Saga - 1994, Page 54
52
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Loks bendir Walloe á að alvarlegir lungnapestarfaraldrar hafi gengið í
Mansjúríu veturna 1910-11 og 1920-21. Þá hafi komið upp margir
minni háttar lungnapestarfaraldrar í Síberíu og víðar á 20. öld, og
kannski hefðu þeir orðið meiri háttar ef heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki
kunnað ráð til að stöðva þá.137
Annar norskur læknir, Per Oeding, hefur fjallað sérstaklega um plág-
urnar á íslandi og stutt þá skoðun Walloe að þar hafi gengið pest án
rottuflóa. Þó dregur hann í efa kenningu Jóns Steffensen um hreina
lungnapest. Annars vegar séu annmarkar á að pest sem aðeins smitist
frá dauðvona sjúklingi til næsta manns geti haldist við í landinu á
annað ár. Hins vegar sé mannfallið sem Jón Steffensen gerði ráð fyrir,
þriðjungur íbúa, helst til lítið fyrir lungnapest sem drepur alla sem
sýkjast. Af þessum ástæðum taldi Oeding líklegra að pestin hefði borist
um ísland með mannafló sem flutti hana í kýlapestarformi frá manni
til manns.138
Loks hefur norskur sagnfræðingur, Ole jergcn Benedictow, skrifað um
síðmiðaldaplágumar á Norðurlöndum doktorsritgerð sem kom út árið
1992. Benedictow leggur mikið kapp á að sýna fram á að pest geti ekki
gengið sem mannskæð farsótt, síst í dreifbýli, nema fyrir milligöngu
rottuflóa. Hann hafnar kenningu Jóns Steffensen um lungnapestina
einkum með þeim rökum að mesti lungnapestarfaraldur sögunnar, í
Mansjúríu 1910-11, hafi aðeins drepið um 60.000 manns meðan íbúar
landsins voru um tólf milljónir og mannfallið því aðeins verið um 0,4%.
- Því miður segir hann ekki hve mikið mannfallið var þar sem pestin
gekk. - Kenningu Oeding um kýlapest fyrir milligöngu mannaflóar-
innar hafnar hann einkum á grundvelli athugana sem hafi sýnt að
mannafló safni ekki nægilegu sýklamagni til að sýkja fólk í stórum stíl,
né hafi sýktur mannslíkami nægilegt sýklamagn í blóði til að sýkja eða
magateppa flær.139 Mikla útbreiðslu sóttarinnar í Noregi skýrir Bene-
dictow að hluta til með því að rottuflær hafi þróað með sér hæfileika til
að lifa í komi. Veikin hafi borist til afskekktra byggða með flóm í korni
sem var selt þangað.140
Ekki nægir þó þessi hæfileiki rottuflóarinnar til að skýra gang sótt-
137 Wallee: „Pest og folketall 1350-1750," 12-15, 33-34.
138 Oeding: „Pest pá Island i det 15. árhundre," 3196-200.
139 Benedictow: Plague in the Late Medieval Nordic Countries, 214-64.
140 Benedictow: Plague in the Late Medieval Nordic Countries, 177-92.