Saga - 1994, Side 60
58
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
minnsta kosti nokkurn, kannski mikinn, þátt í landbúnaðarkreppu og
eyðingu byggðar sem gekk yfir Mið- og Vestur-Evrópu á 14. öld. Víðast
gekk kreppan yfir á einni öld, en í Noregi varð hún miklu langærri og
er talin hafa kostað Norðmenn konungdæmi sitt. Pestin hefur því
löngum verið mikið atriði í norskri söguritun, þótt sagnfræðingar hafi
raunar flestir viljað rekja kreppuna til annarra orsaka.165 í Noregi hafa
menn þannig gengið að kreppunni sem vísri en efast um að hún skýrð-
ist af pestinni. A Islandi höfum við hins vegar sannfærandi heimildir
um mikið mannfall í báðum plágunum en litla og óljósa vitneskju um
alvarlega kreppu af völdum þeirra.
Að vísu vantar ekki að plágunum, einkum hinni fyrri, hafi verið kennt
um flest sem hefur þótt fara miður á fslandi á síðmiðöldum. „Lagðist
víða í auðn mikill hluti sveita," segir Jón Aðils, „en framkvæmdir, þrek
og sjálfstæði dvínaði mjög frá því sem áður var."166
Þorkell Jóhannesson taldi þrjár meginafleiðingar plágunnar fyrri, og
hafa þær gengið með nokkrum tilbrigðum í ritum fræðimanna síðan.
Kaupgjald verkafólks hafi hækkað, landskuld af jörðum lækkað vegna
mikils framboðs á jarðnæði, og auður safnast á hendur fárra, bæði kirkju
og einstaklinga.167 Björn Þorsteinsson rakti þessar kenningar Þorkels
eins og aðrir í yfirlitsritum sínum, en hjá honum örlar þó einu sinni á
annarri skoðun:168 „Þótt plágan hafi verið reiðarslag fyrir þá kynslóð
sem var á dögum, virðast sárin þó hafa gróið furðu fljótt, og ekki er
hægt að rekja neinar grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi,
hvorki menningarlegar né félagslegar, til Svartadauða."
Um hækkun kaupgjalds hafa menn bent á alþingissamþykkt sem er
tímasett 1404 í Fornbréfasafni.169 Hún er til í fjölda handrita sem telja
hana frá ýmsum tímum, allt frá því um 1300 til 1500. í elstu handrit-
um er hún þó talin ýmist frá 1400 eða 1404, „og þykir oss síðara ártalið
sennilegra, því hættara er við menn hafi í afskript hlaupið yfir iiij (iv),
en að þeir hefði bætt þeim við", segir Jón Þorkelsson, útgefandi bindis-
165 Wallee: „Pest og folketall 1350-1750," 6-7. - Nielssen: „Pest og geografi," 216-26.
166 Jón J. Aðils: íslimdssaga, 181.
167 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 87. - Jón Jóhannesson: Íslendinga
saga II, 156. - Björn Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga, 300. - Kristín Bjarnadóttir:
„Drepsóttir á 15. öld," 61-62. - Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir:
„Enska öldin," 9-11.
168 Björn Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga, 298.
169 íslenzkt fornbréfasafn III, 689-96 (nr. 575).