Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 49
Dagbók 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Orð dagsins: Þegar sál mín örmagn- aðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.) Að gefinni reynslu veit Víkverji aðÍslendingar vilja gjarnan telja íslensku til flóknustu tungumála heims. Ekki veit Víkverji hvernig ná- kvæmlega erfiðleikastig tungumála er mælt, en þar hljóta nokkrar breyt- ur að koma til sögunnar. Það skiptir auðvitað máli hvaða önnur tungumál viðkomandi kann. Manneskja hverrar móðurmál er germanskt á auðveldara með að læra önnur germönsk tungumál heldur en t.d. manneskja sem talar ekki einu sinni indó-evrópskt tungumál. x x x Eina leiðin til að mæla raunveru-lega erfiðleikaleikastigið væri þá að nota manneskju sem talar eng- in tungumál yfir höfuð. Það væri samt aldrei áreiðanlegt (fyrir utan að vera ómögulegt) vegna þess að eftir því sem þú lærir fleiri tungumál verð- ur auðveldara að nema það næsta. Menningarleg áhrif og útbreiðsla tungumálsins vegur líka þungt. Enska er að ýmsu leyti auðveld fyrir Íslendinga vegna þess að þeir þekkja vel til menningar enskumælandi landa, fyrir utan að hafa haft greiðan aðgang að enskumælandi afþreyingu alla sína ævi. Enskan getur því virst þeim auðveld þótt öðrum finnist hún meira framandi. x x x Að þessu sögðu er Víkverji núsamt á því að telja megi sum tungumál í grunninn flóknari en önn- ur, það liggur eiginlega í augum uppi. Íslenska hlýtur að teljast mál- fræðilega flóknari en enska, rétt eins og önnur tungumál sem notast enn við fallbeygingu og kynjaskiptingu t.d. Enskan má þó eiga það að orða- forðinn er mikill og stök orð geta haft mjög margþætta merkingu. Ensk orð eru líka ekki sérlega gagnsæ og staf- setningin getur verið snúin, en lat- ínukunnátta hjálpar samt t.d. heil- mikið þar upp á. En hvert er þá erfiðasta tungumál heims? Með hjálp Google má sjá að hverjum þykir sinn fugl fagur, til sög- unnar eru nefnd arabíska, pólska, rússneska, finnska, kínverska og rúmenska. Og auðvitað ástkæra yl- hýra. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 brúnaþunga, 8 ásýnd, 9 sól, 10 spil, 11 fugl, 13 málgefin, 15 karlfugl, 18 sanka sam- an, 21 endir, 22 kompa, 23 eldstæði, 24 hömlu- laust. Lóðrétt | : 2 fen, 3 fing- urs, 4 fiskar, 5 kjaft- urinn, 6 knippi, 7 erta, 12 kropp, 14 þjóta, 15 poka, 16 menga, 17 há- væran gleðskap, 18 fisk- ur, 19 ærslahlátur, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 Hekla, 4 fölur, 7 munni, 8 öldum, 9 nál, 11 arra, 13 barn, 14 lofar, 15 þoka, 17 álit, 20 hró, 22 kopar, 23 kýtir, 24 tíran, 25 tólin. Lóðrétt: 1 hemja, 2 kænir, 3 alin, 4 fjöl, 5 lydda, 6 rúm- an, 10 álfur, 12 ala, 13 brá, 15 þykkt, 16 kópur, 18 lítil, 19 tæran, 20 hrun, 21 ókát. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú munt verja miklum tíma til lesturs og skrifta á næstu vikum. Auðvit- að vantar sitthvað fyrir heimilið, en það er ekki það sem þig langar til þess að kaupa. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér. Vinur er sá er til vamms segir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Brjóttu odd af oflæti þínu og hleyptu öðrum að svo hægt sé að standa við samninginn. Hlýlegt trúnaðarsamtal við vin er það sem þú þarft á að halda. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ekki er allt sem sýnist þannig að þú getur þurft að geta í eyðurnar til þess að ná settu marki. Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta því þú veist hvað þér er fyrir bestu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gefðu þér tíma til að aðstoða vini þína, sem hafa leitað hjálpar hjá þér. Hversu þung eða létt sem buddan er, þá líður þér frábærlega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fólk sem hefur áhrif á líf þitt með ákvörðunum sínum á í vandræðum. Lík- lega muntu eyða peningum í eitthvað fal- legt handa þér og ástvinum þínum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú getur alltaf átt von á að bregði til beggja vona, þegar þú tekur áhættu. Þér er óhætt að láta hugboð þitt ráða, því oft- ar en ekki dettur þú ofan á réttu lausnina. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það getur verið erfitt að rata réttu leiðina en hafðu umfram allt stjórn á skapi þínu. Menn kunna að meta hrein- skilni og munu virða hana við þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú stendur frammi fyrir kröf- um um aukna ábyrgð en ert eitthvað tví- stígandi. Njóttu þess bara að vera innan um fólk og láta gott af þér leiða. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur verið einn á báti of lengi og ættir að finna þér félagsskap við fyrsta tækifæri. Njóttu velgengni þinnar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú getur hugsanlega aukið tekjur þínar með einhverjum hætti. Til- finningar þínar eru sterkari og dýpri en þú taldir mögulegt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert eirðarlaus og þarft því að vera sérstaklega á verði svo tækifærin renni þér ekki úr greipum. Láttu ekki til- finningarnar blinda þér sýn í ágreiningi þínum við aðra. Stjörnuspá 24. október 1975 Kvennafrídagurinn. Íslenskar konur tóku sér frí á degi Sam- einuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu. Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti. Á Lækjartorgi í Reykja- vík var haldinn fundur sem 25 þúsund manns sóttu, flest kon- ur. 24. október 2008 Ríkisstjórnin óskaði formlega eftir samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Gullbrúðkaup Anna María Þórisdóttir rithöfundur á 80 ára af- mæli í dag. Hún fagnaði afmælinu með stórfjöl- skyldunni, börnum, tengdabörnum og barnabörn- um, í gærkvöldi en það er orðinn ansi stór hópur að sögn Önnu, yfir 20 manns. „Það tókst svona hér um bil að ná öllum saman, en það vantar alltaf ein- hvern.“ Anna hefur fengist við skriftir árum sam- an, þar á meðal fyrir Lesbók Morgunblaðsins, og hefur enn ekki lagt niður pennan. „Ekki alveg, ef andinn kemur yfir mig þá er ég alveg tilbúin að setjast við skriftir,“ segir Anna. Undanfarið hefur hún helst skrifað fyrir tímaritið Heima er bezt þar sem hún birtir bæði pistla um hitt og þetta sem og endurminningar. Skriftirnar eiga þó ekki hug Önnu allan því hún hefur líka af- skaplega gaman af því að syngja og hefur sungið með kór samfleytt í 44 ár, þar af Söngsveitinni Fílharmóníu í 30 ár. „Svo fannst mér ég nú vera orðin of gömul til að syngja áfram en þá kom upp í hendurnar á mér kór sem heitir Senjórítur sem er fyrir konur eldri en sextugar og ég segi nú stundum að kórinn hafi verið stofnaður fyrir mig,“ segir Anna hlæjandi. Senjóríturnar eru nú yfir 70 talsins sem sýnir svart á hvítu að maður er aldrei of gamall til þess að