Saga - 1994, Side 19
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
17
vera vísbending um að einhverjar kirkjusóknir hafi sloppið þar, jafnvel
allt að 10% biskupsdæmisins, en varla meira.
Um síðari pláguna eru heimildir jafnvel enn fátæklegri en um hina
fyrri, enda var enginn annála- eða söguritari á lífi á íslandi þegar hún
gekk yfir, svo að nú sé vitað. Elsta frásagnarheimildin er Gottskdlks-
annáll, eftir séra Gottskálk Jónsson í Glaumbæ í Skagafirði, sem fædd-
ist ekki fyrr en 30 árum eftir pláguna. Hann er líka næsta fáorður um
hana, segir aðeins við árið 1495:28 „Sott og plaga m/cill vw allt la/idíf
nema um Uestfiordu suo at hreppar eyddus og sueitcr at mestu. Ojbiit]
abofi Asgr/mnr at Þmgeyrum."
Næstir að aldri eru Biskupaannrílar séra Jóns Egilssonar í Hrepphól-
um, skráðir árið 1605. Jón var ekki fæddur fyrr en rúmlega hálfri öld
eftir plágu, og aðalheimildarmaður hans, Einar Olafsson, afi Jóns, var
ekki einu sinni fæddur fyrr en þrem árum eftir hana. En Jón segist
hafa rætt við menn sem lifðu pláguna, og sá elsti þeirra þá orðinn 14
vetra gamall. Að sögn Jóns kom plágan til landsins árið 1494, eftir
þing. Hún kom úr bláu klæði enskra kaupmanna og var eins og fugl
að sjá. Um staðinn hefur hann heyrt tvær sögur, sumir segi að það hafi
gerst í Hafnarfirði, aðrir í Vestmannaeyjum. Um gang sóttarinnar og
útbreiðslu um landið hefur Jón svotil ekkert að segja: „Það mannfall
stóð yfir fram til krossmessu um haustið [14. sept.], og eyddi nálega
allar sveitir ..." Síðan kemur ekki annað en litrík og nákvæm frásögn af
mannfalli á heimaslóðum Jóns í uppsveitum Arnessýslu, og verður
hún notuð í IV. kafla.29
Bjöm Jónsson á Skarðsá skrifaði færsluna um síðari pláguna í annál
sinn árið 1639. Hann lét sóttina ganga á árunum 1495 og 1496.30 Á ár-
inu 1495 bætir hann því við upplýsingar Gottskálksannáls að sóttin
hafi gengið um allt ísland „nema um Vestfjörðu frá Holti í Saurbæ;
eyddust hreppar víða." Árið eftir hefur hann þetta að segja:
Andaðist Ásgrímur ábóti og allir kennimenn fyrir norðan, utan
alls 20 með biskupinum. Varð hver einn prestur að hafa 7 kirkj-
ur. Sú plága er sögð og mælt, að komið hafi úr klæði í Hvalfirði.
Kom þá fátækt alþýðufólk af Vestfjörðum, giptir menn með kon-
ur og böm, því fólkið vissi þar auðn bæja fyrir norðan landið;
28 Islandske Annaler, 372.
29 Jón Egilsson: „Biskupa-annálar," 43-44.
30 Annálar 1400-18001, 74-75.
2-SAGA