Saga - 1994, Side 71
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
69
og fékk með þeim tvær jarðir.210 Strax á árinu 1405 var „Brúðlaup Þor-
leifs Amasonar og Kristínar Björnsdóttur í Viðey, gert með miklum
kostnaði. Stóð fyrir veizlunni Vigfús bóndi ívarsson, hirðstjóri yfir allt
Island." Sama ár lögðu Björn Einarsson í Vatnsfirði og Solveig kona
hans af stað í ferð til Rómar og Jórsalalands. Á heimleiðinni kom Björn
við í Santiago de Compostella á Spáni og í Kantaraborg á Englandi.211
Arið 1408 kom nýr biskup til Skálholts, norskur maður sem Jón hét, og
tók Vigfús Ivarsson á móti honum með veislu. Árið eftir fór biskup í
vísitasíu, reið norður til Hóla og þáði sæmilegar veislur af Norðlend-
ingum, fór síðan um Austfirði og um Suðurland að austan.212
Um atburði eftir síðari pláguna er fátt um frásagnir. En til eru marg-
u- dómar frá ámnum 1496 og 1497, nefndir af sýslumönnum, lögmönn-
um, próföstum og biskupum, og dæmdir af sex til tólf mönnum.213 I
febrúar 1497 skipaði Stefán Jónsson Skálholtsbiskup próföstum og
prestum að taka manntal og reikna saman Rómarskatt sem hann ætl-
aði að senda til Noregs um sumarið með skipi sem hann hefði í smíð-
um.214 (Gott væri nú að hafa þó ekki væri nema brot af manntalinu.)
Og árið 1510, fimmtán árum eftir pláguna, héldu Þorvarður Erlends-
son lögmaður og Kristín Gottskálksdóttir biskups brúðkaup sitt á Hól-
um og buðu þrem hundruðum manna að sögn Gottskálksannáls.215
Bændur voru ekki dauðir úr öllum æðum félagslega heldur, þrátt fyrir
vinnufólkseklu og annríki; árið 1496 gerðu tólf bændur og lögréttu-
menn í Ámessýslu Áshildarmýrarsamþykkt og neituðu meðal annars
að hafa útlenda sýslumenn.216
VIII. Niðurlag
Hér hefur lítið verið haggað við skoðunum fyrri fræðimanna um gang
farsóttanna um landið. Fyrri plágan gekk á árunum 1402-04, líklega
210 íslenzkt fornbréfasafn VI, 39-40 (nr. 41).
211 Annálar 1400-1800 1,12-14. - íslenzkt fornbréfasafn III, 703 (nr. 580).
212 Annálar 1400-1800 1,15.
213 fslenzkt fornbréfasafn VII, 289-90 (nr. 333), 291-93 (nr. 335), 295-97 (nr. 338), 300-02
(nr. 341), 314-15 (nr. 354), 347-49 (nr. 382), 349-54 (nr. 383), 357-58 (nr. 386), 358-
64 (nr. 387), 371-73 (nr. 395).
214 íslenzkt fornbréfasafn VII, 334-35 (nr. 369).
215 Islandske Annaler, 373.
216 íslenzkt fornbréfasafn VII, 321-24 (nr. 359).