Saga - 1994, Page 21
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
19
holakirkia hefdi mist þessi sex malnytv kugilldi vpp aa tolf aar sidan
sottina."36 Þessi tólf ár hljóta að vera miðuð við fardaga eða sláturtíð að
hausti, og skiptir ekki miklu hvort heldur er. En þá hefur þeim lokið á
árinu 1505 og þau hafist árið 1493; vanskilin hafa fyrst komið fram á
árinu 1494. Ef vitnisburður biskups er tekinn alveg bókstaflega ætti
sóttin að hafa verið farin að raska búskap norður í Eyjafirði strax á árinu
1494, en líklega er ofætlun að gera ráð fyrir að hann hafi talið svo ná-
kvæmlega.
Oljósar heimildir eru um hvenær seinni plágan dó út. Jóni Egilssyni
og Gísla Oddssyni ber að vísu saman um að það hafi verið að hausti,
um krossmessu eða Marteinsmessu, en þeir segja báðir frá henni eins
°g það hafi verið sama árið og hún kom, en það afsanna skjölin um
dauða Solveigar Björnsdóttur. En hér verður ekki komist sanni nær en
fylgja venjunni og segja að sóttin hafi gengið á árunum 1494-95.
Upplýsingar um gang þessarar plágu um landið eru afar gloppóttar.
Astæðulaust er að véfengja annálana um að hún hafi gengið í öllum
landshlutum, nema á Vestfjörðum, og er þó auðvitað hugsanlegt að
hún hafi sneitt framhjá einstökum sveitum og jafnvel héruðum. Björn
á Skarðsá sagði að 20 prestar hefðu lifað af í Hólabiskupsdæmi eða
nokkru fleiri en í fyrri plágunni samkvæmt sögn Sigurðar Jónssonar. í
kirknatali Jóns biskups Vilhjálmssonar frá þvf um 1430 fann Magnús
Stefánsson 108 alkirkjur með prestskyld og 136 presta.37 Hafi kenni-
rnennirnir 20 allir verið sóknarprestar nema biskupinn koma 5,7 kirkj-
ur á hvern að meðaltali. Það fær því hæglega staðist að margir hafi þurft
að þjóna sjö kirkjum. Út frá 19 sóknarprestum eftirlifandi má reikna
hlutfallstölu af 136 prestum og fá út 86% mannfall meðal presta. Sam-
anburður við vitnisburð Sigurðar Jónssonar um mannfall klerka í bisk-
upsdæminu í fyrri plágunni bendir til þess að sú seinni hafi skilið eitt-
hvað meira af prestaköllum eftir ósnortin, kannski um það bil 10%. En
oneitanlega er sá samanburður veikur, og saga Björns sýnir framar
öðru að sóttin hafi herjað um mestan hluta biskupsdæmisins.
Þessir tveir faraldrar eru frá upphafi kallaðir plágur í íslenskum
heimildum, en engar farsóttir aðrar, segir Jón Steffensen. Sama orðið,
plague, var notað um pestina í ensku allt frá 14. öld, en yfirleitt ekki í
öðrum germönskum málum. Jón ályktar af þessu að sóttin hafi komið
36 íslenzkt fornbréfasafn VIII, 82-83 (nr. 78).
37 Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist," 79-80.