Saga - 1994, Page 17
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
15
ildir um eyðibyggð á 15. öld eiga eftir að bæta þær upp. Þannig getur
tæpast verið vafi á að plágan hafi gert mikinn mannskaða í Svarfað-
ardal og víðar um Eyjafjörð og raunar langt austur í Þingeyjarþing (V.
kafli).
Árið 1403 kallar annállinn „Manndauðaár hið mikla á Islandi." Þetta
ár getur hann andláts ábótanna í Viðey og á Helgafelli og nafngreindra
manna á Reykhólum, Hvammi (í Dölum væntanlega) og „Þórðar und-
an Núpi". En Þórður Sigmundsson var nafnkunnur bóndi á Núpi í
Dýrafirði.20 Hér er því vísbending um að sóttin hafi að minnsta kosti
komist þangað, þótt auðvitað megi véfengja hvort tveggja, að Þórður
hafi dáið úr henni og að hann hafi endilega dáið heima.
Sama ár hefur sóttin gengið austur eftir Suðurlandi, að minnsta kosti
austur í Skaftafellsþing, því að Nýi annáll nefnir mannfall bæði í klaustr-
unum þar og í grenndinni. Þá segir hann, í beinu framhaldi af frá-
sögninni af plágunni, að þetta ár hafi látist nafngreind hjón austur á
Eiðum. Samkvæmt því ætti sóttin að hafa náð austur á Fljótsdalshérað,
en hún gæti raunar eins hafa borist þangað að norðan, eins og dregið er
upp í íslenskum söguatlas.2'
Árið 1404 byrjar höfundur Nýja annáls á orðunum: „Manndauðavet-
ur hinn síðari. Eyddi þá enn staðinn í Skálholti þrjá tíma að þjónustu-
fólki." Ekki er getið um mannfall annars staðar, og Sigurður Jónsson
bætir því við í Vatnsfjarðarannál elsta að sóttinni hafi létt að páskum.22
Auðvitað vantar mikið á að beinar heimildir séu um pláguna í hverri
byggð landsins. En hvergi er heldur getið um hérað eða byggð sem hafi
sloppið við þessa plágu, en annálariturum var minnisstætt að Vestfirðir
sluppu við þá seinni, eins og brátt kemur að. Loks eru viðaukar Sigurð-
ar Jónssonar við Vatnsfjarðarannál elsta vitnisburður um að plágan hafi
ekki skilið eftir margar eða stórar byggðir. Við árið 1404 bætir hann:
„Andaðist séra Þórður og séra Steinmóður og séra Halldór - þeir réðu
Hólabiskupsdæmi - og allt lærðra manna nema 6 prestar, 3 djáknar og
hér með bróðir að Þingeyrum." Árið eftir segir enn í viðbótum Sigurðar:
/,Þá lifðu ekki í plágunni prestar í Hólastipti nema 6, en varla 50 í
Skálh[olts]b[iskups]dæmi."23
20 íslenzkaræviskrár'V.Wt.
21 íslenskur söguatlas 1,135.
22 Annálar 3400-1800 III, 23. Raunar árið 1405, en annállinn lætur pláguna ekki ber-
ast til landsins fyrr en 1403.
23 Annálar 1400-1800 III, 23.