Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 52
52 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Rafpoppsveitin dansvæna og
ofurmelódíska FM Belfast er gjör-
samlega að meika það um þessar
mundir og á rokkhátíðinni Slátur í
Búðardal lék hún í kjölfar ræðu
sem Ólafur Ragnar Grímsson hélt.
Fram kemur á Twittersíðu sveit-
arinnar að þetta er í annað sinn sem
forsetinn „hitar upp“ fyrir hana.
Það er ljóst að leiðin er greið, ef
upphitunaratriðin eru af þessari
stærðargráðu. Spurning hvort Sar-
kozy sjái um þessi mál þegar sveitin
fer til Parísar seinna í haust?
Forseti Íslands hitar
upp fyrir FM Belfast
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
HIN glaðbeitta og vel puntaða sveit Heimilis-
tónar slær upp sínu árlega kjólaballi í Iðnó í
kvöld. Sveitin var stofnuð árið 1997 og er skipuð
leikkonunum Vigdísi Gunnarsdóttur, Elvu Ósk
Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og
Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Ragnhildi Gísladótt-
ur leik- og söngkonu. Sú síðastnefnda var á lín-
unni og uppfræddi blaðamann um mátt og megin
sveitarinnar.
„Þetta er fasta giggið okkar,“ segir hún. „Og
þar er lagt upp með að fólk punti sig og fari í
eitthvað fínt.“
Húsið verður opnað klukkan 23 og er það
Andrea Jóns sem sér um upphitun. Heimilis-
tónar spila svo í tvo tíma, með hléi, – alvöruball
eins og Ragnhildur orðar það. „Þetta eru mest-
megnis erlend lög með kjarnyrtum íslenskum
textum. Svo er eitt íslenskt með enskum texta og
svo er smá frumsamið. Og svo koma lands-
þekktir leynigestir fram.“
Ragnhildur segir að grúvið í bandinu sé gott
og það dýpki sífellt með árunum. En hvað er það
sem heldur bandinu gangandi?
„Félagsskapurinn fyrst og síðast,“ svarar
Ragnhildur að bragði. „Þetta er svo gaman og
þetta er svo fyndið. Fyrir mína parta er andleg
næring í að tækla ELO og Toto, hljómsveitir sem
ég hlusta ekki á alla jafna. Þetta er bæði hress-
andi og heilsusamlegt. Erfiðasta við að vera í
bandinu er hins vegar að koma því saman – það
eru allir svo gríðarlega uppteknir!“
„Andleg næring í að tækla ELO og Toto“
Dekstraðar Kjólaklæddu skvísurnar í Heim-
ilistónum vita hvað klukkan slær.
Eðalsveitin Gus Gus mun í kvöld
frumsýna glænýtt myndband við
lag sitt „Thin Ice“ á Kaffibarnum
kl. 21. „Thin Ice“ er önnur smáskífa
af sjöundu breiðskífu sveitarinnar,
24/7. Myndband þetta var tekið upp
í Fellahverfinu í Breiðholti, í leik-
stjórn Heimis Sverrissonar og Jóns
Atla Helgasonar. Þeir leikstýrðu
einnig síðasta myndbandi Gus Gus
við „Add This Song“. Meðal leik-
enda eru auk Gus Gus nemendur úr
Fellaskóla og Breiðholtsbúar. Eftir
frumsýninguna mun President
Bongo þeyta skífum til miðnættis.
Það verður enginn svikinn af þeim
þeytingi.
Nýtt myndband Gus
Gus frumsýnt
Hinn hugprúði blaðamaður Tinni
hefur verið heimilislaus hér á landi
up á síðkastið, eftir að hann flutti
frá Fjölvaútgáfunni, sem kynnti
hann fyrir æsku þjóðarinnar
snemma á áttunda áratugnum
þannig að margur hefur aldrei orð-
ið samur eftir.
Sigþrúður Gunnarsdóttir rit-
stjóri barnabóka hjá Forlaginu seg-
ir að Tinni og félagar hans séu
fluttir til þeirra á Bræðraborg-
arstíginn. „Fyrstu Tinnabækurnar
töfðust í prentun í Kína þannig að
þær koma ekki út fyrr en snemma á
næsta ári. Þær verða í aðeins öðru
broti en hingað til en þetta verður
gamli góði Tinni í þýðingu Lofts
Guðmundssonar,“ segir Sigþrúður
og bætti við að þau hjá Forlaginu
væru mjög ánægð með að Tinni
væri kominn til þeirra.
