Saga - 1994, Page 63
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
61
„Að vísu er ekki rjett," segir hann, „að telja innstæðukúgildi með jörð-
um upp komin eftir Pláguna. Sú venja er eldri, og virðist hafa náð all-
mikilli hefð á síðara hluta 14. aldar. En eftir 1400 má kalla, að það verði
algild regla að leigja kvikfé með jörðum."176 Að óreyndu er kenningin
sennileg. Búfé hefur líklega verið margt á byggðum jörðum eftir plág-
una; eignalítið fólk átti auðvelt með að fá jarðir til ábúðar, og lá þá beint
við að leigja því jarðimar með bústofni. En hvað má lesa út úr heimild-
um?
Rétt er að það virðist orðin undantekningarlítil regla um miðja 15. öld
að leigja jarðir með kúgildum. Munkaþverárklaustri em talin í einu
lagi tvö hundmð (240) kúgilda á leigustöðum árið 1446.177 Hér á undan
var áætlað að 30 útjarðir klaustursins hafi þá verið byggðar (tafla II), svo
að átta kúgildi koma á jörð að meðaltali. Á 44 útjörðum Reynistaðar-
klausturs sama ár voru samtals 304 kúgildi, eða 6,9 kúgildi á jörð.178 Á
34 byggðum jörðum Möðmvallaklausturs 1447 vom 214 kúgildi, eða
6,3 á jörð að meðaltali.179 Byggðar jarðir Hólastaðar 1449 töldust 165.
Þeim fylgdu 1028 kúgildi, fyrir utan örfáa gripi í hrossum, eða 6,2 á
jörð.180 Guðmundur Arason átti 167 byggðar útjarðir (aðrar en höfuðból
þar sem hann rak bú sjálfur) á Vestfjörðum. Sumar þeirra voru raunar
kirkjujarðir en hafa tilheyrt bændakirkjum sem Guðmundur rak. Allar
báru þær kúgildi nema ein, og var heildarfjöldi kúgildanna á bilinu
640-52.181 Þá hafa um 3,8-3,9 kúgildi fylgt hverri jörð að jafnaði. Öll
þessi jarðagóss sem hér hafa verið talin vom samtals 440 jarðir með
2426-2438 kúgildum, eða um 5,5 kúgildi á jörð.
Á hinn bóginn benda heimildir ekki til annars en þessi regla hafi
verið komin á fyrir pláguna. Víst er að leiga búfjár var farin að tíðkast á
f2. öld, en menn hefur greint á um hvort föst innstæðukúgildi voru
komin á jarðir á þjóðveldisöld.182 í Jónsbók segir að „í þvísa landi þurfu
!76 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 87-88.
177 íslenzkt fornbréfasafii IV, 700 (nr. 732).
178 íslenzkt fornbréfasafn IV, 700-02 (nr. 733). Talan kemur ekki heim við töflu II því að
þrjár óbyggðar og tvær nýbyggðar jarðir bera kúgildi.
179 íslenzkt fombréfasafn IV, 710-11 (nr. 743).
180 fslenzkt fombréfasafn V, 35-40 (nr. 35).
181 íslenzkt fornbréfasafn IV, 683-94 (nr. 725). Óvissan um kúgildafjöldann stafar af því
að skrám um kúgildi á einstökum jörðum og hópum jarða á bls. 685-92 ber ekki ná-
kvæmlega saman við sérstaka skrá um kúgildi á bls. 693-94.
182 Páll Briem: „Hundraðatal á jörðum," 24. - Jón Jóhannesson: íslendinga saga I, 412-
13.