Saga - 1994, Page 46
44
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
það kunni að þykja ósennilegt) eða ötull að byggja jarðir sínar, jafnvel
öðrum fljótari til að selja jarðir sem ekki tókst að leigja. Beinna Iiggur þó
við að álykta að dæmið sýni minni auðn á Vestfjörðum, þar sem eignir
Guðmundar voru næstum allar, en norðanlands, þaðan sem hin byggð-
ardæmin eru öll. Þrjár eyðijarðir Guðmundar á Hornströndum benda á
þráláta auðn í afskekktri sveit, samsvarandi Grímsey eða Urðasókn á
Norðurlandi, en í meginbyggðum Vestfjarða virðast jarðir yfirleitt komn-
ar í byggð fjórum áratugum eftir pláguna. Þá hefur varla verið í eyði
öllu meira en 20% jarða á Vestfjörðum þegar fullorðnu fólki byrjaði að
fjölga á ný eftir pláguna. (Miðað við að 1,1% árleg fjölgun í 20 ár jafn-
gildir fjölgun úr 80 í 100.) Kannski hafði plágan komið léttar niður á
Vestfjörðum en Norðurlandi (fleiri afskekktar sveitir sloppið). Aðalskýr-
ingin er þó líklega sú að byggðargerðin hafi verið frábrugðin, á Vest-
fjörðum hafi verið meira um hjáleigubúskap og þurrabúð og því auð-
veldara að koma lögbýlunum í byggð þrátt fyrir mikla fólksfækkun.
Hinar fáu eyðijarðir Guðmundar Arasonar eru þannig tæplega rök-
semd fyrir því að plágudauðinn á landinu í heild hafi verið til muna
minni en á Norðurlandi.
Það stendur þá eftir sem ályktun af byggðarsöguheimildum að þær
bendi helst til u.þ.b. 50% mannfækkunar í plágunni fyrri. Þetta er
augljóslega mikilli óvissu háð, svo að varla ætti að orða það nánar en
40-60%. Fyrir pláguna síðari 1494-95 hefur fólksfjöldi væntanlega verið
kominn nokkurn veginn í samt lag eftir fyrri pláguna. Ef gert er ráð
fyrir 50% mannfalli í plágunni fyrri og 0,8% fjölgun á ári þaðan í frá,
næst sami fjöldi og fyrir plágu á 87 árum, eða um 1491.
Afar lítið er af skjölum um byggð á jörðum á áratugunum eftir seinni
pláguna. Þar virðist ekkert nothæft fyrr en clsti hluti Sigurðarregisturs
svokallaðs, sem geymir máldaga Hólastaðar, klaustranna í Hólabisk-
upsdæmi og nokkurra kirkna þegar Jón Arason tók við Hólum árið
1525.115
I eign Hólastaðar eru taldar 264 nafngreindar jarðir, heilar eða hálfar,
auk allrar Óslandshlíðar, Kolbeinsdals, Hjaltadals og Skagafjarðar aust-
an Héraðsvatna, suður að Djúpadal. Engin þessara nafngreindu jarða er
sögð í eyði; hins vegar er þar talin „biarnastadahlid med nockrum
eydekotum", og talin eru „þriv eydikot hiáá Reykium." Á eftir þessari
115 íslenzkt fornbréfasafn IX, 293-334 (nr. 266-78).