Saga - 1994, Page 24
22
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
... þannig að við lok sóttarinnar hafi mannfækkunin numið '/3 af fólks-
fjöldanum við upphaf hennar."48 Kristín Bjamadóttir reyndi að endur-
bæta áætlun Jóns. Pestin hefði af tvennum sökum verið skæðari en stóra-
bóla. Alltaf batni einhverjum af bólusótt en nánast engum af lungna-
pest, og margir hafa verið ónæmir fyrir bólu hér eftir bólusóttarfar-
aldra 1655-58 og 1670-72. Því taldi Kristín að munur plágunnar og
bólunnar gæti verið meiri en Jón áætlaði og mannfallið í plágunni jafn-
vel 40-50%.49 Þessi leið er varla fær, því að ekki getur verið neitt lög-
mál að ólíkir sjúkdómar eins og pest og bólusótt séu sambærilegir að
smitnæmi.
Aðrir höfundar hafa aðeins sett fram lauslegar ágiskanir án sérstaks
rökstuðnings. Björn Þorsteinsson, sem var allra manna kunnugastur
sögu 15. aldar, mun aldrei hafa látið eftir sér að giska á mannfallstölu í
plágunni fyrr en í síðustu bók sinni, þegar hann segir: „Talið er að þriðj-
ungur þjóðarinnar hafi fallið eða meira og eftir hafi staðið milli 30.000 og
40.000 manns."511 Annars hafa yfirlitsritahöfundar áætlað mannfallið
um eða yfir þriðjung þjóðarinnar, þriðjung til helming, eða einfaldlega
þriðjung.51 Höfundar íslensks söguatlass skera sig úr með því að giska á
mannfall á bilinu frá helmingi upp í tvo þriðju.52
Um manntjón í síðari plágunni hafa fræðimenn sagt fátt annað en að
það hafi líklega verið líkt og í hinni fyrri eða litlu minna, að öðru leyti
en því að Vestfirðingar sluppu með öllu í seinna skiptið.53
IV. Útreikningar eftir annálum
Hér að framan (II. kafli) voru nefndar upplýsingar um prestadauða í
plágunum eftir viðauka Vatnsfjarðarannáls og Skarðsárannál. Voru þær
48 Jón Steffensen: Meiming og meinsemdir, 339.
49 Kristín Bjarnadóttir: „Drepsóttirá 15. öld," 61.
50 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: íslnndssaga lil okkar daga, 149. - Sbr.
Björn Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga, 298-301. - Björn Þorsteinsson og Guðrún
Asa Grímsdóttir: „Enska öldin," 5-9.
51 Einar Laxness: íslandssaga l-ö, 173. - Lýður Bjömsson: Fra' samfélagsmyndun lil sjdlf-
stæðisbaráttu, 96. - Inga Huld Hákonardóttir: Fjarri hlýju hjönasængur, 252.
52 íslenskur söguatlas 1,134.
53 Þorkell Jóhannesson: „Um atvinnu og fjárhagi," 25. - Bjöm Teitsson og Magnús
Stefánsson: „Um rannsóknir á íslenzkri byggðarsögu," 161. - Jón Steffensen: Menn-
ing og meinsemdir, 339. - Lýður Bjömsson: Frá samfélagsmyndun til sjdlfstæðisbaráttu,
96-97. - Kristín Bjarnadóttir: „Drepsóttir á 15. öld," 61.