Saga - 1994, Page 35
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
33
1400.81 Þá hefðu heimili væntanlega verið enn fleiri en 1703, meira um
hjáleigubændur, búðsetumenn eða eitthvað slíkt. Nema þá að fleiri fjöl-
skyldur hafi verið saman í heimili, t.d. þannig að ung hjón sætu í búi
foreldra sinna eða réðu sig saman í vinnumennsku, og væru þau þá
líkleg til að sækjast eftir eigin jarðnæði ef nóg af því væri á lausu.82
Svona mikill fólksfjöldi ætti að gera enn hægara að fá ábúendur á jarðir
sem eyðst hefðu við mannfækkun.
Þannig eru óvissuþættirnir margir, sem hafa þarf í huga, en engu að
síður skal nú huga að heimildum um byggðareyðingu eftir plágur 15.
aldar.
A árunum milli 1970 og 1980 var gerð umfangsmikil samnorræn
könnun á eyðingu byggðar á Norðurlöndum á síðmiðöldum. Á íslandi
voru þrjú svæði könnuð, Suður-Þingeyjarsýsla, austurhluti Skagafjarðar
og þrír hreppar á Snæfellsnesi. í grófum dráttum varð afraksturinn sá
að umtalsverð auðn fannst í Þingeyjarsýslu og Skagafirði á 15. og 16.
öld, og að minnsta kosti í Skagafirði virtist mega tengja hana við plágu-
faraldrana. Á hinn bóginn fundust ekki merki um auðn á Snæfells-
riesi. En engar upplýsingar þessara kannana virðast svo tæmandi að
nokkur leið sé að draga af þeim ályktanir um hlutfallslega eyðingu
byggðar. Bjöm Teitsson áætlaði til dæmis að byggð býli hefðu verið um
280 til 325 í Suður-Þingeyjarsýslu á 14. öld. Hann fann 34 örugg eða
líkleg eyðibýli á árabilinu 1420-50, eða 10-12% allra býla. En það er
hvorki hámarkstala né lágmarkstala. Ekki er vitað hve mörg önnur
býli kunna að hafa verið í eyði á þessu skeiði sem ekki er getið um í
heimildum, né heldur hvort öll býlin 34 voru í eyði samtímis.83 Skort-
ur á ummerkjum um eyðingu á Snæfellsnesi reynist stafa af heimilda-
skorti fremur en ummerkjum um samfellda og óraskaða byggð.84
Þorkell Jóhannesson rekur heilmörg dæmi um eyðibyggð á áratug-
unum eftir fyrri pláguna, án þess að reyna að reikna hlutfallslega eyð-
ingu eða mannfall út frá þeim, enda eru heimildirnar margar torráðn-
81 Björn M. Ólsen: „Um skattbændatal 1311," 341, 356. - Einar Laxness: Islandssaga
l-ö, 61. - Sbr. líka tilvitnuð ummæli Þorkels Jóhannessonar í III. kafla.
82 Hitt er ólíklegt að miðaldaheimili hafi verið stórum fjölmennari en á síðari öldum
án þess að skiptast í fleiri en einn fjölskyldukjama; þá hefðu giftar konur verið svo
fáar að hinar ógiftu hefðu þurft að standa undir miklu af viðkomu þjóðarinnar.
83 Desertion and Land Colonization in the Nordic Countries, 100-01. - Björn Teitsson:
Bosetning i Suður-Þingei/jarsýsla, 23-37,51-53,64-67.
84 Eiríkur Guðmundsson o.fl.: Sjávarbyggð undir Jökli, 53-82.
3-SAGA