Saga - 1994, Síða 41
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
39
fyrir minna en hundrað (5 vættir skreiðar eða 100 álnir), auk heimajarð-
ar. Þá eru taldar 39 eyðijarðir, að meðtöldum tólf jörðum í Grímsey, ým-
ist með engri landskuld eða lágri, þó ein með hundrað.102 Þorkell setur
spurningarmerki við töluna tólf jarðir í Grímsey og getur sér þess þar
að auki til að auðnin þar, og jafnvel á fleiri jörðum Möðruvallaklausturs,
stafi frá hernaði Englendinga nyrðra árið 1424.103 En árið 1713 voru tíu
jarðir í Grímsey og ein hjáleiga, með 21 ábúanda alls.1114 Þar getur því
ekki skakkað neinu sem skiptir máli, ef eyjan hefur öll verið í eyði 1447.
Ekki þekkjum við heldur heimildir um að Englendingar hafi eytt
Grímsey. Hannes Pálsson hirðstjóri segir í kæruskjali árið 1425 að þeir
hafi eytt Ólafsfjörð og Hrísey, en aðeins að þeir hafi brennt kirkjuna í
Grímsey.105 Engar Möðruvallaklaustursjarðir voru í Ólafsfirði eða Hrís-
ey 1712,106 og ólíklegt virðist að Englendingar hafi stundað slík fjölda-
morð hér að þeirra sjái stað í auðn byggðar tveimur áratugum seinna. A
hinn bóginn er ekki ólíklegt að Hannes Pálsson hafi kennt Englend-
mgum um landauðn sem í rauninni hafi fremur verið sök plágunnar.
Við sjáum því ekki rök til að draga neitt frá fyrir þetta og reiknum 35
jarðir klaustursins byggðar en 39 óbyggðar eða 53%.
Hólastað eru taldar 186 jarðir árið 1449, að meðtöldum tveimur ónefnd-
um eyðikotum. Þar af voru 163 byggðar með kúgildum, sumar að vísu
með lágri leigu, allt niður í tvær vættir fiska (40 álnir). í einu umboði
staðarins eru eyðijarðir taldar sérstaklega, átta talsins, og leigðar fyrir
allt að mörk (48 álnir). Tvö ónefnd eyðikot eru talin með leigðum jörð-
um. Hér verður síðar nefnt dæmi þess að óbyggðar jarðir eru kallaðar
eyðikot á síðmiðöldum og virðist því ekki ástæða til annars en halda að
þetta séu jarðir fremur en hjáleigur, enda er annað kotið leigt fyrir 40
álnir. Tvisvar eru nafngreindar jarðir taldar saman með annarri jörð,
vafalaust af því að þær eru í eyði nýttar frá henni. Níu jarðir eru leigðar
án kúgilda, lágri leigu, sú dýrasta á 60 álnir, og af einni er engin leiga
greidd. Loks er ein jörð leigð með hækkandi leigu úr 60 álnum í hundr-
að í þrjú ár, sjálfsagt nýbyggð.107 Út úr þessu dæmi kemur að Hóla-
102 íslenzkl fornbréfasafn IV, 710-12 (nr. 743).
103 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 90.
104 Árni Magnússon og Páll Vídalín: larðabók X; 310-16.
105 Björn Þorsteinsson: „Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar," 152.
106 Árni Magnússon og Páll Vídalín: /arðabók X, 19-39,97-100.
107 Islenzkl fornbréfasafn V, 35-41 (nr. 35).