Saga - 1994, Page 50
48
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
aldurinn hófst árið 1894, gekk mest í Asíu en náði aðeins allt til Frakk-
lands og Englands.120 Miðaldafaraldurinn kom til Noregs árið 1349.
Hann náði til Færeyja, að sögn íslenskra annála, en ekki til Islands.121
í læknisfræði hefur pest löngum verið lýst þannig að hún búi í svörtu
rottunni (Rattus rattus) og berist frá einni rottu til annarrar með flóa-
tegund sem lifir á henni. Ef flærnar finna ekki rottur til að stinga leita
þær að öðrum hýslum og eiga þá til að gera sér að góðu að stinga menn.
I mönnum veldur sýkingin oftast kýlapest með kýlum á bitstað eða í
eitlum, oft á stærð við egg eða appelsínu. En stundum nær sýkingin
strax inn í blóðrás og veldur dauða áður en líkaminn nær að bregðast
við með því að mynda kýli, jafnvel innan fárra klukkutíma. Kýlapest er
banvæn og drepur að meðaltali um 60% þeirra sem sýkjast. Hún smit-
ast ekki milli manna. En smit hennar getur náð í lungu fólks og sýkin
farið að ganga sem lungnapest frá manni til manns, og hún drepur
nærfellt eða alveg alla sem sýkjast. Meðgöngutíminn er einn til tólf
dagar, sjaldan meira en vika, og sjúkdómurinn gerir oftast út af við
manninn innan tveggja til sex sólarhringa eftir að hann veikist. I köldu
og röku lofti geta sýklar lifað jafnvel mánuðum saman, til dæmis í
fatnaði, og sýkt þá sem anda að sér lofti sem hefur komist í snertingu
við hann.122
Nú hefur jafnan verið talið að engar rottur hafi verið á íslandi á 15.
öld. Þess vegna hafa sumir efast um að plágurnar hafi getað verið pest.
Það gerði Ömólfur Thorlacius líffræðingur og síðar rektor í útvarpser-
indi árið 1965 og kom þar af stað líflegum umræðum um eðli þeirra.123
Jón Steffensen svaraði því til að pestarsýktar flær gætu lifað mánuðum
saman í röku og svölu lofti. Þær hefðu því getað leynst í farangri þeirra
sem fluttu pestina og sýkt þá sem losuðu skipið. Þeir hefðu þá fengið
kýlapest og sýkt enn aðra af lungnapest. Jón vissi að mannaflær og lýs
geta borið pest en taldi ekki hugsanlegt að þær gætu viðhaldið skæðum
faraldri. í rottufló veldur pestarsýkillinn því, miklu frekar en í öðrum
120 Walloe: „Pest og folketall 1350-1750," 16-17.
121 Islandske Annaler, 223-24 (Annálsbrot frá Skálholti), 275-76 (Lögmannsannáll), 404
(Hateyjarannáll).
122 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 320-24. - The Cambridge World History of
Human Disease, 628-30 (Ann G. Carmichael). - Walloe: „Pest og folketall 1350-
1750," 12-13.
123 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 321. - Kristín Bjarnadóttir: „Drepsóttir á
15. öld," 59.