Saga - 1994, Side 32
30
GUNNAR KARLSSON OG HELGISKÚLI KJARTANSSON
pestin hafi valdið fólksfjöldakreppu í Noregi, en það byggist á því að
hún hafi verið þar landlæg í nagdýrum og sífellt drepið börn og ungl-
inga sem höfðu ekki ónæmi eftir síðustu farsótt.72 Engin rök eru til að
gera ráð fyrir slíku á Islandi.
En hvernig ætli fólksfjölgun hafi verið varið eftir plágurnar, og hve
ör er sennilegt að hún hafi verið? Um það er ekki á öðru að byggja en
ágiskunum, og þær verða nokkuð flóknar vegna samspils fólksfjölgun-
ar og aldursskiptingar. Hér má styðjast við hjálpargögn um sennilegt
samhengi ýmissa fólksfjöldastærða,73 en fyrst þarf að gefa sér nokkrar
upphafsforsendur.
Við hugsum okkur að áratugina fyrir 1402 hafi fólksfjöldi á íslandi
verið stöðugur og laus við sveiflur, fæðingar og dauðsföll jafnmörg ár
eftir ár. Þetta er einföldun; sjálfsagt hefur landsmönnum fjölgað eitt-
hvað í meðalári en hallæri og farsóttir valdið fækkun þess í milli, en
það breytir væntanlega ekki miklu að hugsa sér þær sveiflur jafnaðar
út. Segjum enn fremur að frjósemi og manndauði hafi verið með svip-
uðum hætti og á 19. öld, þegar upplýsingar verða tiltækar, þó þannig
að meðalævi hafi verið heldur skemmri og frjósemi minni; öðrum kosti
myndi fólksfjöldinn ekki standa í stað. Þá má miða við að meðalævi
kvenna hafi verið 35 ár, og hver kona, sem lifði frjósemiskeið sitt á
enda, hafi alið að jafnaði tæplega fjögur böm. Meðalaldur mæðra má
áætla 33 ár, líkt og á 19. öld.74 Fæðingar hefðu samkvæmt þessu verið
þrjár á ári á hverja 100 íbúa, dauðsföll jafnmörg. Af 100 íbúum væru
um 55 á aldrinum 20-64 ára, og héldist sá fjöldi stöðugur með því að
árlega næðu um 1,7 ungmenni tvítugsaldri.
Nú kemur plágan mikla og þjóðinni fækkar stórlega, öllum aldurs-
flokkum jafnt. Dánartíðni í hverjum aldursflokki breytist væntanlega
lítið, nema hvað hallæra gætir kannski hóti minna þegar landrými er
72 Wallee: „Pest og folketall 1350-1750," 9,16,34-44.
73 Coale and Demeny: Regional Model Life Tables and Stable Populations; hér verða
einkum notaðar töflur á bls. 226-27,256-59 og 352-53.
74 Þetta er allhár meðalaldur mæðra, og felst í áætluninni sú forsenda að það hafi verið
hár giftingaraldur alþýðukvenna sem hélt meðalfrjóseminni í skefjum, af því að
margar þeirra hafi verið í vistum langt fram á frjósemisaldur. Annar möguleiki
væri að konur hafi yfirleitt gifst ungar en aðrar verið í vistum ævilangt; þá verður
meðalaldur mæðra lægri. í þriðja lagi er hugsanlegt að flestar konur giftist ungar,
en þá verður meðalævin að vera enn styttri til að halda fólksfjölda stöðugum.