Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 20. október var spil- að á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 361 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 358 Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórss. 351 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 343 A/V Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 400 Ágúst Stefánss. – Helgi Einarsson 377 Ólafur Ingvarss. – Sigurb. Elentínuss. 373 Þorv. Þorgrímss. – Kristín Jóhannsd. 338 Gullsmárinn Góð þátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 22. október. Spilað var á 14 borðum. Úrslit í N/S Ragnh. Gunnarsd. – Þorleifur Þórarinss. 298 Örn Einarsson – Sæmundur Björnsson 284 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 283 Lilja Kristjánsd. – Sturlaugur Eyjólfss. 282 A/V Halla Ólafsd . – Jóhanna Gunnlaugsd. 322 Helgi Sigurðsson – Haukur Guðmss. 310 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 304 Guðm. Magnúss. – Leifur Kr. Jóh. 303 Sveitakeppnin hefst svo á mánu- daginn kemur. Enn er laust og dugir að mæta á keppnisstað til að vera með. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 22. okt. Spilað var á 12 borðum. Árangur N/S Ólafur B. Theodórs – Björn E. Péturss. 256 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 247 Jóhannes Guðmannss. – Björn Svavarss. 241 Árangur A/V Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 277 Jens Karlsson – Auðunn Guðmundss. 258 Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 230 Bridsfélag Akureyrar Síðastliðinn þriðjudag var spilað þriðja og síðasta kvöld í Greifatví- menningi félagsins. Þrjú efstu sæti kvöldsins voru þannig skipuð: 47,3 Sigurbj. Haraldsson – Reynir Helgason 30,0 Jón Björnsson – Sveinn Pálsson 22,0 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarss. Þegar þrjár setur voru eftir var orðið ansi jafnt á toppnum en þá gáfu þeir félagar Jón og Sveinn í og enduðu mótið með stæl. Breytingar á samanlagðri stöðu voru minnihátt- ar en lokastaða eftir öll þrjú kvöldin var: 122,5 Jón Björnsson – Sveinn Pálsson 77,0 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 53,0 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarss. 32,5 Grettir Frímannss. – Hörður Blöndal 29,0 Pétur Gíslason – Björn Þorláksson Næsta þriðjudagskvöld, hinn 27.10., hefst svo þriggja kvölda hrað- sveitakeppni Byrs og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta, hvort sem það er til að spila eða horfa á. Þeir sem vantar aðstoð við myndun sveita eru hvattir til að hafa samband við Víði keppnisstjóra í síma 897-7628. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 22. október var spilað seinna kvöldið af tveimur í hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Vina hafði smáforskot á hin- ar sveitirnar en það var ekki nóg því sveit Birnu Stefnisdóttur náði fljót- lega forystu og hélt henni til loka. Stig kvöldsins: sveit Þórðar Jörundssonar 466 sveit Birnu Stefnisdóttur 459 sveit Arngunnar Jónsdóttur 458 sveit Þórðar Birgissonar 451 Lokastaðan varð þessi: sveit Birnu Stefnisdóttur 932 sveit Vina 923 sveit Arngunnar Jónsdóttur 920 sveit Þórðar Birgissonar 916 Í sveit Birnu spila auk hennar þeir Aðalsteinn Steinþórsson, Jón Steinar Ingólfsson og Jens Jens- son. Fimmtudaginn 29. október verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Fimmtudaginn 1. nóvember hefst svo aðalsveitakeppni