Saga - 1994, Page 47
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
45
romsu kemur: „Jtem þesse ejdikot. med aungum husum." Þau eru
síðan talin 15 og ekki öll nein smákot; þar eru meðal annars Kambur í
Deildardal og Húsey í Hólmi (20 hundraða jarðir árið 1709)116 og
Grímsstaðir á Fjöllum. Þá er bætt við: „hofdu þesse eidekot flest obygd
verid vm næstu .xxx. áár og leingur. nema nedranes og husey." Stend-
ur heima að þar séu komnar jarðir sem fóru í eyði í seinni plágunni og
höfðu ekki enn byggst upp aftur. í jörðunum 264 kunna þá vel að vera
emhverjar sæmilega húsaðar eyðijarðir sem hafa kannski verið í byggð
af og til síðan í plágunni.117 Og örugglega hefur ekki verið tekið fram
þótt jarðir væru í eyði á þeim svæðum sem Hólastóll átti svo gersam-
lega að einstakar jarðir voru ekki taldar upp. Hér er því eina ráðið að
telja 264 jarðir í byggð, auk þess sem Hólastaður er sjálfur talinn byggð
]orð til að halda reglunni. Eyðikotin hjá Bjamastaðahlíð hafa ekki verið
færri en þrjú, svo að við getum með vissu talið 21 býli í eyði. Auðnin í
jörðum talin er þá um 7,3%.
Munkaþverárklaustri eru taldar 59 jarðir, heilar eða að hluta, og eng-
m þeirra sögð vera í eyði, Þingeyraklaustri 61 jörð byggð og 35 óbyggð-
aU Möðruvallaklaustri 45 jarðir, auk hluta í Grímsey og Flatey, og ekk-
ert tekið fram um byggingu, Reynistaðarklaustri 43 byggðar og sjö í
eyði. Þá koma máldagar kirknanna sem reynast eiga frá fjórum (Lauf-
as) og upp í a.m.k. 23 jarðir (Grenjaðarstaður), og er hvergi minnst á
byggingu þeirra. Við trúum ekki að jarðir Munkaþverárklausturs,
Möðmvallaklausturs og Grenjaðarstaðar hafi allar verið byggðar meðan
svo mikil auðn var annars staðar og kjósum því að taka aðeins með í
reikninginn eignir þar sem eitthvað kemur fram um eyðijarðir. Þá verð-
ur dæmið eins og sýnt er í töflu III. Auðnin virðist hafa verið um 15%
þrem áratugum eftir pláguna. Ef við hins vegar sleppum Hólastóls-
eignum úr útreikningnum, vegna þess að þar séu eyðijarðir sjálfsagt
vantaldar, þá fáum við 106 jarðir byggðar en 42 í eyði, samtals 148, sem
gefur 28% auðn. En þar með væri úrtakið skekkt, því að það er sjálfsagt
ekki einungis vegna vantalningar að Hólajarðir reiknast hlutfallslega
ferri í eyði en klausturjarðirnar. Enda höfðu þær líka, eins og við sáum
áður, byggst upp hraðar eftir pláguna fyrri.
Hvað sem öðm h'ður er hér helmingi minna í auðn af jörðum Reyni-
!16 Árni Magnússon og Páll Vídalín: Jarðabók IX, 103,241.
Björn Teitsson: Bosetiiiiig i Suður-Þingeyjarsýsla, 54.