Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Anton Galan er all- ur. Það var einhver óraunveruleikablær yfir sorgar- fregninni sem barst mér með tölvu- pósti yfir hafið. Eins og hendi er veif- að er þessi lífsglaði, gáskafulli maður horfinn yfir móðuna miklu og skilur eftir sig stórt skarð. Anton var einn fyrsti maðurinn sem ég kynntist er ég hóf störf á Hafrannsóknastofnuninni fyrir ald- arfjórðungi. Þessi skemmtilegi og skrafhreifni maður vakti strax áhuga minn enda hafði hann þá þegar upp- lifað mikið og margt víðs vegar um heiminn. Hann var fæddur og uppal- inn í Baskalandi, tók doktorspróf í London og var prófessor í Vene- súela. Á þessum tíma voru þau Hadda nýflutt til Íslands og vænt- anlegt barn þeirra átti hug Antons óskiptan. Anton var mikill Baski í sér og skyldu menn varast að kalla hann Spánverja, en jafnframt var hann mikill Íslendingur, ásatrúar- maður og kvað íslenskar rímur á sinn einstaka hátt. Anton var mikið náttúrubarn og sá mesti veiðimaður sem ég hef kynnst. Þar á ég ekki við magn veið- innar, eins og því miður er of algeng- ur mælikvarði í skotveiðum á Ís- landi, heldur það hvernig veiði- hugsjónin var greypt inn í allan hans þankagang og samtvinnuð vísinda- legum áhuga á náttúrunni. Anton hafði ekki dvalið lengi á Íslandi þeg- ar hann gat kennt mér, reykvískum atferlisfræðingnum, margt og mikið um náttúrufar á suðvesturhorni landsins, ekki síst um áhrif veðurs og gangs himintungla á hegðun ís- lenskra dýra. Fyrir það er ég þakk- látur. Anton kom reglulega að máli við mig og sagði „Förum, förum“ – hinsta sinni nú fyrir um tveim vikum. Þessi frasi er mjög lýsandi fyrir þennan mikla athafna- og ævintýra- mann, sem var ötull talsmaður þess að menn notuðu tímann og nytu lífs- ins. Að njóta lífsins þýddi frá sjón- arhóli Antons yfirleitt einhvers kon- ar náttúruupplifun, t.d. köfun, sigling, ganga eða veiðar. Þótt ég hafi alloft tekið áskoruninni „Förum, förum“ finnst mér nú að það hafi ver- ið allt of sjaldan, sérstaklega í seinni tíð. Þess iðrast ég nú, en einhvern veginn taldi ég okkur hafa nógan tíma. Síðustu árin unnum við Anton saman að viðamiklum rannsóknum á fæðuvistfræði hrefnu við Ísland. Þar nýttist vel sérþekking Antons í dýra- fræðinni. Því miður munum við ekki njóta starfskrafta Antons við birt- ingu niðurstaðna rannsóknanna, en hann náði þó að ljúka mikilvægasta hluta síns framlags til rannsókn- anna. Það verður mikill sjónarsviptir á Hafrannsóknastofnuninni að þessum ógleymanlega persónuleika, sem lifði allt of stutt, en náði þó að upplifa fleira en flestir gera á lengri ævi. Mestur er þó missir fjölskyldunnar sem ég óska alls hins besta á þessum erfiðu tímum. Gísli Arnór Víkingsson. Sú sorgarfregn barst í síðustu viku að vinur minn og samstarfsmað- ur til margra ára, Anton Galan, hafði orðið bráðkvaddur. Anton var sér- stakur persónuleiki og það var aldrei leiðinlegt að vera nálægt honum. Hann var meiri útivistarmaður en flestir. Iðulega skrapp hann eld- snemma á morgnana suður með sjó eða inn til landsins í nágrenni borg- arinnar en var kominn til vinnu þeg- ar við hin vorum að ljúka við morg- Anton Galán ✝ Anton Galán Vaz-quez fæddist í Do- nostia (San Sebastian) í Baskalandi 14. sept- ember 1947. Hann varð bráðkvaddur, staddur á veiðum í Meðallandi í V- Skaftafellssýslu 