Saga - 1994, Side 64
62
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
margir við leigufé at hjálpaz ..." En ekki er þar gert ráð fyrir föstum
innstæðukúgildum á jörðum, í þeim skilningi að leiguliðar væru skyld-
ugir að leigja jarðir með kúgildum, því ákvæði eru um að leigjandi geti
skilað eiganda leigukú aftur.183 Frá 14. öld eru heimildir um miklar
kúgildaleigur.184 í máldaga Þykkvabæjarklausturs 1340 er talinn „half-
vr Tjvnde tvghur kvgillda a leighvm", aðgreindur frá þrem kúm hins
fimmta tugar heima. Klaustrið átti þá tæpar 30 útjarðir.185 Þar eru þá
komin rúm þrjú kúgildi á jörð, ef gert er ráð fyrir að leigukúgildin hafi
fylgt jörðum staðarins, eða rúmlega helmingur þess sem var á stóru
jarðagóssunum norðanlands og vestan rúmri öld síðar. En besta heim-
ildin um kúgildaleigu á 14. öld er óheilt upphaf að reikningum um
kúgildi á jörðum Hólastaðar árið 1388. Þar eru taldar 20 jarðir með um
124 kúgildi samtals.186 Það gerir 6,2 kúgildi á jörð, eða næstum sama
meðaltal og á öllum jörðum Hólastaðar árið 1449. Tólf þessara jarða
finnast byggðar með kúgildum í eignaskrá Hólastaðar 1449, þannig að
þar má bera kúgildafjöldann nákvæmlega saman. Það er gert í töflu
IV, og kemur í ljós 15% vöxtur í kúgildaleigu á rúmlega sex áratuga
skeiði.
Þessar heimildir benda ekki til þess að kúgildaleigur hafi tekið neitt
heljarstökk eftir fyrri pláguna. Heimildirnar kunna að sýna að þær hafi
aukist eitthvað dálítið. En einnig væri hægt að skýra vöxtinn, sem birt-
ist í tölunum hér að framan, hvort sem er sem tilviljun eða langtíma-
þróun. Þá kann það að vera rétt sem Páll Briem hélt fram, að kúgilda-
leigur eigi ekkert skylt við pláguna.187
Ekki benda heimildir til að kúgildaleigur hafi aukist, að minnsta
kosti ekki varanlega, eftir síðari pláguna. Björn Lárusson hefur reiknað
kúgildaleigur af 58 jörðum Hólastaðar, 95 jörðum norðlensku klaustr-
anna og 123 jörðum Guðmundar Arasonar áfram frá miðri 15. öld til
Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalín, með þeim millistigum sem
heimildir eru til um. A Hólajörðum fellur kúgildaleiga um 13% frá
183 Jónsbdk, 224-26 (Kaupabálkur, 15.-16. kap.).
184 Páil Briem: „Hundraðatal á jörðum," 25-28. Páll rekur fjölda dæma úr Fornbréfa-
safni, sum að vísu vafasöm vegna hæpinna tímasetninga skjala í safninu.
185 íslenzkt fornbréfasafn II, 738-39 (nr. 479).
186 íslenzkt fornbréfasafn III, 412-13 (nr. 353). - Sbr. Páll Briem: „Hundraðatal á jörð-
um," 26-27.
187 Páll Briem: „Hundraðatal á jörðum," 28-29.