Saga - 1994, Page 53
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
51
verið inflúensa eða taugaveiki, en telur þó fremur vera minni háttar
pestarfaraldra, gengu hér á 16. öld, á árunum 1541 og 1546.132 Ekki
verður bent á neinn læknisfróðan mann sem hefur haldið því fram að
svo mannskæðir faraldrar sem gengu hér 1402-04 og 1494-95 hafi
getað verið annað en pest. Inflúensa er sjaldan sögð valda meira en 1%
rnannfalli, taugaveiki um 10% meðal þeirra sem sýkjast.133 Dílasótt
(útbrotataugaveiki, typhus exanthematicus) er sögð geta valdið stöku
sinnum allt að 40% mannfalli.134 En Sigurjón útilokar hana í 16. aldar
farsóttunum vegna þess að hún hefði væntanlega orðið hér landlæg ef
hún hefði borist til landsins.135 Ef einhver vill svara því til að hér hafi
getað gengið dæmalaust mannskæðir faraldrar af einhverjum þessara
sjúkdóma vegna sérstakra, óþekktra aðstæðna, eða stökkbreytingar í
sýklategund, þá geta slíkar skýringar væntanlega eins átt við pest. Og
þá á vandamálið ekki lengur við íslensku plágurnar sérstaklega, því að
eins má þá ætla að eitthvað af plágunum annars staðar í Evrópu hafi
verið af slíku tagi. Þar hefur líka verið bent á margt sem skýrist illa af
rottuflóasmiti, og hefur sumum dottið í hug að aðrir sjúkdómar hafi
verið þar að verki að hluta til, kannski miltisbrandur (anthrax), sem einn-
ig smitast á milli dýra og manna.136 En engar þessara kenninga virðast
hafa náð verulegum hljómgrunni. Hér er því ekki ástæða til annars en
gera ráð fyrir að plágumar á íslandi hafi verið pest, eins og plágur 14.
aldar í Evrópu.
Enn er þó eftir að ræða hvers konar form pestarinnar gekk á íslandi.
Norski læknirinn Lars Walloe fjallaði um pestina í Noregi í grein árið
1982 og lagði einkum kapp á að sýna fram á að pestarfaraldramir í
Porðanverðri Evrópu hefðu ekki smitast með rottuflóm. Walloe benti á
fjölda hugsanlegra smitbera án þess að gera skýrt upp á milli þeirra.
Hundar og kettir gætu sýkst af pest; mýs hefðu sums staðar reynst
mikilvægir smitberar og gætu tekið lungnapest og smitað fólk beint af
henni. Einn fræðimaður hafi fært sterk rök að því að mannafló sé helsti
wiðill plágunnar, einkum í löndum þar sem fólk gangi mikið klætt.
132 Sigurjón Jónsson: Sóttarfar og sjúkdómar, 22-24.
133 The Cambridge World History of Human Disease, 807 (Alfred W. Crosby), 1071
(Charles W. LeBaron and David W. Taylor).
134 The Cambridge World History ofHuman Disease, 1081 (Victoria A. Harden).
135 Sigurjón Jónsson: Sóttarfar og sjúkdómar, 23.
136 The Cambridge World History ofHuman Disease, 277 ((Ynez Violé O'NeiII), 582 (Lise
Wilkinson).