8. október sl. og var kvaddur í Fríkirkj- unni í Reykjavík 19. október. unkaffið og tygja okkur í vinnuna. Eða, hann kom í lok vinnu- dags og reyndi að draga okkur með í síð- degisferð út á sjó eða upp á heiðar. Oftast var byssan með í för, en hann hafði mikið yndi af veiðum. Þegar vel veiddist hljóp mönnum gjarnan kapp í kinn og menn sáu fyr- ir sér að geta hamstr- að bráð fyrir veturinn. Það líkaði Anton ekki, hann vildi hætta þegar hann var kominn með nóg í matinn og koma frekar aftur seinna. Magnveiðar vildi Anton ekki stunda og til marks um það hélt hann sig lengi fast við ein- hleypa haglabyssu á meðan aðrir veiðimenn voru að skipta tvíhleyp- unum út fyrir margskota hagla- byssur. Anton nam líffræði á Spáni og fór til framhaldsnáms í sjávarlíffræði í Venesúela þar sem hann lauk meist- araprófi og fjallaði ritgerðin um rannsóknir hans á botndýralífi í leiruviðarskógum, úti fyrir strönd- um Venesúela. Frá Venesúela hélt hann síðan til frekara náms í Lund- únum og lauk þar doktorsprófi. Doktorsritgerðin fjallaði um mar- flær í Karíbahafi. Eftir að hann lauk doktorsritgerðinni flutti hann til Ís- lands, en hann hafði kynnst Höddu konu sinni nokkru áður. Ég kynntist Anton skömmu áður en hann byrjaði að vinna á Hafrann- sóknastofnuninni árið1985. Næstu árin vann ég mikið með Antoni og kynntist brennandi áhuga hans á sjó og sjávarlífverum. Hann vildi kynn- ast öllu sem verið var að rannsaka og bauð sig fram í alla þá leiðangra sem hann hafði ekki verið með í áður til að sjá eitthvað nýtt. Anton var traustur félagi og átti auðvelt með að laða fram bros hjá samstarfsfólki sínu og verður nær- veru hans sárt saknað hér á Hafró. Hann hafði stolt og gat staðið fast á sínu. Ef honum fannst sér misboðið lét hann það strax í ljós og skyldu menn þá stundum ósáttir. Anton var hins vegar fyrsti maður til að rétta fram sáttarhönd. Hann kom þá oft færandi hendi til að sýna einlægan sáttarvilja. Það var þá gjarnan óvenjulegur fiskur í pottinn eða önd sem hann skaut um morguninn. Við Ása vottum Höddu, Sigrúnu og sonunum, Aythor og Anton og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð með ótímabæran missi ást- vinar og föður. Karl Gunnarsson. „Hvað er næsta ævintýri?“ Oft spurði Anton mig og aðra vini sína þessarar spurningar. Fáir sóttu eins ákaft og hann í alls slags ferðir, sem iðulega tengdust veiðum. Þótt hann væri iðinn við að hvetja aðra að koma með sér veigraði hann sér ekki við að fara einn síns liðs upp til fjalla, út í hraun, niður í fjöru eða á sjó. Fuglaskytterí var honum ástríða og allt sem því tengist, allt frá undir- búningi veiða til matreiðslu bráðar. Á þeim rúmlega tveimur áratugum sem liðnir eru síðan hann hóf að hvetja mig til að koma með rataði hann ósjaldan í sannkölluð ævintýri. Tilhugsunin um að nú sé þessu lokið er tregablandin, en huggun að því að Anton var að fram á síðustu stund eins og hann óskaði sér. Karlinn kunni vel að meta lífsins gæði og naut þeirra af kostgæfni. En, eftir hjartaáfall fyrir nær áratug síðan varð hann samt ófús að rifa seglin er kom að köfunar- og hell- askoðunarferðum eða matarveislum með feitum og freistandi bitum. En, þegar ákvarðanir höfðu verið teknar gat hann beitt vilja sínum af mikilli staðfestu, eins og sást er hann lagði af reykingar. Anton var heldur ekki af baki