Saga - 1994, Side 28
26
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
hún var móðir síra Gríms, er hélt Hruna, hún hafði verið vetur-
gömul í þeirri plágu; hún deyði þá eg hafði xxxiv; þar sem að
voru ix syskin, þar urðu eptir ij eða iij. Þessi sótt var iij árum fyr
en síra Einar Olafsson, afi minn, var fæddur.
Hér virðist Jón lýsa því sem hann taldi vera dæmigert mannfall, að á
hverjum bæ lifi eftir tveir til þrír (stundum líka enginn) og af níu syst-
kinum líka tvö til þrjú. Ef fólksfjöldi á bæ er áætlaður sex til níu lætur
nærri að upplýsingar Jóns samsvari 70% manndauða. Er það síst meira
en Nýi annáll gefur til kynna. En ætla má, ef eðli sóttarinnar var hið
sama, að manndauðinn hafi verið svipaður í plágunum báðum á þeim
heimilum sem veikin náði til á annað borð. En hve miklum hluta heim-
ilanna náði hún? Jón Egilsson heldur áfram frásögninni á þessa leið:61
7. Einn mann sá eg, þann er var xiv vetra í þeirri plágu, og eg
talaði við hann, sá hét Jón og var Þorbjamarson, faðir Þórdísar í
Odda, en afi síra Odds í Hraungerði og þeirra syskina. Jón
sagði mér, að hann hefði átt heima í Asi hjá Hmna, og þar hefði
engin sótt komið og enginn maður dáið, og ekki heldur hefði
nein sótt komið upp í Hamarsholti, og engin á Efri-Þórisstöðum
í Grímsnesi, né heldur í Kaldárhöfða; þessa iiij bæi þá tilgreindi
hann, það engin sótt hefði komið. í Skapholti62 var eptir eitt bam,
og á hverjum degi sagði hann iij eða iiij, og stundum (fleiri),
flutta vera til kirkjunnar í einu, og þó að færi vi eða vii til kirkj-
unnar með þá dauðu, þá komu ekki aptur utan þrír eða mest
fjórir; þeir dóu þá er þeir tóku öðrum grafirnar, og fóru þar svo
í sjálfir; konurnar sátu og dauðar við keröldin í búmnum, og
undir kúnum og með skjólumar á veginum, svo að iij og iiij
fóru í margar grafir ...
Jón Þorbjarnarson kann sem sagt ekki að nefna nema fjóra bæi í
uppsveitum þar sem sóttin kom ekki, tvo í Hrunamannahreppi, tvo í
Grímsnesi, engan í Biskupstungum sem eru þar á milli. Jón annáls-
höfundur hefur engu við þetta að bæta.63 Vitaskuld er það oftraust á
61 Jón Egilsson: „Biskupa-annálar," 43-44.
62 Bær með þessu nafni þekkist ekki, en gæti verið hvort sem er Skaftholt í Gnúp-
verjahreppi eða Skipholt í Hrunamannahreppi.
63 Hann mun hafa alist upp á Snorrastöðum í Laugardal (sem hefur þá vafalaust til-
heyrt Grímsneshreppi), gekk í Skálholtsskóla í Biskupstungum og varð prestur í
Hrepphólum í Hrunamannahreppi árið 1571. Hann hefur því getað haft góðar
spumir af plágunni í þessum sveitum öllum.