Saga - 1994, Blaðsíða 18
16
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Til er skrá um kirkjur og presta við þær í Hólabiskupsdæmi frá dög-
um Jóns biskups Vilhjálmssonar um 1430. í nokkrum einstökum atrið-
um er vafamál um túlkun hennar, en Magnús Stefánsson finnur í henni
136 presta, og djáknar eru þar 44.24 Ganga má út frá að skráin sýni
þann fjölda presta og djákna sem á að vera samkvæmt máldögum og
segi því ekkert um hugsanlegan prestaskort eftir pláguna, en aðeins á
einum stað, á Sauðanesi á Langanesi, er talað um prestskyld en ekki
prest. Þótt gera megi ráð fyrir að einhver prestaköll hafi verið óskipuð
fyrir pláguna hafa „lærðir menn" alls varla verið færri en 180. Ef ein-
ungis níu þeirra hafa lifað af er það 95% mannfall.
Lengi hefur verið haft fyrir satt að Páll biskup Jónsson í Skálholti
hafi þóst þurfa 290 presta í biskupsdæmi sitt um aldamótin 1200, og
virðast sæmileg rök fyrir að það sé rétt, þótt mikill ruglingur sé á tölunni
í handritum.25 Frá miðöldum munu alls heimildir um 251 alkirkju í
Skálholtsbiskupsdæmi en 114 í Hólabiskupsdæmi.26 Sé gert ráð fyrir
sama hlutfalli kirkna og presta í báðum biskupsdæmum, miðað við
prestaskrá Jóns Vilhjálmssonar, ættu að hafa verið um 300 prestar í Skál-
holtsbiskupsdæmi, og kemur það vel heim við töluna 290 í sögu Páls
biskups. Hafi 50 prestar lifað af 300 er það 83% mannfall.
Bent hefur verið á að prestar hafi verið í meiri hættu en aðrir í pest
vegna þess að þeir hafi orðið að þjónusta dauðvona fólk.27 Því má ekki
telja upplýsingar um mannfall presta dæmigerðar um manndauða. Hins
vegar eru upplýsingarnar um prestana afar mikilvægar, ef við treyst-
um þeim, vegna þess að þær sýna að ekki hefur verið mikið um að heil-
ar kirkjusóknir slyppu við pláguna. Væru mikil brögð að slíku hefðu
prestarnir bjargast líka. Annálsfærslan vottar því að sóttin hafi gengið
gersamlega um Hólabiskupsdæmi. Ef rétt er hermt að afhroð klerka-
stéttarinnar hafi verið minna í Skálholtsbiskupsdæmi, kann það að
24 íslenzkt fornbréfasafn IV, 379-82 (nr. 414). - Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist,"
79-80.
25 Talan 290 kemur aðeins fyrir í einu handriti Páls sögu og engu handriti kirkna-
skrárinnar sem er talin runnin frá talningu Páls. - Biskupa sögur I (1858), 136 (11.
kap.). - Byskupa sqgur II (1978), 421 (11. kap.). - íslenzkt fornbréfasafn XII, 1-15 (nr.
1). - Sveinbjöm Rafnsson: Prf// Jónsson Skálholtsbiskup, 104-05. - Sbr. Ólafur Láms-
son: „Kirknatal Páls biskups Jónssonar." - Sveinn Víkingur: Getið íeyður sögunnar,
152-70.
26 Magnús Stefánsson: Staðamál, Appendiks I.
27 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 79. - Jón Steffensen: Menning og
meinsemdir, 339.