Saga - 1994, Side 27
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
25
verður að skilja svo að bæði meðal presta og lægri klerkdóms hafi allir
dáið sem í Skálholti voru 1402. Af öllum vígðum mönnum lifði biskup-
inn einn; þeir þurfa ekki að vera nema tíu í upphafi plágu til að mann-
dauðinn reiknist 90%.
Einnig virðist manndauðinn vera gríðarmikill meðal leikmanna á
þessum þremur stöðum. Fræðimenn telja að heimilisfólk í Skálholti
hafi ekki verið færra en f 00 til 200 manns.57 Ef við gerum ráð fyrir 100
leikmönnum verður mannfallið 98% í fyrstu lotu. Síðan „eyddi ... enn
staðinn ... þrjá tíma að þjónustufólki", sömuleiðis skaftfellsku klaustur-
staðina báða. í þessu felst mjög mikið mannfall, þó ekki endilega ger-
eyðing, enda tekið fram um Þykkvabæ að þar lifði um síðir einn leik-
maður; ef hann er talinn einn af tuttugu58 verður mannfallið 95%. Hins
vegar er hugsanlegt að einhverjir hafi flúið frá svona stöðum, þar sem
veikin kom upp á ný eftir að hún hafði lokið sér af í nágrenninu, þann-
>g að „eyðing" staðanna spegli ekki alls kostar mannfall af plágunni.
Hér eru sem sagt vísbendingar um manndauða frá tæpum 60% og
UPP í 90% og þaðan af meira. Lægri tölurnar miða við fámenna hópa
klerka og klaustrafólks; hærri tölurnar eiga við stærri hópa og venju-
legra fólk, en þær byggjast hins vegar á óljósari upplýsingum.
En nú er manndauði á þessum þremur stöðum: Skálholti, Þykkvabæ
og Kirkjubæ, varla dæmigerður fyrir landið í heild. Hann er í besta
lagi dæmigerður fyrir þau heimili sem plágan kom á. Þar virðist mikill
meirihluti fólks hafa dáið. Að sama brunni ber frásögn af plágunni
síðari í Biskupaannálum Jóns Egilssonar. Á eftir því sem haft var eftir
Jóni í II. kafla segir hann:59
6- í þessari sótt var svo mikið mannfall, að enginn mundi eður
hafði heyrt þess getið, því margir bæir eyddust, og þeir voru
flestir að ekki urðu eptir á bænum utan iij menn eða ij, stundum
börn, og það optast tvö eða mest þrjú, og stundum veturgömul,
og sum voru að sjúga mæðumar dauðar; af þessum sá eg eina,
og var kölluð Túngufells-Mánga, hún var iij vetur60 hér í Galta-
felli, hún deyði þá eg var xxx ára; aðra sá eg, sú hét Halldóra,
57 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 84. - Jón Steffensen: Memiing og
meinsemdir, 329.
58 Sbr. að skömmu eftir að klaustur lagðist niður í Viðey voru þar 20 vinnuhjú. - Ámi
Óla: Viðeyjarklaustur, 47.
59 Jón Egilsson: „Biskupa-annálar," 43.
60 Utgefandi stingur upp á að þetta eigi kannski að lesast: „hún var þrevetur".