Saga - 1994, Page 20
18
GUNNAR KARLSSON OG HELGISKÚLI KJARTANSSON
völdu þeir um jarðir sér til ábúðar, og er svo frá þeim komið
margt manna norðanlands. Eru þeir nú fjórða og svo fimmta
manni frá þeim ofan að telja, er nú lifa ár 1639.
Gísli Oddsson Skálholtsbiskup skrifaði annálsbrot á latínu örfáum ár-
um fyrr en Björn á Skarðsá sinn annál. Hann ársetur pláguna 1492,
segir að hún hafi komið á Seltjarnarnes með bresku skipi sem hafi rekið
að landi stjórnlaust því að áhöfnin var öll dáin. Sjávarbændur fóru um
borð og fluttu varning í land, en sýktust af gufu úr gulu klæði úr skip-
inu. „Drepsótt þessi gekk svo yfir þrjá fjórðunga landsins (á Vestfjörðu
kom hún ekki), og ekki rénaði hún fyrr en um Marteinsmessu [11.
nóv.], þegar hún auk fjölda bæja hafði eytt jafnvel heilar sveitir."31
Litlar heimildir finnast um síðari pláguna í skjölum. Þó hefur Jón
Steffensen skorið úr ágreiningi annálanna um tímasetningu hennar
með hjálp skjala.32 Solveig Björnsdóttir gerði erfðaskrá sína heima á
Skarði á Skarðsströnd 17. janúar 1495, og er hún varðveitt í transskrift
aðeins tveimur árum yngri.33 10. apríl sama ár votta þrír menn í bréfi
að þeir hafi verið staddir í stórustofunni í Vatnsfirði 28. mars, þegar
Björn Guðnason „lysti sig þar lögarfa epter Solveigu heitina Biorns-
dottur modursystur sijna. samdægris er hann spurde hennar frafall
...',34 Á milli 17. janúar og 28. mars hefur Solveig því dáið. Andlátsstað
hennar og banamein votta miklu yngri skjöl. Vegna málaferla um arf-
inn eru til tvö vitnisburðarbréf um að hún hafi látist í plágunni á Auð-
kúlu í Svínadal, ásamt syni sínum og fleira fólki sem hafi komið með
henni vestan frá Skarði.35 Öllum annálunum ber saman um að plágan
hafi komið upp sunnanlands, þótt þeim beri á milli um hvort það var í
Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Hvalfirði eða á Seltjamarnesi. Hafi Sol-
veig og hennar fólk flúið pláguna vestan af Skarðsströnd norður í Húna-
vatnssýslu í janúar 1495, og sóttin þó elt þau uppi þar á næstu mán-
uðum, hefur hún ekki borist til landsins síðar en 1494.
Þetta staðfestir líka tylftardómur klerka, útnefndur af Hólabiskupi
9. janúar 1506 til að dæma um kúgildi Hólastaðar í Ytra-Krossanesi í
Kræklingahlíð í Eyjafirði. Þar er haft eftir biskupi „at hann ok heilavg
31 Annálar 1400-1800 V, 484. Þýðing Jónasar Rafnar.
32 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 335-36.
33 íslenzkt fornbréfasafn VII, 242-47 (nr. 297).
34 íslenzkt fornbréfasafn VII, 256 (nr. 307).
35 íslenzkt fornbréfasafn XIV, 582-84 (nr. 413), 609 (nr. 430).