Saga - 1994, Page 78
76
HERMANN PÁLSSON
sonar og í þeirri mýri er Þorbjörn féll, og heitir þar nú Spjótsmýri. Og
hafa menn það til merkja að Þorbjörn hafi þar drepinn verið, þótt í
sumum stöðum segi að hann hafi á Miðfitjum drepinn verið " (157. bls.).
I öðru lagi eru ummæli um útlegðarár Grettis þegar hann settist að í
Drangey, eins og brátt verður vikið að. Og í þriðja lagi eru eftirmælin í
hinsta kafla sögunnar:
Hefir Sturla lögmaður svo sagt að engi sekur maður þykir hon-
um jafnmikill fyrir sér hafa verið sem Grettir hinn sterki. Finn-
ur hann til þess þrjár greinir. Þá fyrst að honum þykir hann vitr-
astur verið hafa, því að hann hefir verið lengst í sekt einnhver
manna og varð aldri unninn meðan hann var heill; þá aðra að
hann var sterkastur á landinu sinna jafnaldra og meir lagður til
að koma af afturgöngum og reimleikum en aðrir menn; sú hin
þriðja að hans var hefnt út í Miklagarði, sem einskis annars ís-
lensks manns; og það með hver giftumaður Þorsteinn drómund-
ur varð á sínum efstum dögum, sá hinn sami er hans hefndi
(289.-90. bls.).
I formála sínum að Grettis sögu ræðir Guðni Jónsson um heimildar-
menn höfundar og kemst þar svo að orði:
Sérstaklega ber að geta þess, að vitnað er til ummæla Sturlu
Þórðarsonar um Gretti. Verður helst að gera ráð fyrir því, að þar
sé átt við munnleg ummæli hans. Það er mjög líklegt, að höfund-
ur Grettis sögu hafi sjálfur átt tal við Sturlu, fært sér í nyt fróð-
leik hans og lært af honum sagnir um Gretti, er hann notaði síð-
ar, þá er hann tók sér fyrir hendur að setja söguna saman (ÍF
VII, xlv. bls.).
Sigurður Nordal andmælir Guðna að einu leyti og telur hiklaust að síð-
asti kafli Grettlu beri þess glögg merki að þar sé vitnað í rit eftir Sturlu,
enda sé of mikill lærdómsbragur yfir þessari málsgrein til að hún geti
verið komin úr munnlegri heimild.2 Af klausunni um spjótsfundinn
dregur Sigurður Nordal þá ályktun að Sturla muni hafa ritað um Gretti
á ofanverðri ævi „og söguritaranum hafi verið kunnugt um, að svo
var;" gæti slíkt komið heim við athuganir Arna Magnússonar hér að
framan. Með því að Sturla lést árið 1284, mætti sennilegt þykja að spjót-
ið hafi naumast fundist öllu fyrr en um 1275; gefur það nokkra hug-
2 Sigurður Nordal, Sturla Þórðarson og Grettis saga. Studia lslandica 4 (Reykjavík
1938), 10.—11. bls. Héðan frá skammstafað SN í tilvitnunum.