Saga - 1994, Page 52
50
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
einmitt það að pestin barst aðeins tvisvar til íslands styður það að hún
hafi borist fyrir sérstaka tilviljun.126 Raunar taldi Sigurjón Jónsson
læknir líklegt að pest hefði borist hingað annað kastið á 15., 16. og jafn-
vel 17. öld, en ónæmi margra hefði komið í veg fyrir að hún yrði að
meiri háttar plágum.127 Engu að síður stendur það óhaggað sem hér
skiptir mestu, að pestin barst um öll nálæg lönd um miðja 14. öld og
varð víða landlæg þar. Fyrr eða síðar hlutu tilviljanir að raðast þannig að
hún næði yfir íslandsála. Svo má spyrja hvort ferð sóttarinnar til ís-
lands kalli á afskaplega ólíklega röð tilviljana. Upplýst er að sýktar flær
og pestarsýklar í fatnaði geta lifað í köldu og röku lofti margfaldan
þann tíma sem siglingin tók. Þar að auki gátu skipverjar gengið með
sýkina alla leiðina, án þess að vera einu sinni orðnir veikir þegar kom á
land. Menn geta gengið með pest í allt að tólf sólarhringa, var haft eftir
Jóni Steffensen hér á undan. Kannski eru það ýkjur, sem Snorri Sturlu-
son segir, að Þórarinn Nefjólfsson hafi siglt frá Noregi til íslands á
fjórum sólarhringum snemma á 11. öld.128 En á 16. öld sigldu Eng-
lendingar til Islands á átta sólarhringum, og um 1600 var talin viku-
sigling frá Islandi til Hamborgar.129
Svo má spyrja hvaða sjúkdómur hefði getað valdið því mannfalli sem
varð á Islandi í plágunum, ef það var ekki pest. Ömólfur nefnir inflú-
ensu og taugaveiki og segir að Sigurjón Jónsson hafi velt þeim mögu-
leikum fyrir sér, þótt hann hallist frekar að pest.130 Það er raunar ekki
alveg rétt haft eftir. í bók Sigurjóns, Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi
1400-1800, eina ritinu sem Örnólfur vísar til eftir hann, segir að mann-
fallið í plágunum nægi „til þess að taka af allan vafa um það, að pest
var þarna á ferð." Engin sótt önnur hefði strádrepið fólk eins, og síst
jafnskyndilega og annálar greina, nema hugsanlega bólusótt. En hana
útilokar Sigurjón af tveimur ástæðum. Önnur er sú að bóla gekk rúm-
lega 20 árum fyrir fyrri pláguna og hefur skilið allan þorra fólks yfir
tvítugu eftir ónæman. Hin er sú að annálaritarar þekktu bólu vel og
kölluðu hana bólu.131 Faraldrarnir sem Sigurjón gefur kost á að hafi
126 Kristín Bjarnadóttir: „Drepsóttir á 15. öld," 59.
127 Sigurjón Jónsson: Sóttarfar og sjúkdómar, 20-29.
128 íslenzk fornrit XXVII, 215 (Ólafs saga helga, 125. kap.).
129 Björn Þorsteinsson: Enskar heimildir um sögu íslendinga, 50.
130 Örnólfur Thorlacius: „Hvaða drepsótt barst hingað árið 1402?", 6-7.
131 Sigurjón Jónsson: Sóttarfar og sjúkdómar, 13-14.