Fyrstu bækurnar í hinu nýja
broti Forlagsins verða Skurðgoðið
með skarð í eyra og Leyndardómur
Einhyrningsins. Ef einhver börn –
eða fullorðnir – þekkja ekki til
Tinna, er mælt með að þau byrji að
lesa – það er engin leið að hætta...
Tinni með nýtt
lögheimili á Íslandi
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„HÉRNA eru þær, stelpurnar mín-
ar,“ segir Steinunn Sigurðardóttir
fatahönnuður með stolti og býður
blaðamanni inn í herbergi í vinnu-
stofu sinni þar sem sex gínur bíða
okkar. Gínurnar eru hluti af þrjátíu
gína hóp sem Steinunn var að fá til
landsins og verða notaðar á sýningu
hennar á Kjarvalsstöðum sem verð-
ur opnuð 21. nóvember.
Gínurnar eru handgerðar eftir-
myndir af kunnustu ofurmódelum
tískuheimsins og listaverk út af fyrir
sig. Þær eru framleiddar af hinu
sögufræga Rootstein-fyrirtæki, sem
er fremsti gínuframleiðandi heims
með áratuga reynslu að baki. Vegna
tengsla Steinunnar við fyrirtækið
lánaði það gínurnar endurgjalds-
laust til sýningarinnar en annars er
þær einungis að finna í hátt skrif-
uðum tískuverslunum og hönn-
unarsöfnum og fáséðar í nágranna-
löndum okkur í slíku magni.
Gínurnar munu bera einstakar
flíkur Steinunnar, en á sýningunni á
Kjarvalsstöðum verða hönnunar-
eintök sem ekki hafa verið sýnd hér
áður og eru ekki ætluð til fram-
leiðslu. „Ég valdi að fara þessa leið,
það er ekki alveg sama hvernig fatn-
aður er sýndur. En mér finnst gam-
an að geta búið til umhverfi fyrir
hönnun mína,“ segir Steinunn og
leiðir blaðamann á milli gínanna.
Auðveldar í umgengni
„Þetta er hún Erin,“ segir Stein-
unn og strýkur einni sitjandi gínu
létt um axlirnar. Ofurfyrirsætan
Erin O’Connor er fyrirmynd hennar
og er það auðséð á arnarnefinu,
Christy Turlington er líka í ein-
hverjum kassanum.
„Það eru lifandi fyrirmyndir að
öllum gínunum og skemmtilegt að
þekkja þær og gaman hvað þær eru
mismunandi. Þó að það sé nokkurt
vesen að setja gínurnar saman eru
þær miklu auðveldari í umgengni en
alvöru fyrirsætur, ég tek þær upp,
klæði þær í og ýti út í horn.“
Steinunn gengur á milli gínanna
og er hamingjusöm eins og barn á
leikvelli. „Ég lét sprauta þær í há-
glans, finnst þær fallegri þannig
enda ekki nógu mikið líf í þeim
möttu,“ segir Steinunn og bætir
kankvís við: „Þær eru svo lifandi, ég
stend mig að því að tala við þær og
strjúka þeim. Ég er næstum því búin
að gefa þeim íslensk nöfn, Þórhildur
og Guðrún. Reyndar eru þær svolítið
plássfrekar, þær eiga eftir að þurfa
sitt á Kjarvalsstöðum,“ segir Stein-
unn sem mun fá lánaða íslenska stóla
frá Hönnunarsafni Íslands fyrir sitj-
andi gínurnar á sýningunni.
Sýningin Steinunn verður opnuð á
Kjarvalsstöðum 21. nóvember eins
og áður segir og stendur til 31. jan-
úar 2010.
„Þær eru svo lifandi“
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður fékk þrjátíu gínur frá Rootstein fyrir
sýningu sína á Kjarvalsstöðum Eftirmyndir af kunnustu ofurmódelunum
Fyrirsætur Erin O’Connor og Christy Turlington eru fyrirmyndir að gínum
sem Steinunn notar í hönnunarsýningunni á Kjarvalsstöðum.
Reuters
Morgunblaðið/Golli
Ein af gínunum Steinunn með gínunum sem eru enn fáklæddar enda nýkomnar upp úr kössunum. Í stólnum til vinstri situr eftirmynd Erin O’Connor.
www.steinunn.com