dottinn, eins og nýlegar ferð- ir hans og Höddu í Afríku vitnuðu um. Augu hans glömpuðu þegar hann hann sagði frá ævintýrum í þessu löndum nýrra tækifæra. Hrun fjármálakerfisins fyrir ári setti svo strik í reikninginn og óréttlætið var eitur í hans beinum. Anton var alla tíð hrókur alls fagn- aðar og mjög mannblendinn. Hann kom víða við og því eru margir sem minnast þessa uppátækjasama og virka Baska, sem hafði gerst sam- landi okkar og stoltur Íslendingur. Ég vil þakka Antoni margar góðar stundir og ánægjuleg kynni okkar fjölskyldna um leið og við öll vottum Höddu og Sigrúnu samúð og óskum þeim velfarnaðar. Kristinn og fjölskyldan í Blátúni. Að morgni hins 8. október lést ást- kær vinur minn, Anton Galan. Frá- fall hans skilur eftir sig tóm sem ómögulegt verður að fylla, enda fáir hans líkar til í þessum heimi. Hann varð bráðkvaddur uppi í sveit við sína uppáhaldsiðju, þar sem hann beið komu gæsanna í morgunsárið, ásamt labradorhundi sínum. Hann kunni svo sannarlega að kveðja þennan heim með reisn. Vinátta okkar, sem hófst fyrir ör- fáum árum, hefur fært mér margar ógleymanlegar stundir og dýrmæt- ari minningar en orð fá lýst. Hin víð- tæka reynsla og þekking, sem Anton færði mér, mun lifa með mér og halda áfram að móta mig sem ein- stakling. Hann var mér eins konar lærifaðir, uppfræddi mig um allt það sem ég veit um sjómennsku og þökk sé honum tók ég pungapróf. Saman áttum við lítinn bát og var Anton skipstjóri í fjölmörgum ferðum okk- ar út á sjó. Bátinn vildi hann nefna „Bi lagunak“ á basknesku, sem þýðir „tveir vinir“. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá Antoni og mun hans verða minnst með bros á vör. Hann kunni svo sannarlega að lifa lífinu og eins og eiginkona hans, Hadda, sagði við mig, þá hafði hann slíka lífsreynslu á bakinu að það jafnaðist á við tvö líf. Hann var ótæmandi viskubrunnur, hvort sem var á vísindalega sviðinu eða á öðrum sviðum lífsins. Hann var í senn hæverskur og lítillátur, og það var nánast fyrir slysni sem ég komst að því að hann hafði unnið með Jac- ques Cousteau, uppgötvað nokkrar óþekktar sjávarlífverur og ekki nóg með það heldur einnig heila ættkvísl lífvera! Hann uppgötvaði meira að segja vatnshelli hér á landi sem nefndur var eftir honum. Anton vakti athygli margra fyrir einlægan klæðaburð sinn og fyrir all- sérstakt tungutak sem var undir áhrifum ýmissa menningarsam- félaga þar sem hann hafði dvalið. Þessi atriði gáfu honum hið skrýtna yfirbragð sem margir snillingar bera. Anton var mjög stoltur af uppruna sínum og segja má að hann hafi verið síðasti baskneski hvalveiðimaðurinn. Honum var mjög umhugað um bask- neska menningu á Íslandi og þekkja margir Íslendingar landið þökk sé honum. Var það hann sem fræddi mig um þá löngu sögu sem Baskar og Íslendingar deila. Anton var heillaður af Íslandi, hreinleika þess og hversu ósnortið landið er. Eins og hann komst að orði við spænska sjónvarpið nú á dögun- um var Ísland landið sem hefur allt sem mann dreymdi um. Hann ferð- aðist um hvern krók og kima og þekkti betur en nokkur annar dýra- og plöntulíf þess, jarðfræði, sögu og hvað svo sem helst. Hann var mjög uggandi yfir ásókn ferðamannaiðn- aðarins á Íslandi, og óttaðist að ótak- mörkuð ásókn ferðamanna myndi skaða jafnvægi vistkerfisins á sama hátt og hann hafði orðið vitni