Saga - 1994, Page 59
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
57
lausnin hófu heimsendi þess kunnuglega heims, sem var sam-
félag manna fyrir pláguna. Samfélag, sem jaðrar við upplausn
og algjöra eyðingu, verður ekki samt, eftir að ógninni léttir.
Um þetta eru auðvitað engar heimildir. í þeim er afar lítið að hafa um
huglæg viðbrögð fólks við plágunum. En meðal ytri ummerkja um
hugarfarsbreytingu nefnir Siglaugur aukinn lífsþorsta og eftirsókn
eftir lífsgæðum, skartgirni. Jafnframt telur hann að kristni hafi breyst
og nefnir innilegra trúarlíf, Maríudýrkun og helgikvæðaskáldskap.160
Hann og fleiri tala um að lögleysur og lögbrot hafi aukist.161
Það mun rétt að íslensk yfirstétt tók upp ýmsa nýja tísku í klæðaburði
á 15. öld, til dæmis hneppt föt, og auðugar kirkjur voru búnar skart-
legum altaristöflum úr alabastri.162 En auðvelt er að skýra það með nýj-
um tækifærum sem verslunarsambandið við Englendinga skapaði á 15.
öld. Og varla verður sagt að plágurnar hafi gert Islendinga lífsgæða-
þyrsta eða nýjungagjarna til lengdar. Einmitt á tímabili pláganna höld-
um við að íslendingar hafi runnið inn í alþekkt stöðnunar- og afturfar-
arskeið sem stóð fram á 19. öld. Blómatími helgikvæða er talinn hefjast
um miðja 14. öld, og frá síðari hluta þeirrar aldar er þekktasta helgi-
kvæði okkar, Lilja. Ekki munu finnast skýr merki þess að helgikveð-
skapur hafi aukist eftir pláguna.163 Það getur varla verið annað en álykt-
un fræðimanna að lögleysur og lögbrot hafi aukist við pláguna. Sú skoð-
un virðist ekki vera í íslenskri söguhefð; þannig segir Jón Espólín um
15. öld:164 „Vígaferli hafa mörg verid í þessari öld ..., oc svo rán oc
gripdeildir, enn þó miklu færri enn í hinni fyrri, var oc mannfólkid
miklu færra ..."
Yfirleitt virðist til lítils að fjölyrða um hugarfarsáhrif pláganna. Hver
lesandi verður að reyna að ímynda sér fyrir sig áhrif þeirrar hugar-
raunar að vita pláguna færast nær og nær og taka með sér um eða yfir
helming alls fólks.
Um efnahagslegar afleiðingar pláganna hefur talsvert verið fjallað,
einkum hinnar fyrri, og þar er meiri von að komast að sannfærandi
niðurstöðum á grundvelli heimilda. Pestin er almennt talin hafa átt að
160 Siglaugur Brynleifsson: Svarti-dauði, 159-60.
161 Siglaugur Brynleifsson: Svarti-dauði, 162. - Jón Jóhannesson: íslendinga saga II, 156.
162 Björn Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga, 308-09.
163 Hugtökog heiti íbókmenntafræði, 115-17. - Jónas Kristjánsson: „Bókmenntasaga" V,
272-75. '
164 Jón Espólín: íslands Árbækur II, [viii].