Saga - 1994, Side 58
56
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
annálum sem algerlega banvænum faröldrum.156 Aldrei er getið um
neinn sem hafi veikst og náð sér aftur. Oeding datt að vísu í hug að átt
væri við það í Nýja annál þegar segir:157 „aleyddi bæi víöa, en fólkið var
ekki sjálfbjarga, það eptir lifði, í mörgum stöðum." En sennilega á höf-
undur við hitt, að fólk hafi verið ósjálfbjarga af því að fyrirvinnur eða
vinnufólk skorti. Um það nefnir annállinn dæmi frá Kirkjubæjar-
klaustri rétt á eftir:158 „Eyddi staðinn þrjá tíma að manfólki, svo að um
síðir mjólkuðu systurnar kúfénaðinn, þær er til voru, og kunnu flest-
allar lítið til, sem von var, er slíkan starfa höfðu aldrei fyrri haft."
Hér verður þó ekki reynt að úrskurða hvort pestirnar voru frekar
kýlapest eða lungnapest. Kannski hafa þær verið einhvers konar blanda
þeirra, og kannski er smitleiðin enn ófundin. Hér skiptir hins vegar
mestu máli að plágurnar gengu um Island á 15. öld, án þess að þær
smituðust með rottuflóm. Vegna þess að óvenjulega augljóst er að hér
voru ekki rottur eru íslensku plágumar kannski einmitt ein besta sönn-
un þess að síðmiðaldaplága gat valdið um eða yfir helmings mannfalli á
stómm svæðum, án þess að hún smitaðist með rottuflóm.
VII. Áhrif pláganna
Um áhrif pláganna á hugsanir fólks og tilfinningar hefur Siglaugur
Brynleifsson fjölyrt mest. Hann dvelur lengst af við pestarfaraldurinn
í Evrópu, en kemur síðan að fyrri plágunni á Islandi og segir meðal
annars:159
Sú ógn og skelfing, sem fylgdi Svarta-dauða var svo róttæk og
náði svo djúpt niður í sálardjúp þjóðarinnar, að mat og viðmiðun
breyttist frá því, sem fyrr hafði verið. Hinn gamalkunni heimur
og heimsmynd rambaði á glötunar barmi, öryggisleysið sýndi
mönnum gjörla haldleysi mannlegrar viðleitni og mennskt vam-
arleysi gagnvart dauðanum. Fótunum virtist sem kippt undan
hefð og vana, allt gat gerzt og ekkert stoðaði gegn skelfinum,
manndauðanum. Ottinn við heimsendi leið hjá hérlendis eins og
annars staðar, þegar plágunni létti, en þrengingamar og upp-
156 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 338.
157 Anndlar 1400-1800 1,10. - Oeding: „Pest pá Island i det 15. árhundre," 3199.
158 Annálar 1400-18001,10-11.
159 Siglaugur Brynleifsson: Svarti-dauði, 150.