Saga - 1994, Blaðsíða 23
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
21
miðja 14. öld. íslenskir miðaldaannálar segja að meira en tveir þriðju
hlutar norsku þjóðarinnar hafi fallið.42 Jón Espólín virðist færa þá áætl-
un yfir á fyrri pláguna á íslandi. Hann giskaði á að íslendingar hefðu
verið 120 þúsund þegar hún gekk yfir „oc ei dáit minna enn tveir hlut-
ir."43 Arið 1882 komst norski sagnfræðingurinn Ernst Sars að þeirri nið-
urstöðu að mannfallið í Noregi hefði ekki numið meira en þriðjungi.
Þeirri skoðun hafa flestir fylgt þar í landi, þangað til aftur nú á sfðustu
árum að sumir hafa giskað á meira mannfall, jafnvel ekki minna en tvo
þriðju, og gert ráð fyrir að landlæg pest hafi haldið mannfjölda í land-
inu niðri fram á 17. öld.44
Agiskunin um þriðjungs mannfall í fyrri plágunni á íslandi kemur
fyrir strax hjá Jóni Aðils árið 1915, sýnilega að fyrirmynd Sars, því Jón
segir:45 „ef getur skal leiða af líkum annarstaðar frá, þá hefir sennilega
þriðjungur landsmanna fallið í sóttinni." Þorkell Jóhannesson kom að
fyrri plágunni í tveimur greinum sem komu báðar út árið 1928.1 grein-
mni „Um atvinnu og fjárhagi á íslandi á 14. og 15. öld", sem birtist í
Vöku, gekk hann út frá að þriðjungur íslendinga hefði fallið.46 í grein-
inni um pláguna miklu í Skírni, sem mun skrifuð síðar, vísaði hann í
Sars um mannfallið í Noregi og taldi að það hefði verið svipað hér. í töl-
um talið varð mannfallið þó heldur meira hjá Þorkatli, því hann áætlaði
að „hafi hér verið eigi færra en 75-80 þús. manna um 1400. Sé gjört ráð
fyrir svipuðu afhroði í Plágunni og varð í Noregi 1349, hafa 40-50 þús.
lifað hér eftir, en látizt allt að 40 þús. manna, og er það sannlegt."47
Þessar tölur gefa kost á að mannfallið hafi verið rúmlega helmingur; ef
40 þúsund látast af 75 þúsundum er það 53% mannfall.
Jón Steffensen kaus að áætla mannfallið í fyrri plágunni út frá stóru-
bólu á árunum 1707-09. í henni hefði látist um fjórðungur íbúanna.
-,Það er líklegt af þeim minningum, sem þessar drepsóttir hafa látið
eftir sig með þjóðinni, að plágan fyrri hafi verið eitthvað skæðari en
bólan. Það mætti gizka á, að um þriðjungur íbúanna hafi fallið í henni
42 Islandske Annaler, 275 (Lögmannsannáll 1349), 404 (Flateyjarannáll 1349).
43 Jón Espólín: Islands Árbækur 1,125.
44 Wallne: „Pest og folketall 1350-1750," 6-7, 34-44.
45 Jón J. Aðils: íslandssaga, 181.
46 Þorkell Jóhannesson: „Um atvinnu og fjárhagi," 24-25.
47 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 85-86. Þorkell vísar í greinina í
Vöku í Skímisgreininni en ekki öfugt. - Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-
1404," 87.