Saga - 1994, Page 44
42
GUNNAR KARLSSON CXS HELGI SKÚLI KJARTANSSON
pláguna hafi 20% jarða komist í sjálfsábúð. Þótt leigujarðir séu ekki
nema 80% jarða í fjórðungnum og 25% þeirra í eyði, þá eru þó 20%
fjórðungsins í eyði. Og þótt byggðum jörðum hefði ekki fjölgað um
meira en 15% á sautján árum, þá hefðu samt átt að vera 30% jarða í eyði
þegar vísitasíur Jóns biskups voru gerðar. Sú áætlun virðist mjög var-
leg á grundvelli eignaskránna, en hins vegar í hæsta lagi miðað við
vísitasíugerðirnar sjálfar (sbr. töflu I og meðfylgjandi umræðu). Látum
við hana gilda sem málamiðlun milli heimildaflokkanna tveggja og
áætlum að 30% Norðurlcmds hafi verið íeyði um og upp úr 1430.
Samkvæmt dæminu, sem rakið var hér að framan, hefði fullorðnu
fólki átt að fjölga árin fyrir 1431 /32, líklega um 1,3% á ári í fimm til sjö
ár, eða alls um fast að 10%. Ef byggðum jörðum hefur fjölgað jafnhratt
hefðu 36% allra jarða á Norðurlandi átt að vera í eyði fram yfir 1420, áður
en fullorðnu fólki byrjaði að fjölga eftir pláguna.
Þurrabúðabyggð hefur varla verið mikil á Norðurlandi um 1400, en
væntanlega eitthvað um tvíbýli og hjáleigur og e.t.v. líka fjölskyldu-
fólk í húsmennsku eða vistum. Fjöldi slíkra fjölskyldna er þó, eins og
fyrr segir, mikilli óvissu háður, en sjálfsagt hafa þær að mestu leyti
horfið eftir pláguna, fært sig á lögbýlin meðan þau lágu á lausu. Þann-
ig hefur fjölskyldum á Norðurlandi fækkað meira en samsvarar fjölda
eyðibýlanna. Segjum t.d. að fyrir plágu hafi allar jarðir verið byggðar og
fjölskyldur verið 15% fleiri en jarðir; eftir pláguna hafi fjölskyldur hins
vegar verið 36% færri en jarðir (36% jarða í eyði og ekki nema ein fjöl-
skylda á hverri byggðri jörð); þá hafði fjölskyldum fækkað um 44%.
Auk þess hafa heimilin orðið fámennari. Ef heimilisfólki hverrar fjöl-
skyldu hefði fækkað um 15% (t.d. samsvarandi fækkun úr 6,5 - eins og
1703 - í 5,5), þá hefði 45% fækkun fjölskyldna samsvarað 52% fólks-
fækkun. Það er sá mannfellir í plágunni á Norðurlandi sem einna best
samræmist vísitasíugerðunum og eignaskránum, raunar með mikilli
óvissu vegna þeirra mörgu ágiskana sem reikningurinn er háður.
Einhver kann að segja að hér sé einblínt á afleiðingar plágunnar og
gleymt að hugsa út í annað sem kunni að hafa valdið eyðingu byggðar:
kólnandi loftslag, eldgos, uppblástur og vaxandi útræði.111 En við höf-
um ekki trú á að byggilegar jarðir fari í eyði af þessum orsökum ef eft-
111 Björn Teitsson og Magnús Stefánsson: „Um rannsóknir á íslenzkri byggðarsögu/
171-76.