Saga - 1994, Qupperneq 13
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON1
✓
Plágurnar miklu á Islandi
Hér eru færð rök fyrir því að plágan mikla 1402-04 hafi fellt um eða yfir helm-
ing þjóðarinnar, Iíklega milli 50 og 60% hennar, í síðari plágunni, 1494-95, virðist
mannfallið heldur minna, kannski á bilinu 30-50%. Þetta mikla mannfall
sýnir að plágumar hafa ekki getað verið annað en pesl, sami sjúkdómurinn og
gekk í faraldrinum svarta dauða í Evrópu. Víst er þó að hér voru ekki rottur
eða rottuflær til að útbreiða pestina, þannig að íslensku plágurnar em gott
dæmi um geysimannskæða pest sem hefur borist með öðmm hætti, líklega
sem hrein lungnapest. Furðu erfitt reynist að festa hendur á félagslegum breyt-
ingum vegna pláganna, og kannski hefur fólksfækkunin þvert á móti átt þátt
í að halda samfélaginu í gömlum skorðum. Þannig em íslensku plágurnar
fremur öðru dæmi um hve afar mannskæðir faraldrar gátu valdið litlum var-
anlegum breytingum í fábreyttu samfélagi.
I. Inngangur
Plágurnar tvær sem gengu hér á 15. öld, á árunum 1402-04 og 1494-
95, hafa lengi verið íslendingum hugleiknar. Þegar Árni Magnússon,
Páll Vídalín og umboðsmenn þeirra spurðu fólk um eyðibyggðir víðs
vegar um landið í upphafi 18. aldar, var því víða trúað að einstakar
jarðir og heilar byggðir hefðu lagst af í plágunum.2 Hvergi mun hafa
verið sýnt fram á að sennilegt sé að þessi munnmæli séu rétt, og sums
staðar má hrekja þau með rökum.3 Landsnefndin 1770-71 spurði emb-
1 Gunnar vann alla heimildavinnu og er aðalhöfundur greinarinnar. Helgi er með-
höfundur að IV. og V. kafla og ráðunautur um margt annað.
2 Árni Magnússon og Páll Vídalín: Jarðabók II, 107 (Rauðholt í Sandvíkurhreppi. Það
hlýtur að vera misritun í bókinni að það séu „munnmæli, að þessi jörð hafi eyðilagst
í miklu plágunni, sem hjer gekk á landinu Anno 1700 ..." því jarðabókin var gerð í
hreppnum árið 1709), 275-76 (Hrunamannaafréttur), 304-05 (Biskupstungnaaf-
réttur), 363-64, 366-67, 370, 372 (Þingvallasveit); IV, 379 (Langivatnsdalur); VI,
146 (Kot í Saurbæ); XI, 138-39 (Ljósavatnshreppur), 198 (Þegjandidalur), 249 (Dýja-
kot í Reykjahverfi), 281 (Kelduhverfi), 320 (Gunnsteinsstaðir og Stafn í Öxarfirði).
3 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 89 (Langivatnsdalur). - Kristján
Eldjám: „Bær í Gjáskógum í Þjórsárdal," 11-18 (Hrunamannaafréttur).
SAGA, tímarit Sögufélags XXXII - 1994, bls. 11-74