Saga - 1994, Page 40
38
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Spyrja má hvort því valdi ekki einkum eyðing byggðar í bólusótt sem
gekk hér að sögn annála og skjala árið 1431.97 En við þurfum víst ekki
að hafa áhyggjur af því. Bólusóttir gengu hér reglulega á 20-50 ára
fresti síðan á 13. öld og áttu sinn stöðuga þátt í að halda mannfjöldan-
um í skorðum.98 Engar heimildir eru um að bólan hafi verið sérstaklega
mannskæð 1431. Auk þess er varla ástæða til að ætla að hún hafi verið
farin að leggja býli í eyði sumarið 1431; auðnin er þó talsvert meiri í
vísitasíunum sem voru gerðar þá en árið eftir, og vísitasíugerðin frá
1429 sýnir enn meiri auðn í þeirri einu sókn þar sem slíks er getið.
Áður en lengra er haldið er rétt að hyggja að annarri heimild um
eyðibyggð á Norðurlandi þar sem eru eignaskrnr priggja norðlenskra
klaustra frá árunum 1446-47 og jarðaskrá Hólastaðar frá 1449.
Árið 1446 á Munkaþverárklaustur 43 jarðir, auk heimajarðarinnar.
Þar af eru 29 leigðar fyrir hundrað eða meira, ein fyrir 15 aura (90 áln-
ir), sex fyrir tíu aura (60 álnir) og ein fyrir eina mörk (48 álnir). Fyrir
sex jarðir fékk staðurinn enga leigu.99 Þorkell Jóhannesson segir um
þetta að „af ýmsum jörðunum er leigan svo lág, að búskapur virðist
hafa verið þar lítill eða enginn.''100 Hér er kosið að draga mörkin milli
90 álna og 60 álna leigu. Þá telst 31 jörð í byggð, með heimajörðinni, en
13 í eyði eða 30%.
Sama ár á Reynistaðarklaustur 51 jörð, auk heimajarðar. Þar af voru
37 byggðar fyrir meira en hálft hundrað, fjórar fyrir 40-50 álnir (2-2’/2
vætt skreiðar). Við eina byggða jörð er engin landskuld talin. Við tvær
jarðir stendur: „bykt om iij aar x aurom adra hundrat a sidasta" (með
svolítið frábrugðinni stafsetningu í seinna skiptið), og segir Þorkell það
merkja að jarðirnar hafi verið að byggjast úr auðn og leigan hækkuð frá
ári til árs. Loks eru taldar sjö „oda jarder vnder ronastad þau jngen
ero kogylde med", og eru þær byggðar fyrir 20-40 álnir.1111 Hér eru því
38 jarðir byggðar fyrir meira en hálft hundrað, með heimajörðinni. En 14
teljast ný- eða óbyggðar, eða 27%.
Möðruvallaklaustur átti 34 jarðir byggðar árið 1447, þar af aðeins eina
97 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 283-84.
98 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 276-80.
99 íslenzkt fornbréfasafn IV, 699-700 (nr. 732).
100 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 90.
101 íslenzkt fornbréfasafn IV, 700-02 (nr. 733). - Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla
1402-1404," 90.