Saga - 1994, Page 34
32
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Þetta er þó ekki það eina sem gerir samhengi fólksfjölda og eyði-
byggðar allflókið mál. Ahrif pestardauðans á byggð í landinu hafa mik-
ið farið eftir því hve þröngbýlt þar var fyrir.
Ef fólksfjöldinn um 1400 var ekki meiri en þurfti til að halda öllum
jörðum í byggð, þá hefði byggðum býlum átt að fækka við pláguna nokk-
urn veginn jafnmikið og fólkinu, og fjölga svo aftur í hátt við fjölgun
fullorðins fólks. Lögbýli hafa verið um 4.000 eða ríflega það,78 en einnig
má gera ráð fyrir rótgrónum hjáleigum og tvíbýlum þannig að eigin-
legar bújarðir hafi verið nokkru fleiri. En jafnvel 5.000 jarðir geta hald-
ist í byggð ef í landinu eru 5.000 fimm manna fjölskyldur,79 þ.e. 25.000
manns. Það er langt undir þeim mannfjölda sem oftast er gert ráð fyrir
á íslandi á miðöldum. Jafnvel varlegar áætlanir taka mið af manntal-
inu 1703, þegar landsmenn töldust yfir 50.000, og er þá gert ráð fyrir
að fólksfjöldi á miðöldum hafi sveiflast um og innan við það mark.80
En 1703 var líka þröngt í sveitum landsins. Fjölskylduheimili voru
um 7.600, nærri tvö á hvert lögbýli að jafnaði. Þar komu til tví- og marg-
býli, hjáleigur, þurrabúðir og húsmannsfjölskyldur. Og mannfjöldi á
hverju fjölskylduheimili var 6’/2, enda var þá fjöldi fullorðins fólks í
vinnumennsku, sumt jafnvel á sveitinni, sem ekki vantaði annað en líf-
vænlegt jarðnæði til að geta búið eigin búi. Talsverður mannfellir í slíku
þjóðfélagi þarf ekki að leiða til byggðareyðingar nema rétt í svipinn.
Þegar nóg framboð verður á jarðnæði getur fólk yfirgefið þurrabúðir og
hjáleigur og fengið í staðinn þokkalegar jarðir til ábúðar. Sömuleiðis get-
ur fullorðið vinnufólk eða húsfólk fengið jarðnæði og hafið eigin búskap.
Mjög rýrar eða gallaðar jarðir hverfa kannski úr byggð, en til þess að
bærilegar jarðir haldist í eyði til lengdar hlýtur að þurfa gríðarmikla
fólksfækkun.
Fólksfjöldi á miðöldum hefur stundum verið áætlaður mun meiri en
á síðari öldum, enda hefur náttúra landsins getað staðið undir meiri
framleiðslu þegar gróðurlendi var víðlendara og gróskumeira. Það færi
nærri áliti ýmissa fræðimanna að gera ráð fyrir 75.000 íbúum um
78 Einar Laxness: íslandssaga l-ö, 53.
79 Þar af væri að jafnaði l'/2 bam undir 15 ára aldri, miðað við forsendur dæmisins að
ofan, einn maður yfir fimmtugt, en Vh á góðum starfsaldri. Það er varla óraunhæf
stærð sveitaheimilis ef fólk hefur nóg tækifæri til að búa eigin búi; heimili bama-
fólks væru að jafnaði eitthvað stærri, en fámenn heimili roskins fólks héldu meðal-
talinu niðri.
80 Ólafur Lámsson: „Befolkning i oldtiden. 5. Island," 134-35.