félagsins. Spilamennska hefst klukkan 19 og er spilað í félagsheimilinu Gjábakka í Hamraborginni í Kópavogi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Haukur frændi var með stórt hjarta. Þeg- ar ég kvaddi hann á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum var það mér mikils virði að fá að þakka honum fyrir að hafa verið mér góður. Þá hélt Hauk- ur fast í höndina mína – eins og ég hafði einu sinni haldið fast í hans. Þegar ég var ungbarn og lá á sjúkra- húsi kom Haukur að heimsækja mig þótt það væri í raun bannað. Þá hélt ég fast í fingurinn á honum. Á þeim tíma voru ekki allir sem sýndu börn- um skilning. En Haukur fór ekki eft- ir straumum og stefnum. Hann fylgdi hjartanu. Ég á Hauki óskaplega margt að þakka. Hann var skíðapabbinn minn og strákarnir hans eru mér sem bræður. Haukur fór með okkur krakkana á skíði hvenær sem færi gafst – í öllum veðrum og í hvaða færð sem var. Hann ók okkur í fjöllin, mokaði okk- ur út úr sköflunum, gekk með skíðin okkar, lagði brautirnar, gaf okkur kakó. Hann var fararstjóri og port- vörður og okkar helsti stuðnings- maður. Hann skammaði stundum strák- ana en aldrei mig. Ég átti frekar von á klappi á kollinn, kankvísu brosi eða glettni frá honum. Ég kveð Hauk með kærleika í hjartanu. Ásdís Olsen. Kveðja frá samstarfsmönnum við Vörðuskóla og Iðnskólann í Reykjavík Látinn er Sigurður Haukur Sig- urðsson, stærðfræðikennari við Vörðuskóla og síðar við Iðnskólann í Reykjavík. Sigurður hafði starfað um langt árabil við fyrrnefnda skól- ann þegar svo skipaðist til að Iðn- skólinn í Reykjavík yfirtók skóla- starf þar laust eftir 1980. Húsaskipan i Vörðuskólahúsinu breyttist þó ekki og áfram sat því Sigurður í sínu fasta sæti við sitt fasta borð og lauk upp leyndardóm- um stærðfræðinnar í stofunni sinni, stofu sjö. Víst er að margir miðaldra iðnaðarmenn og reyndar fólk úr flestum starfsgreinum minnist þessa jákvæða og raungóða kennara sem með reynslu sinni, þekkingu og brennandi áhuga á fræðigrein sinni gerði kennslustundirnar að eftir- minnilegum atburðum. Einkum átti þetta við þá nemendur sem kunnu að meta stærðfræðina. Öll verkefni og hjálpargögn við námið sem frá honum komu voru handunnin og sett upp á mjög skipu- lagðan og greinargóðan hátt og þeim vinnubrögðum hélt hann áfram þrátt fyrir tölvuvæðingu. Hann gerði þetta á sinn hátt og var ekki síðri en þeir sem beittu nýjum aðferðum Sigurður Haukur Sigurðsson ✝ Sigurður HaukurSigurðsson fædd- ist í Reykjavík 24. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 12. október sl. Útför Sigurðar Hauks fór fram frá Árbæjarkirkju 23. október. Meira: mbl.is/minningar með rit- og gagna- vinnsluforritum. Kennsluna kryddaði hann svo gjarnan með góðri sögu og þá ekki síst frá mælingastarf- inu sem hann stundaði á hverju sumri um langt árabil. Við sam- starfsmenn hans kunnum vel að meta það þegar hann með glettnissvip og neftób- aksdós á lofti skaut hárfínum en stundum beittum athugasemd- um fram og oft fylgdi góð saga með. Þarna var Sigurður í essinu sínu, ekki síður en við kennsluna. Í sumarstarfi sínu við vegamæl- ingar var Sigurður á heimavelli en hann var einkar laginn við að nýta sér reynslu heimamanna af aðstæð- um og leitaðist við að finna bestu og notadrýgstu vegastæðin. Þannig sætti hann oft sjónarmið „fræðing- anna að sunnan“ og heimamanna í héraði þegar kom að vegalagningu t.d. á snjóþungum