Saga - 1994, Page 37
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
35
gert 1394, máldagarnir séu sýnilega víða hrein afrit eldri máldaga.90
Það má raunar ráða af Ólafsmáldögum sjálfum að þeir segja lítið sem
ekkert um eyðibyggð. Þeir eru mikið safn máldaga frá mestum hluta
Hólabiskupsdæmis með upplýsingum frá ólíkum tímum allt frá 1461
til 1510, langmest þó frá biskupsárum Ólafs Rögnvaldssonar, 1460-
95.91 Um rúmlega 50 kirkjur er sagt frá hve mörgum bæjum á að gjalda
tolla til þeirra, en aðeins einu sinni er tekið fram að jörð sé í eyði, þegar
brugðið er út af venjunni og bæirnir taldir upp með nöfnum.92 Um
Grenjaðarstað segir í máldögunum: „liostol(l)r oc heytollr at fornu af
xix. bæium." En það er einn af fáum máldögum sem hefur upplýsing-
ar frá árunum eftir seinni pláguna og lýkur á árinu 1500.93 Þar er bæja-
fjöldinn því líklega talinn fram á eyðibýlatíma eftir pláguna, þegar
enginn vissi hve marga bæi ætti í raun að telja til sóknarinnar. Ólafs-
máldagar segja sem sagt ekkert markvert um eyðingu byggðar í plág-
unni fyrri.
Þrír flokkar heimilda virðast hins vegar til þess fallnir að sýna eyð-
ingu byggðar innan hálfrar aldar eftir fyrri pláguna: Vísitasíur Jóns
Hólabiskups Vilhjálmssonar frá árunum 1429-32; skrár um jarðeignir
fjögurra kirkjustofnana á Norðurlandi á árunum 1446-49; og skrá um
jarðeignir Guðmundar Arasonar ríka á Reykhólum 1446.
Af vísitasíugerðum ]óns Vilhjálmssonar eru til brot frá árunum 1429-
32. Elsta brotið, frá 1429, segir frá 22 kirkjum í Eyjafirði og Þingeyjar-
þingi. Þar segir um Urðir í Svarfaðardal: „Heytollr oc liostollar af xvj
bæiom. ero nu fimm æinar af þeim bygdar." Annars er í þessu broti
aðeins tekið fram um þrjár kirkjur hve margar jarðir liggi til þeirra að
tollum eða kirkjusókn: Vellir í Svarfaðardal hafa 30, Myrká fimm, Ár-
skógur ellefu, og er hvergi tekið fram hvort þær séu í byggð eða eyði.94
En næst þegar Jón biskup vísiteraði á þessum slóðum, tveimur árum
seinna, voru fimm jarðir í eyði af 15 sem þá töldust liggja til Árskógs.95
bá verður að ætla að eitthvað af sókninni hafi líka verið í eyði 1429, og
verður þá ekki heldur ályktað af þögn heimildarinnar að allir bæir hafi
90 Björn Teitsson: Bosetning i Suður-Þingeyjarsýsla, 52.
91 íslenzkt fornbréfasafn V, 247-361 (nr. 233-314).
92 íslenzkt fornbréfasafn V, 348 (LXXIV. Víðidalstunga).
93 íslenzkt fornbréfasafn V, 283 (XXVI).
94 íslenzkt fornbréfasafn IV, 371-79 (nr 413). „aas. skogr." undir Árskógi mun skv.
registri (776) eiga við eina jörð, Minni-Árskóg.
95 íslenzkt fornbréfasafn IV, 466 (nr. 509).