Saga - 1994, Síða 55
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
53
arinnar um ísland án rotta. í fyrsta lagi mundi það krefjast meiri korn-
flutninga milli byggða á íslandi en nokkur rök eru til að gera ráð fyrir. I
öðru lagi tekur Benedictow sjálfur fram að rottuflær þurfi blóð til að
geta verpt, svo að stofninn helst ekki við til lengdar án hýsilsins.141
Kenning Benedictow stendur því og fellur með búsetu rottunnar á Is-
landi, enda gerir hann hiklaust ráð fyrir að hér hafi verið rottur. Að
sjálfsögðu voru rottur þar, segir hann. Annars hefðu íslendingar ekki
haft neina ástæðu til að halda ketti. Svarta rottan ferðast með skipum
og kýs sér gjaman far með harðfiski og ull, og má nærri geta að hún
hefur haft næg tækifæri til að komast til íslands löngu fyrir 1400.
Astæða þess að menn hafa ekki grafið upp rottubein þar sýnir bara hvað
fornleifarannsóknir eru skammt komnar á þessu sviði.142
Vel má taka undir það með Benedictow að sennilegast væri að svarta
rottan hefði náð að verða landlæg á íslandi á 13. öld eða þaðan af fyrr,
þegar Þjóðverjar sigldu að staðaldri til Björgvinjar og Björgvinjarkaup-
rnenn til Islands. Samt er ráðlegt að líta á staðreyndir.
Engar samstæðar upplýsingar munu liggja fyrir um dýrabein í ís-
lenskum fornleifafundum frá miðöldum. En ekki fara spurnir af því að
neins staðar hafi fundist rottubein, og þær takmörkuðu rannsóknir
sem hér eru tök á að vísa til gefa neikvæða niðurstöðu. Thomas Amorosi
hefur dregið saman í fyrirlestri niðurstöður beinarannsókna frá sjö
stöðum og ólíkum tímabilum víðs vegar um landið, án þess að hafa
rúm til að skýra hve nákvæmar þær eru. En þar koma ekki fyrir nein
bein úr villtum spendýrum, nema örlítið úr refum og hreindýrum.143
Aðrar tiltækar athuganir benda í sömu átt. Rottubein finnast þannig
fyrst á Bessastöðum frá 17. öld, og þá af brúnu rottunni (Rattus
norvegicus), sem annars er varla þekkt í Evrópu fyrr en á 18. öld.144
Samkvæmt orðabók Fritzners koma orðin rotta og valska ekki fyrir í
íslenskum eða norskum textum frá miðöldum.145 Valskar mýs eru nefnd-
'41 Benedictow: Plague iu the Late Medieval Nordic Countries, 180.
!42 Benedictow: Plague in the Late Medieval Nordic Countries, 157-60, 219.
4 43 Amorosi: „Contributions to the Zooarchaeology of Iceland," 208-09.
4 44 Norse and Later Settlement and Subsistence in the North Atlantic, 123,172-73.
145 I einu handriti Áma sögu biskups ber maður viðumefnið rottuhryggr, og hefur það
komist þaðan inn í viðaukabindi orðabókarinnar. - Fritzner: Ordbog over Det gamle
norske Sprog IV, 293. - En leshátturinn virðist kominn úr 18. aldar handriti, og önn-
ur handrit hafa ketluhryggr. - Biskupa sögur I (1858), 780nm, sbr. lxxv. - Árna saga
biskups (1972), 173, sbr.' xxxvi, cviii.