svæðum. Oftar en ekki sýndi reynslan að hann hafði fundið bestu lausnina. Sigurður var afbragðs skíðamaður og ólatur við að fara með syni sína á fjöll enda náðu þeir langt í íþróttinni. Ljósmyndun var líka eitt af hugðarefnum hans og líkt og annað sem hann tók sér fyrir hendur var það gert vel og af alúð. Nemendur hans nutu þessa áhuga hans því hann kom upp ljósmynda- og framköllunaraðstöðu í skólanum. Fjölmargar ljósmyndir eru vitnis- burður um það ágæta starf. Allir sem kynntust Sigurði eru sammála um að þar fór réttsýnn og góðviljaður maður sem með glað- lyndi sínu og jákvæðu hugarfari hafði sterk áhrif á samferðamenn sína. Síðustu árin við kennslu voru Sig- urði stundum erfið en hann veiktist af sykursýki en hugurinn var óbil- aður og þrátt fyrir alvarleg veikindi stóð hann vaktina eins lengi og stætt var og á löngum starfsferli voru þeir örfáir dagarnir sem hann mætti ekki til kennslu. Góður drengur er geng- inn. Við starfsfélagar hans vottum eft- irlifandi konu hans Guðrúnu, sonum þeirra þremur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd samstarfsmanna, Frímann I. Helgason. Kæri Kiddi minn, kæru bræðurnir hans Kidda míns, og fyrst og fremst kæra Guðrún. „Lífið er óljóst ljós.“ Ég veit ekki af hverju mér datt í hug, þegar ég las skeyti þitt, Kiddi minn, þessi setning úr bókinni „Höfundur Íslands“ eftir Hallgrím, skáldið og bróður hennar Nínu sem ég þjálfaði bæði á skíðum í gamla, gamla daga. Þá vorum við öll – og auðvitað líka minn íslenski bróðir, Haukur – vorum við öll ung og lífið eins og endalaust. Ég tapa bróður. Ég tel Hauk minn ekta bróður – minn íslenska bróður. Sá sem kenndi mér svo mikið, bæði um líf og fólk á Íslandi og jafnvel meira – bæði um líf og fólk á jörð- inni. Ég loka augunum og sé hann úti, í roki og rigningarbæli, einhvers stað- ar á leiðinni á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Hann var að berjast við einhverja skrúfu sem hann varð að fá lausa af ástæðu sem ég man ekki lengur. Við strákarnir vorum inni í bílnum, búnir að reyna á okkur og gefast upp – í heitu og þægilegu andrúmslofti bílsins. Hann var úti. Loksins tókst honum Hauki að gera við bílinn. Hann kom inn í bíl, leit á mig og brosti við: „Aldrei gefast upp!“ sagði hann … „Aldrei.“ Ekki verður allt með orðum tjáð. Ég er svo dapur nú og verð að geyma mínar tilfinningar djúpt í sál- inni. Ekki er hægt að þjálfa viðbrögð við andláti, sagðir þú svo rétt og vel, Kiddi minn. Ég fór bara og settist í stofunni, tók flösku af góðu víni og fékk mér glas af því. Skál fyrir þér – Hauki mínum – mínum góða gamla bróður á Íslandi. Takk fyrir allt sem þú, Haukur æskubróðir minn, þú, Guðrún, kæra, vinsamlega vinkonan mín og síðast en ekki síst þið, Kiddi minn, Siva ljúfa og þið Þorri og Trausti, bræð- urnir góðu – þið öll frá Hábæ 41 – takk fyrir allt sem þið hafið fyrir mig og mína fjölskyldu – eða eiginlega fyrir mitt líf – gert. Je vous embrasse tous trés fort. Gilbert Reinisch, Nice, France. Ég vissi lengi vel ekki að hann héti annað en Haukur, og hann var sex árum eldri bróðir Dóru bekkjarsyst- ur okkar. Þótt aldursmunurinn væri ekki mikill nægði hann til að okkur fannst hann heldur reglufastur. At- vikin höguðu því svo að á mennta- skólaárunum lenti ég með honum eitt sumar í vegamælingar, aðallega til að halda á stöng. Þeir Þorvarður Örnólfsson voru staddir vestur á Skarðströnd þar sem ég var í vega- vinnu