að á Spáni og Venesúela. Fyrir mér var Anton einstakt for- dæmi og ber ég djúpa virðingu og að- dáun í brjósti gagnvart honum. Ég spyr mig stundum hvað vinátta mín gat fært slíku stórmenni. Hann var einfaldlega hetjan mín. Eskerrik asko lagun maitea! Takk fyrir að veita mér vináttu þína. Ég og Halla Sif vottum Höddu, Sigrúnu, Steinþóri, Aitor og Antxon jr. okkar innilegustu samúð. Jesus Rodriguez Fernandez (Txus.) Kveðja frá Hafrannsóknastofnuninni Í dag kveðjum við með söknuði starfsmann okkar og vinnufélaga Anton Galan. Anton réðst til Haf- rannsóknastofnunarinnar árið 1985 og vann þar óslitið í 24 ár eða þar til hann lést,. Anton vann við ýmsar rannsóknir á stofnuninni. Fyrst að- allega við rannsóknir á botndýrum og fæðurannsóknir ýmiss konar. Á seinustu árum var Anton í starfshópi sem vinnur við hvalrannsóknir. Hann tók einnig þátt í fjölmörgum leiðöngrum til rannsókna á flestum þáttum í lífríki hafsins við Ísland. Anton fæddist í Baskalandi á Spáni árið 1947. Hann lauk meist- araprófi í sjávarlíffræði í Carracas í Venesúela og doktorsprófi við Im- perial College í Lundúnum, þar sem hann vann við rannsóknir á marflóm úr Karíbahafi. Með þessa góðu menntun og reynslu úr fjarlægum heimshlutum höguðu örlögin því svo til að leiðir Antons lágu til Íslands þar sem hann bjó alla tíð síðan með eiginkonu sinni Höddu Þorsteins- dóttur. Þegar hann féll frá langt um aldur fram leit hann á sig sem einn landsmanna á eylandi okkar í út- norðri, hafði að fullu tileinkað sér lífsháttu Íslendinga og var sannar- lega óaðskiljanlegur hluti þess góða starfsumhverfis sem við á Hafrann- sóknastofnuninni höfum skapað okk- ur. Anton var líflegur starfsmaður, yfirleitt glaðvær og hafði brennandi áhuga á starfinu, sannkallaður eld- hugi. Stundum var ákafi hans svo mikill að hann átti hreinlega erfitt með að tjá sig svo vel væri á okkar framandi tungu þó með eljunni hafi það alltaf heppnast. Hann unni nátt- úrunni og útiveru og kunni best við sig við rannsóknir úti á sjó, enda duglegur og eftirsóttur í verkefni við rannsóknir til sjós. Áhugi Antons á náttúrunni tengd- ist hans uppáhaldsfrístundaiðju sem voru skotveiðar. Hann var einnig áhugasamur kafari og tók til skamms tíma þátt í flestum rann- sóknaverkefnum Hafrannsókna- stofnunarinnar sem kröfðust köfun- ar. Í frístundum stundaði hann einnig köfun, sérstaklega í tengslum við könnun á neðansjávarhellum og í leit að lífverum sem kynnu að finnast þar. Uppruni Antons úr Baskalönd- um kveikti áhuga hans á hvalveiðum fyrr á öldum, sem landar hans stund- uðu í Norðurhöfum og Spánarvígin minna okkar Íslendinga illilega á. Söguna tengdi hann nútímanum og sýndi sérstakan áhuga verkefnum á sviði hvalrannsókna, m.a. af þeim sökum. Á sama hátt voru önnur verkefni hans á stofnuninni honum hugleikin vegna ástríðu hans og virð- ingu fyrir náttúru landsins. Hafrannsóknastofnunin og sam- starfsmenn þakka Antoni samfylgd- ina og senda eftirlifandi eiginkonu Antons, Höddu og börnum þeirra samúðarkveðju á erfiðum tímum. Megi góðar vættir blessa minningu Antons Galan. Jóhann Sigurjónsson. Ég elska þig, amma mín, og takk fyrir allan tímann sem ég fékk að njóta samvista við þig. Jóhann Örn Ólafsson. Hún Álfheiður móðursystir er lát- in. Mér þótti afar vænt um Öllu frænku, eins og við kölluðum hana. Ég ólst upp