott betur. Það var uppselt á tón- leika Víkings Heiðars Ólafssonar pí- anóleikara í Selinu fyrir skömmu, 70 manns, þar sem fram fór vígsla nýs Steinway-flygils sem pínóleikarinn valdi til setursins fyrir eigendur Stokkalækjar, Ingu Ástu og Pétur Hafstein. Á síðari tónleikunum næsta kvöld var fullskipað hús. Vík- ingur Heiðar hafði orð á því við vígsluna að Stokkalækjarflygillinn væri einn allra besti flygill Evrópu og líklega sá besti í Skandinavíu. Það fór ekkert á milli mála að hann hafði lög að mæla; hljómur flygils- ins, svörun og útgeisl- un var svo undrum sætti. Framtak þeirra Stokkalækjarhjóna er stórkostlegt, magnað og metnaðarfullt og stækkar Ísland og áru þess. Menningarhúsið í Selinu á Stokkalæk er allt í senn tónlistarsetur, ráð- stefnuhús og samkomuhús, glæsi- lega búið og vandað í alla staði með átta tveggja manna herbergjum og píanó í hverju herbergi, nær hundr- að manna samkomusal og allt gert með stíl. Hvert landsvæði sem á slíkt fólk að, sem hefur til vegs og virð- ingar möguleika sveita og byggða og rímar við náttúru landsins með því að velja það besta, á mikinn heiður og þökk skilið. Á vígslutónleikunum flutti Vík- ingur Heiðar verk eftir Bach, Bar- tók, Debussy og Chopin auk útsetn- inga eftir sig og Snorra Sigfús Birgisson á íslenskum þjóðlögum og sönglögum. Listamanninum unga var listavel tekið, enda fimi hans slík að menn gleymdu stund og stað. Stokkalækjarflygillinn er vissulega góður en það var líka upplifun að sjá hvernig þeir spiluðu hvor á annan og hvor með öðrum, píanóleikarinn og Steinway-flygillinn. Mátti oft ekki á milli sjá. Fyrsta verkefni í Selinu eftir vígslutónleikana var viku námskeið hóps píanóleikara með Víkingi Heiðari. Hafi þau Stokkalækjarhjón Inga Ásta og Pétur Hafstein stórkostleg- ar þakkir fyrir glæsilegt og hvetj- andi framtak Íslandi til heilla. Menn munu slá margar flugur í einu höggi í framtíðinni með því að bregða sér að náttúruundrunum við rætur Heklu, á þröskuld hálendisins, og njóta lista í kyrrð fjallanna. Menningarsetur á Stokkalæk undir Heklurótum Eftir Árni Johnsen »Menningarhúsið í Selinu á Stokkalæk er allt í senn; tónlistar- setur, ráðstefnuhús og samkomuhús, glæsilega búið og vandað í alla staði með átta her- bergjum. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður. ÁGÆTU vinnuveitendur Ég skrifa þessar fáu línur til að vekja athygli ykkar á máli sem varðar fjölmörg fyrirtæki og ætti að vera auðvelt að ráða bót á. Þannig háttar að maðurinn minn er atvinnulaus og hefur sótt um ótal störf sem auglýst hafa verið á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Fyrst vorum við bara spennt og bið- um í ofvæni eftir að fá svar við um- sókninni. Núna, eftir nokkurra mánaða at- vinnuleysi, er enn farið daglega inn á vef Vinnumálastofnunar og ef eitt- hvað starf er auglýst sem hugsan- lega gæti verið fyrir minn mann þá er umsókn send, meðfylgjandi starfsferilsskrá og persónuupplýs- ingar og ítrekað að umsækjandi sé tilbúinn til að koma í viðtal. Við bíð- um þó ekki lengur spennt eftir við- brögðum. Þetta er að verða meira formsatriði en raunveruleg starfs- umsókn. Aldrei hefur borist svar til- baka. Aldrei, aldrei, aldrei! Ég geri mér fulla grein fyrir að eflaust berst fjöldinn allur af umsóknum um hvert auglýst starf en af hverju er ekki svarað. Hafa fyrirtækin ekki mann- afla til að sýna fólki lágmarkskurt- eisi. Það að svara töluvpósti með stöðluðum texta tekur ekki langan tíma þó póstarnir séu margir, það þarf bara vilja til að fara í verkið. Vinnuveitendur vita eflaust að það er ókurteisi að svara ekki starfs- umsókn og þakka fyrir auðsýndan áhuga en láta sér það bara í léttu rúmi liggja, en ætli þeir geri sér grein fyrir hversu mikila lítilsvirð- ingu þeir sýna umsækjendum? Það að vera fullfrískur, á besta aldri, með fjölskyldu á framfæri en at- vinnulaus er ömurlegt hlutskipti. Fylgifiskar langvarandi atvinnuleys- is eru auðvitað fyrst fjárhags- áhyggjur en svo fylgir þunglyndi, fé- lagsfælni, lélegt sjálfsmat, stór- skemmd sjálfsímynd og jafnvel líkamleg veikindi tilkomin af and- legu álagi. Atvinnuleysi er gífurlegt áfall og mikið álag á þann atvinnu- lausa en ekki síður á aðra fjölskyldu- meðlimi. Því beini ég þeim tilmælum til vinnuveitenda að auka ekki á van- líðan fólks, hún er nóg fyrir. Sýnið okkur lágmarkskurteisi og sendið svar. HRAFNHILDUR THEÓDÓRSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Félags íslenskra leikara. Svar óskast! Frá Hrafnhildi Theodórsdóttur       RÁÐGJAFARSTOFA FLYTUR!                    !" ##   # $%&& ' %&&  (      )  Slökkvibifreið til sölu til afhendingar strax Sigurjón Magnússon ehf. Námuvegi 2 - 625 Ólafsfirði www.smagnusson.is - s. 466-3939 MAN 8 / 153 nýbyggður ónotaður - árgerð 1996 Tankur: 1.600L - Dælugeta: hámark 2.000L Farþegafjöldi: 9 - Reykköfunarstólar: 2 í ökuhúsi 160 hestöfl - beinskiptur - afturhjóladrifinn Rafdrifin slöngurúlla - 60 m slanga með stút Verð: 7 milljónir + vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.