Saga - 1994, Page 79
LANDNYRÐINGUR Á SKAGAFIRÐI
77
mynd um aldur Grettlu að hún var skráð meðan enn voru menn á lífi
sem mundu spjótsfundinn. Vitaskuld mun vera miðað við aldraða menn,
sem kunnu að vera fæddir fram undir 1270 og hafa því getað lifað fram
til 1330 og jafnvel lengur. Orðalagið „þótt í sumum stöðum segi" sýnir
að höfundur Grettlu hefur þekkt a.m.k. tvær skráðar heimildir sem bar
ekki saman um hvar Þorbjörn öxnamegin fóll, og einnig að hann hefur
hallast að frásögn Sturlu (SN, 12. bls.).
Arið 1986 birti Kolbrún Haraldsdóttir harða ádeilu á málafærslu Sig-
urðar Nordals, hrekur rökstuðning hans, lið fyrir lið, og vísar á bug
þeirri kenningu áð Sturla hafi skrifað um Gretti; klykkir greininni út
með svofelldri ályktun: „Ekki tekst að gera Sturlu að höfundi Grettis
sögu, nema gera ráð fyrir, að saga hans sé glötuð. M. ö. o. hér höfum
við höfund en enga sögu!"3 4 Kaldan dóm fær sú staðhæfing Nordals að
tilvísun til Sturlu um spjótsfund bendi „til þess að Sturla hafi ritað um
Gretti seint á ævi sinni og söguritaranum hafi verið kunnugt um, að
svo var". Hér telur Kolbrún að í ummælum fræðimanns sé „fólgin svo
augljós og fráleit oftúlkun, að óþarft ætti að fjölyrða um það" (KH,
45.-46. bls.). Um tilvitnun til Sturlu undir sögulok þykir Kolbrúnu lítt
koma; hún vitnar í ummæli Sverris Tómassonar um rýrt heimildar-
gildi formála og eftirmála í miðaldaritum og kveður síðan upp svofelld-
an úrskurð: „í þessu ljósi ber að skoða tilvísunina til Sturlu, hún er rit-
klif, Grettluhöfundur hefur viljað Iyfta upp sanngildi sögu sinnar með
því að vísa til jafnvirts nuctoritas og Sturlu - að hætti sagnaritara á mið-
óldum. I sama ljósi ber að skoða hina beinu tilvísunina til Sturlu (69.
kap.)."4 Sá fróðleikur sem Guðni Jónsson taldi munnlega vitneskju þegna
af vörum Sturlu Þórðarsonar og Sigurður Nordal kafla úr riti eftir Sturlu
(ummæli hans minna á orð Árna Magnússonar: „úr einhverju opere
Sturlu") er einskær tilbúningur að tali Kolbrúnar Haraldsdóttur. Þótt
mikill fengur sé að athugunum hennar og gagnrýni, þá hrökkva þær
skammt til að fæla mig frá kenningum þeirra Árna Magnússonar og
Sigurðar Nordals um hlutdeild Sturlu í sköpun Grettlu.
3 Kolbrún Haraldsdóttir, „Átti Sturla Þórðarson þátt í tilurð Grettis sögu?" Equus
Troianus. Sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen 21. október 1986 (Reykjavík
1986), 49. bls. Héðan frá skammstafað KH í tilvitnunum.
4 KH, 49. bls. Ærið vafasamt er að skera niður við sama trog allar tilvísanir í fomum
formálum til alkunnra höfunda. Prólógus Snorra að Heimskringlu (vitnað í Ara
fróða) og upphaf Hungurvöku (vitnað í Gizur Hallsson) ættu að hvetja til varnaðar.