með henni þar sem við bjuggum á sama heimilinu, og hún er því samofin öllum mínum æskuminn- ingum. Alla var minnisstæð kona, öllum sem þekktu hana er ógleymanlegur hláturinn sem var svo smitandi og ætlaði engan endi að taka. Sem barn var ég stundum hrædd við hvað hún hló lengi, því ég hélt að hún myndi deyja úr hlátri. Ég vissi ekki þá að hláturinn lengir lífið. Svo var hún Alla mín sérlega barn- góð og gaf sér alltaf tíma til að leika sér við börnin sem komu á heimili hennar, enda hændust öll börn að henni. Hún var líka sérstaklega gestrisin, enda mjög gestkvæmt hjá henni. Öll sumur var fullt hús af gestum og gangandi, allir voru velkomnir og fengu fínar veitingar. Við fjölskyldan eigum margar góðar og ógleymanlegar minningar frá heimsóknum okkar til Öllu frænku í Björkinni við sjóinn. Það var unaðsreitur fyrir börnin, það mátti allt gera, leika úti eða inni, veiða í fjörunni eða tína steina. Meira að segja var kötturinn látinn í bað til að krakkarnir gætu séð hvernig það fór fram. Ég vil með þessum fáu orðum þakka þér, Alla mín, innilega fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Við munum öll ávallt minnast þín með þakklæti og gleði. Guð geymi þig. Ásta Hálfdánardóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við vinkonu og frænku, Álfheiði Ástvaldsdóttur. Alla í Björk, eins og hún var alltaf kölluð, var vinkona mömmu minnar og frænka – en þær voru systradæt- ur. Mæður þeirra Kristín, þá 23ja ára, og Sigurbjörg 13 ára, fluttu ásamt Jakobínu móður sinni og Ög- mundi eiginmanni Kristínar í Skaga- fjörð sumarið 1907. Þau fóru gang- andi með sitt trúss á tveim hestum frá Njálsstöðum í A-Húnavatnssýslu upp Norðurárdalinn og inn Hvammshlíðardal, þjóðleiðina til Sauðárkróks þar sem Ögmundur fékk vinnu við iðn sína – söðlasmíði. Milli þeirra systra var alla tíð mikill kærleikur og var okkur alltaf sagt að heimilin þeirra hafi verið sem eitt. Vináttan hélst áfram á milli dætra þeirra og ávallt mikill samgangur. Það eru margar minningar tengd- ar Öllu frá mínum uppvaxtarárum og fram á þennan dag. Vinskapur og hjálpsemi í gleði og sorg var á milli heimilanna. Það fylgdi Öllu mikil glaðværð og hávaði og var hún ómissandi í öllum gleðskap. Móðir mín og hún fóru ásamt mökum sínum í ferðalög – veiðiferðir og umgengust mikið í daglegu lífi. Alla var alla tíð afskaplega dugleg og kjarkmikil kona. Hún vann alla þá vinnu sem var í boði – hún var heilsu- góð en orðin líkamlega slitin. Við átt- um margar góðar stundir á heimili okkar mörg síðustu árin og þá var alltaf glatt á hjalla. Hún bjó ein í Björk – húsinu sínu – eftir lát Jó- hanns eiginmanns síns – þannig vildi hún hafa það, hún var ákveðin og stóð föst á sínu – og alltaf skemmti- leg. Hún sagðist ætla að „detta niður dauð“ í Björkinni sinni og segja má að hún hafi gert það – en hún lam- aðist eftir heilablæðingu og lést nokkrum dögum síðar á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki. Það eiga margir eftir að sakna Öllu – ættingjar og vinir – og við er- um sannarlega í þeirra hópi. Við þökkum allar samvistir og vottum sonum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð og svo einnig Stef- aníu systur hennar. Blessuð sé minning Álfheiðar frænku minnar. Kristín Helgadóttir og fjölskylda. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.