Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 51
Menning 51FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞAÐ er verið að vísa í annað mynd- listarvek sem var gert fyrir Listahátíð 1972, var hluti af SÚM-sýningunni, eftir hollenskan listamann, Douwe Jan Bakker, og hét „Sérstakt framlag íslensks samfélags til sögu byggingarlist- arinnar“. Hann ferðaðist um land- ið og tók rúmlega 40 myndir af leif- um af torfbæjum og hlöðnum veggjum og þess háttar,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Örn um titil sýningar sem hann opnar í dag kl. 16 í Gallerí Ágúst, Um sérstakt framlag Íslands og íslensks samfélags til sögu ófullkomleikans. „Ég raun- verulega vísa bara beint í það verk.“ Ljósmyndirnar sem Unnar Örn sýnir voru teknar af híbýlum Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar en ljós- myndarinn var Sigurður Guttorms- son, bankastarfsmaður frá Vest- mannaeyjum, sem ferðaðist um Ísland á árunum 1930-1945 og tók myndir af húsakosti landsmanna sem honum fannst til merkis um óviðunandi lífs- skilyrði alþýðufólks. Sigurður safnaði um 230 ljósmyndum, vildi með þeim sýna stéttaskiptingu á Íslandi með von um að misrétti í þjóðfélaginu yrði upp- rætt og kjör manna jöfnuð. Mynd- irnar tók Sigurður á tímum heims- kreppunnar miklu og á árunum eftir hana og segir Unnar Örn þær veita óvenjulega og raunsæja innsýn í lífs- skilyrði Íslendinga á þessum tíma. Unnar Örn segist hafa verið að leita að ljósmyndum af fjölbýlishúsum sem eitt sinn stóðu við Laufásveg í Reykja- vík og kölluð voru Pólarnir, voru byggð af Reykjavíkurbæ til að bæta úr húsnæðisvanda lágtekjufólks. Við leit sína rakst hann á viðtal við Sigurð í Tímanum frá árinu 1962 og í kjölfar þess varð hann sér úti um ljósmynd- irnar. Fannst honum myndir Sigurðar fullkomið framhald, eða öllu heldur formáli, að verki Douwes á SÚM-- sýningunni. Myndum Sigurðar varpar Unnar Örn á einn veggja Gallerís Ágúst. „Í mínum huga er tilraun Sig- urðar, til sönnunar á stéttarmismun á Íslandi, einnig þrá eftir fullkomleika,“ segir Unnar Örn í bók sem kemur út í tengslum við sýninguna. Og býður upp á framlag til sögu ófullkomleik- ans. Saga ófullkomleikans  Unnar Örn sýnir ljósmyndir í Gallerí Ágúst sem teknar voru á árunum 1930-45  Linsunni var beint að híbýlum sem þóttu til marks um óviðunandi kjör alþýðu Sigurður Guttormsson Ein af myndum Sigurðar Fátækleg híbýli á Blönduósi, myndin tekin milli 1930 og 1945. Eitt af þeim húsum sem Sigurði fannst til merkis um óviðunandi lífsskilyrði alþýðufólks en hann tók 230 ljósmyndir af slíkum húsum. Unnar Örn Hver er Unnar Örn? Unnar Örn er einn þeirra myndlist- armanna sem vinna verk sín í ólíka miðla. Hann útskrifaðist frá MHÍ 1999 og lauk mastersnámi við listaháskólann í Malmö 2003. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og situr í stjórn Ný- listasafnsins. Unnar er einn 50 ís- lenskra myndlistarmanna sem fjallað er um í bókinni Icelandic Art Today. Hvers konar myndlistarmaður er Unnar Örn? Unnar Örn vinnur gjarnan út frá skjalasöfnum og annars konar söfn- um, tengir opinbera sögu við eigið heimildasafn. Þannig reynir hann að endurspegla birtingarmyndir ýmissa hugmyndakerfa sem lögð hafa verið til grundvallar mikilvægum pólitísk- um ákvörðunum í sögunni, eins og segir í tilkynningu. S&S Ríkharður Valtingojer ogtengdasonur hans, Zde-nek Patak, eru búsettir íStöðvarfirði og þar hafa þeir unnið myndverkin sem nú eru til sýnis í Sal Félags íslenskrar grafíkur. Teikning innblásin af nátt- úrufyrirbærum er ráðandi þáttur í verkunum. Ríkharður horfir til strand- arinnar og sjávarlífvera í stein- þrykksmyndum sínum. Verkin eru nostursamslega unnin en á ljós- mynd í sýningarskrá má sjá hvar listamaðurinn situr líkt og í inn- hverfri íhugun og sker í svertuna á yfirborði steinsins með oddhvössu verkfæri. Hann hefur tæknina á valdi sínu og dregur auðveldlega fram mismunandi blæbrigði í nær- myndum af lífrænum formum er fléttast saman á myndfletinum. Í verkum 12-15 er teikningin fínleg og skörp; sum þeirra virka eins og ljósmyndir en þrykktæknin skapar grófkornótta mýkt. Í öðrum verkum er dregið úr „kontröstum“ með lita- filmu og fá stöku verk á sig fortíðar- blæ í gulum og brúnum tónum, líkt og væru þau frá árdögum ljós- myndatækninnar. Verk nr. 11 býr í senn yfir léttleika og djúpsjávar- bláma. Stuðst er við tölvu- og ljós- myndatækni í verkum nr. 6-10 en þau skera sig dálítið úr þar sem þau búa ekki yfir þeirri lífrænu mýkt – handbragðinu og „hugleiðslunni“ – sem teikniathöfnin getur af sér. Slík mýkt skapar ævintýralegan blæ og getur leitt til fínlegrar og jafnframt fantasíukenndrar umbreytingar forma líkt og sést í verki nr. 3. Þar svífur yfir vötnum landslagshefð Dónárskólans svonefnda frá því snemma á 16. öld. Á milli verka Ríkharðs og stórra kol- og blýantsteikninga eftir Zden- ek Patak liggja þannig gotneskir þræðir, þótt verk Pataks séu vissu- lega dramatískari og þau einkennist af úthverfri tjáningu listamanns sem leitar fyrir sér á nýjum slóðum. Viðfangsefnin eru stórbrotin fjöll og grjótgarðar í landslagi nýrra heim- kynna listamannsins sem bjó áður í Prag. Í verkinu Fjöllin og ég dregur hann á húmorískan hátt fram að- stæður sínar í þungbúnu landslags- verki og blandar saman við stíl- brögð úr dægurmenningunni, svo sem myndasögur eða rökkurmyndir en Patak er grafískur hönnuður að mennt. Sýningargestir sogast inn í ægifegurð náttúruaflanna og inn í þróttmikla teikningu í Fjöllin hitt- ast. Í Fjallafönn skapar hann birtu og ró með áreynslulausum hætti og sýnir þannig hæfni sína í mismun- andi tjáningarháttum. Fjöll og fjöru- drættir Grafík Ríkharður Valtingojer vinn- ur verk í stein fyrir steinþrykk. Salur Félags íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsi (gengið inn hafnar- megin) Ríkharður Valtingojer, Zdenek Patak Til 25. október 2009. Opið fi.-su. kl. 14- 18. Aðgangur ókeypis ANNA JÓA MYNDLIST KRISTÍN Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari fékk nýverið boð um að spila einleikskonsert eft- ir bandaríska tónskáldið Elliot Schwartz, Chamber Concerto Nr. V – Water Music, fyrir ein- leiksfagott og kammersveit með City Chamber Orchestra í Hong Kong. Tónleikarnir verða nú í kvöld kl. 20 að stað- artíma í Tsuen Wan Town Hall, ráðhúsinu í Hong Kong. Tónleikarnir eru einn af dagskrárliðum nútíma- tónlistarhátíðarinnar Musicarama, sem Tón- skáldasamband Asíulanda stendur fyrir. Kristín Möll bjó í sjö ár í Hong Kong og