Saga - 1994, Page 62
60
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
þess, að stéttirnar væru tvær, búendur og verkafólk, en helzt
ekkert þar á milli. Síðar reis upp löggjöf um þetta, sem smá-
harðnaði alveg fram undir siðaskiftin. Var hún að vísu ekki bein-
línis orðuð sem vinnuskyldun á hjúavistum, þó hún héldi slíkri
vinnu mjög eindregið að búlausum mönnum, heldur hafði hún
á sér það snið, að hún sumpart bannaði þær stéttir, sem risu upp
utan þessara tveggja stétta, en sumpart reyndi að gera þeim
erfiðara fyrir á alla lund.
Strangur alþingisdómur um þetta efni er ársettur [um 1290] í Forn-
bréfasafni, en rökin fyrir þeirri tímasetningu eru vægast sagt hæpin.172
Hitt er víst að engu mildari ákvæði voru sett í Píningsdómi árið 1490,
einmitt þegar fólksfjöldi hefur líklega verið kominn í hámark fyrir
seinni pláguna.173
Það er því ekki reist á öðru en hagrænum líkum að vinnulaun hafi
hækkað eftir pláguna. Trú okkar á það fer óhjákvæmilega eftir því
hvað við gerum ráð fyrir að framboð og eftirspum hafi ráðið miklu um
kaupgjald. Og ef við trúum því að kaup hafi hækkað er ekki síður senni-
legt að vinnuálag hafi aukist þegar um það bil helmingi færra fólk
reyndi að annast kannski næstum jafnmargt búfé og áður og heyja
sömu tún og engjar.
Um lækkun landskulda hafði Þorkell það helst til marks að land-
skuldir á jörðum Hólastaðar hefðu fallið um 25-33% frá 1388 til 1449 og
síðan verið enn lægri 1550.17'1 Björn Lárusson hefur talið nákvæmar út
úr þessum heimildum og komist að þeirri niðurstöðu að landskuld af
58 jörðum stólsins hafi fallið um 17% frá 1388 til 1449 og um tæp 30%
frá 1380 til 1550. Hún hélt svo áfram að lækka, og árið 1695 var hún
komin niður í 58% þess sem hún hafði verið 1388. Á klaustrajörðum
norðanlands er fyrst vitað um landskuld á árunum 1446-47, en eftir
það féll hún til 1580 um tæp 20%.175 Hér er því á ferðinni langtíma-
þróun, og verður engan veginn ráðið af heimildum hvaða áhrif plág-
umar höfðu á hana.
Þorkell taldi að landeigendur hefðu unnið upp lækkun landskuld-
anna og tryggt sér ábúð á jörðum sínum með því að auka kúgildaleigu.
172 íslenzkt fornbréfasafn II, 270 (nr. 146).
173 íslenzkt fornbréfasafn VI, 702-05 (nr. 617).
174 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 92.
175 Björn Lárusson: The Old Icelandic Land Registers, 49-50.