Saga - 1994, Side 33
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
31
nóg; segjum að meðalævi lengist um 2-3 ár.75 En frjósemi getur aukist
mikið ef greiðara verður fyrir fólk að hefja búskap á ungum aldri. Setj-
um svo að frjósemi aukist - á fáeinum árum sem það tekur að mynda
heimili og fjölskyldur eftir umrót plágunnar - upp í rúmlega sex börn
a ævi hverrar konu,76 og meðalaldur mæðra lækki í 29 ár. Svo mikil
frjósemi myndi, ef hún héldist til frambúðar, leiða til fólksfjölgunar um
2% á ári. En fyrstu áratugina yrði fólksfjöldaþróun sveiflukennd vegna
breytinga á aldursskiptingu. Fæðingum myndi fljótt fjölga í nærri 5 á
ari á hverja 100 íbúa, og væri fólksfjölgun þá um 1,6% á ári.77 Næstu
20 árin, eða fram undir það, héldist fæðingafjöldinn svipaður, af því að
fullorönu fólki væri ekki farið að fjölga, heldur aðeins bömum og ungl-
mgum, og væri þá hlutfallsleg fólksfjölgun heldur minnkandi. Hún
færi aftur að vaxa þegar stórir árgangar, fæddir eftir plágu, kæmust á
barneignaaldur, en nálgaðist ekki 2% fyrr en eftir allmarga áratugi,
þegar langvarandi fólksfjölgun hefði gert roskið fólk og aldrað tiltölu-
lega fátt svo að lítið munaði um háa dánartíðni þess. Þannig er ekki
fjarri lagi að miða við 1,3% á ári sem meðalfjölgun fyrstu áratugina.
Það er hins vegar ekki fólksfjöldinn í heild sem mestu skiptir um
byggð og auðn í sveitum, heldur fjöldi fullorðinna. Ef miðað er við ald-
ursflokkana 20-64 ára færi þeim ekki að fjölga fyrr en röskum tuttugu
arum eftir plágu, u.þ.b. 1426. Af þeim fimm, sem áætlað var að fædd-
ust á hverja 100 íbúa fyrst eftir plágu, ná varla nema þrír tvítugsaldri,
°g myndi það í fyrstu valda nálægt 1,3% árlegri fjölgun í aldursflokk-
unum 20-64 ára. En næstu tuttugu árin færi það hlutfall heldur lækk-
andi, af því að það eru alltaf jafnstórir árgangar sem ná tvítugsaldri, en
heildin stækkar sem þeir bætast við.
75 Nýi annáll getur að vísu um mannskæðar sóttir vetuma 1420 og 1421 en frásögnin
bendir til að þær hafi verið minni háttar. Fyrra árið „Deyði það fólk flest, er var á
sextugs aldri, fátt eldra." En seinna árið „Deyði þennan vetur margt hraust fólk,
fátt eldra en á þrítugsaldri, og eigi yngra en xx ára gamalt." - Annálar 1400-1800
1,23.
Á seinni hluta 19. aldar virðast konur víðast hvar á landinu, sem á annað borð
gengu í hjónaband og lifðu fram á efri ár, hafa átt um sex böm að jafnaði. - Sjá Gísli
Ágúst Gunnlaugsson: „Fólksfjölda- og byggðaþróun 1880-1990", 96. Af sömu rit-
gerð er höfð hliðsjón víðar í þessari áætlun, sömuleiðis upplýsingum í Tölfræðihand-
bók 1974.
77 A 15 ámm eftir móðuharðindi, 1786-1801, fjölgaði íslendingum um 24,6% eða um
1,6% á ári að meðaltali. Þá hefur frjósemi samt verið heldur minni en hér er gert ráð
fyrir eftir plágurnar, en landsmenn hins vegar tiltölulega margir á barneignaaldri.