þegar Vassi veiktist og Hauk vantaði mann í staðinn. Fyrir bragð- ið sá ég í fyrsta sinn töluvert af land- inu. Við fórum norður í Bitru, fram í Vatnsdal, austur á Reyðarfjörð, í Borgarfjörð eystra og vestur á Mýr- ar. Við héldum oftast til í tjaldi. Þó kom fyrir að við gistum, svosem hjá Jóni í Möðrudal og Sveini á Egils- stöðum. Haukur var þá á náttúru- lækningastiginu. Hann sagði ég gæti farið heim á bæi til að borða ef ég vildi ekki deila kosti með sér. En ég lét mig hafa það. Grundvallarnær- ingin var hráar kartöflur með rús- ínum. En við máttum drekka mjólk og borða rúgbrauð með osti. Ávextir fengust yfirleitt ekki sumarið 1951. Báðir sprungum við reyndar einu sinni á limminu um haustið, hann á heitum blóðmör austur í Vopnafirði en ég féll fyrir nýbökuðum pönnu- kökum með sultu úti á Mýrum. Það var að mörgu leyti lærdóms- ríkt að vera með Hauki. Maður var mjög öruggur í návist hans og vissi að alltaf mætti nefna hann ef lítið lægi við. Hann hafði hug á stærð- fræði og gaman af að leggja fyrir ýmsar þrautir. Hann hafði góðan tónlistarsmekk og miðlaði af honum. Og svo hafði hann þennan einlæga hug á að bæta sjálfan sig og aðra lík- amlega og andlega með reglu- bundnu og skynsamlegu líferni. Kartöfluátið var partur af því. Ég hef grun um að síðar hafi nokkuð dregið úr reglufestunni. Hann var heldur alþýðusinnaður á þessum ár- um, og kunni ýmislegt skrautlegt að segja af lifnaðarháttum fína fólksins heima og erlendis sem fávísum þótti merkilegt. Hvað síðar varð veit ég ekki. Samskipti okkar strjáluðust mikið eftir því sem á leið en þau voru ætíð jafngóð og í gamla daga þá sjaldan við hittumst. Árni Björnsson. Ég hef stundum velt því fyrir mér hver sé munurinn á vini og kunn- ingja. Einn er sá að vininum fylgir fjölskylda sem vinarböndin ná um. Þannig kynntist ég Sigurði Hauki, hann var pabbi æskuvina minna, þeirra Kristins, Sigurðar Þorra og Trausta. Í fyrstu stóð mér stuggur af karlinum. Skörp og eilítið dökk augnumgjörðin, djúp röddin og mik- ill búkur sem var rammur að afli gerðu það að verkum að mér þótti hann lítt árennilegur. Það er merki- legt hversu mikið þessi fyrsta mynd sem Sigurður Haukur fékk í huga mér átti eftir að breytast og hef ég oft hugsað til þess þegar mér verður á að dæma fólk á fyrstu metrunum. Sigurður Haukur var kennari. Ég var svo heppinn að eiga hann sem slíkan, að vísu var hann ekki á launa- skrá hins opinbera heldur var hann mér sem ungum manni til leiðbein- ingar og ráðleggingar. Ekki varð ekki undan því komist að þreyta greindarpróf hjá Sigurði Hauki og eitt sinn þegar ég heimsótti þá bræð- ur vísaði hann mér umsvifalaust inn í forstofuherbergið í Hábænum þar sem ég bögglaðist í gegnum torskilið greindarprófið. Niðurstaðan lá fyrir seinna um kvöldið og var á þá lund að ég væri alls ekki svo vitlaus. Þeg- ar ég lít til baka yfir 30 ára skóla- göngu mína er þetta kannski sú ein- kunn sem hefur gagnast mér hvað best. Það kom snemma í ljós að ég og bræðurnir áttum sameiginlegt áhugamál í skíðaíþróttinni. Ég var hinn glaði amatör en bræðrunum var skíðaiðkunin mikið alvörumál. Sigurði Hauki var slétt sama hvor- um hópnum ég tilheyrði, hann opn- aði fyrir mig afturhlerann á gráa Land Róvernum og um leið dyr að þeirri íþrótt sem síðan hefur gefið mér mesta ánægju í lífinu. Skíða- ferðirnar urðu margar eftir því sem árin liðu en alltaf var hamagangur- inn svo mikill, hrópin