Saga - 1994, Qupperneq 67
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
65
af þessum: Halldór Brynjólfsson, er bjó í Túngufelli, sem þá varð rík-
astur í Sunnlendínga fjórðungi ..." Jón Espólín segir frá manni sem
erfði alla bændaeign í Fljótshlíð, en veit ekki hvort það var í fyrri eða
seinni plágunni.192 Þessi skoðun hefur síðan gengið í hverju ritinu af
oðru.193 Um þetta efni hélt Þorkell Jóhannesson fram tveimur gagn-
stæðum skoðunum í greinum sínum árið 1928. í fyrri greininni, „Um
atvinnu og fjárhagi á Islandi", hafnaði hann því að efnahagsröskun sú
sem hann þóttist finna á íslandi á 15. öld stafaði af plágunni, enda
hefði pestin haft þveröfug áhrif á Englandi og í Noregi. „Sótt þessi
losaði um jarðeign auðmannanna. Og ástæðan er ofur skiljanleg. Jarðir
féllu yfirleitt í leigugildi, lækkuðu að verðmæti vegna þess, að vinnu-
kraft skorti sökum mannfallsins."194 En í greininni um pláguna taldi
hann að fyrri plágan hefði valdið „all-mikilli fjárhagsröskun beinlínis,
... á þann hátt, að fjársafn mikið í erfðum bar undir einstaka menn, er
þeir erfðu marga og auðuga frændur sína; því að ekki er ástæða til þess
að rengja mjög það, sem fyrri menn hafa á lofti haldið um þetta, þótt
eigi verði nú með rökum sýnt."195 Þessa skoðun átti Þorkell eftir að ítreka
seinna.196
Annálaritarar höfðu auðvitað hugann við einstök dæmi án þess að
hirða mikið um hvort þau væru dæmigerð, og er í fljótu bragði séð ekki
augljóst að miklar úterfðir hafi fremur safnað eignum en dreift þeim.
Sumir hafa erft marga og safnað eignum, aðrir hafa arfleitt marga og
splundrað eignum. Bragi Guðmundsson gerði litla athugun á dreifingu
jarðeigna fyrir og eftir bólusóttina 1707-09. Hann bar saman niður-
stöðu Björns Lárussonar um jarðeignadreifingu á landinu 1695 og eig-
m niðurstöður, sem eru að hluta miðaðar við tímann fyrir bóluna líka en
að heldur meiri hluta tímann eftir hana. Bragi fékk nokkru fleiri smá-
jarðeigendur, sem áttu 1-12 hundruð, tæp 54% á móti rúmum 47% hjá
Birni, án þess að samanlagðar jarðeignir þeirra yxu að mun. Þær voru
eftir sem áður milli 9 og 10% allra jarða í einkaeign. En stórjarðeigend-
um, sem áttu meira en 360 hundruð, fjölgaði líka, úr 0,8% í 1,1%, og
jarðeignir þeirra nærri því tvöfölduðust, fóru úr rúmum 10% í rúm
1^2 Jón Espólín: íslands Árbækur 1,124-25; sbr. II, [vij.
193 Nú síðast Inga Huld Hákonardóttir: Fjarri hljjju hjónasængur, 252.
194 Þorkell Jóhannesson: „Um atvinnu og fjárhagi," 47-48.
195 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 87.
196 Þorkell Jóhannesson: „Úr hagsögu íslands," 80.
5-SAGA