lék þá með Fíl- harmóníusveit Hong Kong-borgar. Tónlist Íslenskur fagottein- leikur í Hong Kong Kristín Mjöll Jakobsdóttir HREFNA Harðardóttir opnar sýninguna Dísir í DaLí Gallery á Akureyri í dag kl. 14. Und- anfarin ár hefur Hrefna mótað fornar gyðjur í leir og þannig heiðrað með því menningararf kvenna. Nú hefur hún valið að ljósmynda þrettán nútímakon- ur og gert þær að táknmynd- um dísa. Með því vill Hrefna sýna fegurð, dugnað og mátt kvenna. Áður fyrr kvöddu menn sumar og heilsuðu vetri með blóti, bæði til goða og vætta og ekki síst dísa, og þannig kveður hún sumar og heilsar vetri á fyrsta vetrardegi árið 2009. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Myndlist Hrefna Harðar- dóttir sýnir Dísir Hrefna Harðardóttir EDDA Erlendsdóttir heldur píanótónleika í Hömrum, Ísa- firði annað kvöld kl. 20. Á tón- leikunum leikur hún verk eftir CPE Bach, Josef Haydn og Franz Schubert. Þetta eru fyrstu áskriftartónleikar Tón- listarfélags Ísafjarðar á starfs- árinu 2009-2010. Áskriftarkort gilda, en miðar eru líka seldir við innganginn. Edda Erlends- dóttir hefur haldið fjölmarga tónleika um allan heim og tekið þátt í tónlistar- hátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum og nýverið í Kína. Hún tekur virkan þátt í íslensku tónlistarlífi en býr í París og er prófessor í píanóleik við Tón- listarskólann í Versölum. Tónlist Edda Erlendsdóttir leikur í Hömrum Edda Erlendsdóttir „ÞETTA er annar frumflutningur. Við Ástríður Alda Sigurðardóttir frumfluttum verkið á Kirkjubæjarklaustri í sumar að tónskáldinu við- stöddu. Strax eftir tónleikana sagði hann: „Ég er að hugsa um að breyta þessu aðeins …““ segir Guðni Franzson, gerir sig djúpraddaðri og hlær. Hann er að tala um verkið eftir Hauk Tómasson sem frumflutt verður í annað sinn á tónleikum Caput í 15:15-tónleikaröðinni í Norræna húsinu á morgun kl. 15:15. „Eftir breytingar hét það Kyrralífsmynd, en fékk svo aftur nafnið Skak- .Verkið var í tveimur þáttum; ég held að Haukur hafi uppgötvað tvenns konar niðurlag á því, – það kláraðist og byrjaði aftur, eins og tvö verk. Hann tók seinnihlutann af verkinu.“ Guðni segir að á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Vasa í Finnlandi í fyrra hafi Caput verið með einleiksverk þar sem tónlistin hafi fengið að fljóta frá einu verki til annars án þess að stoppa. „Við gerum þetta svona núna og öll verkin á efn- isskránni eru sólóverk, nema verk Hauks.“ Tónleikarnir hefjast á Adagio eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem rennur inn í Kyrralífsmynd- ina. Úr henni opnast gátt í vídeó-fiðluverkið Penelope’s Song eftir Judith Shatin. Annað leið- andi bandarískt tónskáld, Roger Reynolds, tekur við með I Summer Islands, fyrir óbó og tölvu- hljóð, sem umbreytist í eldflugur, þ.e. Lampyr- idae, íslenskt flautu-rafverk Þuríðar Jónsdóttur. Eldflugurnar lækka flugið og við tekur hljóm- fagurt slagverksverk Tryggva M. Baldvins- sonar, Introitus. Dúndrandi rytmískt verk eftir Steve Reich fyrir klarinett bindur svo enda á flæðið. Skak varð Kyrralífsmynd um stund Morgunblaðið/ÞÖK CAPUT Guðni Franzson klarinettuleikari. Caput flæðir á morgun í tónleikaröðinni 15:15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.