og köllin svo há, að hver ferð var sem sú fyrsta, jafnvel eftir að Íslandsmeistaratitlar komu í hús. Ef látið var ófriðlega á leið til fjalla átti Sigurður Haukur það til að byrsta sig við okkur strákana, en skammirnar skullu á bræðrunum líkt og vatn skellur á gæs. Það þótti mér skrítið en var fljótur að taka eft- ir því að þá sjaldan hið stranga yf- irborð birtist leyndist kímnin undir. Þetta hef ég stundum reynt og því miður tekist betur. Nú þegar Sig- urður Haukur er allur, og ljóst er að ekki verða farnar fleiri ferðir, er rétt að þakka fyrir sig. Frekari leiðsögn er ekki að hafa enda var henni þann- ig háttað að einir kæmumst síðar. Guðrún, bræður og fjölskylda, megi minningin um góðan mann lifa. Hannes Petersen. Við Sigurður Haukur hófum nám í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1944. Hann kom úr Ingimarsskóla en ég úr Ágúst- arskóla. Nemendur úr þessum gagn- fræðaskólum fengu þá inngöngu í MR að afloknum prófum sem þeir höfðu þreytt í sínum skólum um vor- ið. Samkvæmt samkomulagi við Pálma rektor hættu stjórnendur gagnfræðaskólanna þar með við þá fyrirætlun að breyta þeim í skóla með stúdentsréttindi. Við Sigurður Haukur settumst hlið við hlið fyrsta daginn í skólanum og sátum saman út námstímann. Hann reyndist hinn besti félagi, skapstilltur og bros- mildur og næmur á spaugilegar hlið- ar tilverunnar. Kennarabrandarar voru kannski ekki eins vinsælir og í gagnfræðaskólanum en þó fengu virðulegir kennarar í MR sinn skammt og mikið var hlegið. Við Sig- urður urðum oft samferða heim úr skólanum og jafnan var komið við heima hjá honum þar sem ég að kynntist foreldrum hans sem alltaf tóku mér vel. Við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál og bar þar íþrótt- irnar hæst . Mikill íþróttaáhugi var í borginni, aðallega vegna nokkurra kappa sem höfðu slegið í gegn á Norðurlanda- og Evrópumótum í frjálsum íþróttum, svo ekki vantaði umræðuefni. Í einkalífi sínu var Sigurður mikill gæfumaður. Hann kvæntist Guð- rúnu Kristinsdóttur Stefánssonar en fyrri kona hans var Sigríður föður- systir mín. Afkomendum hennar kynntist ég á heimili Guðrúnar og Sigurðar. Þrátt fyrir langar fjarvist- ir mínar úr borginni héldum við Sig- urður alltaf sambandi. Við heimsótt- um hvor annan þegar tækifæri gafst og forvitnuðumst hvor um annan og fjölskyldur okkar. Það var greinilegt að fjölskylda hans var mjög samhent og skemmtilegt andrúmsloft ríkti á heimili þeirra hjóna. Hann tók virk- an þátt í áhugamálum sona sinna og það gladdi mig mikið þegar minn gamli vinur sagðist vera kominn með íþróttadellu, ekki minni en ég hafði verið haldinn áður fyrr, og iðka skíðaíþróttina af kappi með drengj- unum bæði hér heima og erlendis. Stúdentar frá 1947 hafa verið dug- legir að halda hópinn og hittast reglulega. Á meðan heilsan leyfði lét Sigurður sig ekki vanta á skemmti- kvöld og í ferðalög á vegum bekkjar- ins. Síðustu árin var hans saknað. MR árgangur 1947 kveður minn- isstæðan bekkjarfélaga og sendir Guðrúnu, sonum þeirra Sigurðar, fjölskyldum þeirra og öðrum ætt- ingjum hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Páll Halldórsson. Sjöfn Jóhannsdóttir ✝ Sjöfn Jóhanns-dóttir fæddist í Fremri-Langey á Breiðafirði 25. októ- ber 1919. Hún lést á Sólvangi 6. apríl síð- astliðinn. Jarðarför Sjafnar fór fram 17. apríl. Meira: mbl.is/minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.