syngja. una@mbl.is Anna María Þórisdóttir rithöfundur 80 ára Syngur enn og skrifar Reykjavík Arnór Bjarni fæddist 4. ágúst kl. 15.03. Hann vó 5.420 g og var 59 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur María Haraldsdóttir og Helgi Bjarnason. Reykjavík Aurora Björk fæddist 19. apríl kl. 13.18. Hún vó 4.450 g og var 55 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Berglind Guð- mundsdóttir og Khash Chamlou. Reykjavík Hilmir Freyr fæddist 29. júní kl. 9.30. Hann vó 1.380 g og var 40 cm langur. Foreldrar hans eru Eva María Hall- grímsdóttir og Halldór Ólafsson. Sudoku Frumstig 1 5 6 3 4 8 4 1 3 8 6 5 2 5 9 6 7 4 8 9 7 3 6 8 7 2 9 9 3 4 6 7 9 8 1 4 8 6 2 4 2 3 4 7 5 9 3 2 7 5 3 5 6 4 9 1 1 2 4 3 9 8 2 8 7 6 6 7 1 5 9 8 1 7 3 2 6 4 5 2 4 6 8 5 1 3 7 9 5 3 7 4 9 6 1 8 2 7 6 2 3 8 9 4 5 1 8 9 4 1 2 5 7 3 6 1 5 3 6 7 4 2 9 8 4 2 8 5 1 7 9 6 3 6 1 5 9 4 3 8 2 7 3 7 9 2 6 8 5 1 4 6 4 2 1 7 9 5 8 3 5 9 7 3 2 8 4 6 1 8 3 1 4 6 5 2 7 9 9 1 4 5 3 7 6 2 8 3 7 8 2 1 6 9 5 4 2 6 5 9 8 4 3 1 7 4 8 9 7 5 2 1 3 6 7 2 3 6 9 1 8 4 5 1 5 6 8 4 3 7 9 2 8 7 9 4 3 6 1 5 2 6 1 3 9 5 2 8 4 7 4 2 5 1 7 8 9 6 3 7 3 1 8 4 5 2 9 6 2 6 4 7 1 9 3 8 5 9 5 8 2 6 3 4 7 1 1 4 2 6 9 7 5 3 8 3 9 6 5 8 1 7 2 4 5 8 7 3 2 4 6 1 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 24. október, 297. dagur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. f3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Bd7 9. Bc4 Rc6 10. O-O-O Hb8 11. g4 b5 12. Bb3 Ra5 13. h4 Rxb3+ 14. Rxb3 a5 15. h5 b4 16. Re2 Re8 17. Bh6 Rf6 18. hxg6 fxg6 19. Bxg7 Kxg7 20. Dh6+ Kg8 21. g5 Rh5 Staðan kom upp í C-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum félagsins í Faxafeni 12. Páll Andrason (1550) hafði hvítt gegn Emil Sigurðarsyni (1515). 22. Hxh5! gxh5 23. g6 Hf7 24. gxf7+ Kxf7 25. Dxh7+ Kf6 26. Dh6+ Kf7 27. Dxh5+ og svartur gafst upp. Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) varð efstur í C-flokki með 7 1/2 vinning af níu mögulegum en Atli Antonsson (1720) lenti í öðru sæti með 7 vinn- inga. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Smælkið í sviðsljósinu. Norður ♠10754 ♥1074 ♦ÁDG6 ♣74 Vestur Austur ♠K3 ♠DG82 ♥Á8 ♥KDG9632 ♦10975432 ♦8 ♣K3 ♣6 Suður ♠Á96 ♥5 ♦K ♣ÁDG109852 Suður spilar 5♣ dobluð. Spil dagsins er frá riðlakeppni Meistaradeildarinnar í París. Fimm lauf unnust yfirleitt eftir ♥Á út og meira hjarta í öðrum slag, en á einu borði kom út tígull og það reynist sagnhafa ofviða – skiljanlega, því hann þarf augu á hverjum fingri til að finna vinningsleiðina. Vill lesandinn reyna? Það má deila um skynsemina, en leiðin að ellefu slögum er þessi: Út- spilið er tekið á ♦K heima og litlu laufi (fimmunni) spilað að blindum! Drepi vestur, kemst sagnhafi síðar inn á ♣7 til að taka tíglana og henda niður tveimur spöðum. Dúkki vestur, er fimman yfirtekin með sama fram- haldi. En af hverju fimman frekar en tvisturinn? Til að eiga innkomu á fjar- kann ef austur skyldi eiga ♣K3 og vestur staka sexu. Nýirborgarar Hjónin Sólveig V. Þórðardóttir frá Sölvholti og Sigfús Kristinsson frá Litlu-Sandvík eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 24. októ- ber. Þau fagna í tilefni dagsins með fjölskyldunni. Anna María Þórisdóttir, ætt- uð frá Húsavík, til heimilis að Of- anleiti 3, er átt- ræð í dag, 24. október. 80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.