Saga - 1994, Page 72
70
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
um nánast allt land, þótt talsvert vanti á að hennar sé beinlínis getið í
öllum byggðarlögum. Seinni plágan gekk með vissu á árunum 1494-
95, víðast eða um allt land nema á Vestfjörðum, en engar traustar eða
ótvíræðar heimildir eru um hvenær hún dó út. Omögulegt reyndist að
nálgast manntjónið með vissu eða nákvæmni, en ef við tjöldum þeim
heimildabrotum sem til eru verður helst lesið út úr þeim að manntjónið
hafi verið um helmingur þjóðarinnar, 50-60%, í hinni fyrri og að minnsta
kosti um þriðjungur, 30-50%, í hinni seinni. Þetta mikla manntjón gef-
ur tilefni til að álykta að báðar sóttirnar hafi verið pest. Hins vegar má
víst telja að þær voru ekki kýlapest sem barst með rottuflóm, eins og
pest er oftast lýst, því að hér voru örugglega engar rottur. Ekki fæst
skorið úr hvernig hún barst eða birtist, en helst benda líkur til að rétt sé
sú kenning Jóns Steffensen að plágumar hafi verið hreinar lungnapest-
ir sem smituðust frá manni til manns. Erfitt reynist að finna ótvíræðar
afleiðingar pláganna á íslenskt þjóðlíf. Flest sem haldið hefur verið fram
um þær reynist við nánari athugun annað hvort tilgátur sem eiga litla
stoð í heimildum eða langtímaþróun sem farið var að gæta fyrir fyrri
pláguna. Samfélagið leystist ekki upp við plágurnar; strax á næstu ár-
um eftir þær má finna vitnisburði um starfandi stjórnkerfi og eyðslu-
sama yfirstétt.
Þessar niðurstöður kunna að þykja mótsagnakenndar. Annars vegar
er gert mikið úr mannfalli í plágunum, hins vegar lítið úr áhrifum
þeirra. Engu að síður leiðir greinin að niðurstöðu. Hún sýnir að ótrúlega
mannskæðar drepsóttir gátu gengið yfir gamla íslenska samfélagið án
þess að valda hruni, varanlegri kreppu eða grundvallarbreytingum á
samfélagsgerð. Bændaalþýða gat haldið áfram að lifa af því sem landið
gaf þótt byggðin strjálaðist, og landið hlaut að gefa hverri manneskju
meira eftir því sem þær voru færri. Yfirstéttir gátu dregið saman við-
höfn og munað meðan með þurfti en haldið áfram að rækja þau stjóm-
arstörf sem voru talin nauðsynleg. Þeir sem stóðu á milli þessara hópa,
efnaðir bændur sem höfðu haldið margt vinnufólk, gátu farið báðar
leiðir í senn. Fábreytt gerð samfélagsins, einfalt stjórnkerfi, lítil verka-
skipting og lítil verslun, tryggði það gegn upplausn. Á hinn bóginn er
nánast óhjákvæmilegt að plágurnar hafi átt þátt í að halda samfélaginu
fábreyttu áfram.