Saga - 1994, Page 16
14
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ið 1403.12 Ekki er sjálfsagt að Halldór hafi verið veikur af pest, því ólík-
legt er talið að lungnapestarsjúklingur semji langa erfðaskrá.13 Engu að
síður bendir þetta til að annálaritarinn hafi haft samtímaheimild fyrir
sér, og er þá fremur ástæða til að taka mark á orðum hans um annað.
„Pláguveturinn", „pláguárið" og „manndeyðahaustið seinnara" eru
nefnd í nokkrum bréfum frá fyrri hluta 15. aldar.14 Ef með þætti þurfa
mundu þau staðfesta vitnisburð Nýja annáls, en engu markverðu bæta
þau við hann.
Nýi annáll rekur feril plágunnar frá ári til árs, 1402-04.15 Þetta segir
hann um upphaf hennar árið 1402: „Item kom út Hval-Einar Herjólfs-
son með það skip, er hann átti sjálfur. Kom þar út í svo mikil bráðasótt,
að menn lágu dauðir innan þriggja nátta ..." Fræðimenn hafa jafnan
gert ráð fyrir að viðurnefnið Hval- væri misritun fyrir það sem hafi
staðið í frumriti, að skip Einars hefði komið út í Hvalfirði.16 En berum
orðum mun það ekki sagt fyrr en í Vatnsfjarðarannál elsta, upphaflegri
gerð Jóns Arasonar, að sóttin hafi komið á land þar.17 Það kemur líka
ágætlega heim við framhald sögunnar í Nýja annál að sóttin hafi breiðst
út þaðan. Um haustið gekk hún fyrir sunnan land, segir annállinn, og
náði að minnsta kosti í Skálholt fyrir jól.
Strax á þessu ári hefur sóttin borist norður í land. Þegar á jóladag
gerðu menn heit á Grenjaðarstað „mot þeirre ogurligri drepsott sem þa
for vestan epter landinv j hverre micill fiolldi lærdra oc leikjrja. rikra
oc fatækra firir svnnan land. j hvnavazþingi oc j skagafirde þa þegar
med fliotvm atbvrdum andaz [hafdi] svo vida var aleytt bædi af
prestvm oc leikmonnvm."18 Þrem vikum síðar var strengt heit á Munka-
þverá „j mote þeim hrædeliga mandavda sem þa stod hardaz yfer
..."19 Kann að mega skilja það svo að þá hafi sóttin verið komin í Eyja-
fjörð, en það er nokkuð djörf túlkun, og ekki eru beinar frásagnarheim-
ildir um gang sóttarinnar austar á Norðurlandi en í Skagafirði. En heim-
12 íslenzkt fornbréfasafn III, 684-88 (nr. 573).
13 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 336.
14 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 80-81 nm.
15 Annálar 1400-18001, 9-11.
16 Annálar 1400-1800 I, 9-10nm. - Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404,"
79-80.
17 Annálar 1400-1800III, 22.
18 íslenzkt fornbréfasafn III, 680 (nr. 569).
19 ísienzkt fornbréfasafn III, 682 (nr. 571).