Saga - 1994, Page 38
36
GUNNAR KARLSSON OG HELGISKÚLIKJARTANSSON
verið í byggð í Valla- og Myrkársóknum. En landauðnar í Urðasókn er
sjálfsagt getið vegna þess að hún hafi verið óvenjulega mikil.
Tvær síðari vísitasíur Jóns biskups eru frá 15 kirkjum í Eyjafirði og
Þingeyjarþingi 1431 og frá 37 kirkjum í Skagafirði og Húnaþingi
1432.96 Aðeins tvisvar er þar getið um byggingu á eignarjörðum kirkn-
anna: Laufáskirkja er sögð eiga fimm jarðir og þrjár þeirra óbyggðar,
Grenjaðarstaður 17 jarðir, þar af 15 byggðar og þrjár óbyggðar (svo að
einhvers staðar skakkar þar einni jörð). Um fjölda bæja sem eiga sókn
til kirkju, eða gjalda þangað tolla, er hins vegar getið í 17 tilfellum. I níu
þessara sókna er getið um eyðijarðir, þar með talin ein jörð sem sagt er
að ekki hafi goldist af tíund um mörg ár. Þessar upplýsingar um sókn-
arbæi eru dregnar saman í töflu 1. Þar sem aðeins er getið um fjölda
bæja í kirkjusóknum, en ekki sagt hvort þeir eru í byggð eða ekki, er
heildartalan sett innan hornklofa í dálk byggðra býla. Tölurnar munu
eiga við lögbýli; af hjáleigum var sjálfkrafa goldið til sömu kirkju og af
höfuðbólinu, og það var naumast talin jörð í eyði þótt hjáleiga legðist af.
Við upplýsingar töflunnar má auðvitað slá ýmsa vamagla. Mesta óviss-
an felst í því hvernig skilja beri vísitasíurnar þegar þær tilgreina bæja-
fjölda í sókn en segja ekkert um eyðibýli. Táknar það að öll býli séu í
byggð, þannig að í sóknunum til samans séu aðeins 19% bæja í eyði?
Það er ótrúlegt, sbr. það sem fyrr segir um Árskógssókn; einnig væri
það sérkennileg dreifing ef nærri helmingur sóknanna væri alveg laus
við eyðibýli en í hinum væri fullur þriðjungur jarða í eyði. En að sleppa
þessum sóknum úr dæminu - og fá út 35% jarða í eyði - myndi vafa-
laust skekkja úrtakið, því að fremur er getið um fjölda eyðijarða þar sem
þær em tilfinnanlega margar. Um eina eða tvær eyðijarðir er einungis
getið í litlum kirkjusóknum, og þrjár eyðijarðir eru í tveimur litlum
sóknum og einni stærri. í hinum stærri sóknunum eru eyðijarðir ekki
tilgreindar nema þær séu margar, fimm eða fleiri. Þannig má ganga út
frá einhverri vantalningu eyðijarða, þó þannig að 19% sé nær sanni en
35%. Hófleg áætlun er að telja 25% jarða í eyði í öllum sóknunum.
Sóknirnar sautján eru víðs vegar um Norðurland og í ólíkum byggð-
arlögum, svo að þær ættu að vera sæmilegt úrtak úr öllu Hólabiskups-
dæmi. Það veldur raunar nokkurri óvissu hve þungt Urðasókn vegur í
fjölda eyðibýlanna. í þessu úrtaki er hún eini fulltrúi sveita með mjög
96 íslenzkt fornbréfasafn IV, 464-69 (nr. 509), 510-14 (nr. 550).