Saga - 1994, Síða 80
78
HERMANN PÁLSSON
Tímatal Grettlu hefur löngum þótt örðugt viðfangs, enda staðhæfir
hún meira um slíka hluti en títt er í Islendinga sögum yfirleitt. Eftir að
Grettir er sestur um kyrrt í Drangey, er svo að orði komist: „Þá hafði
hann fimmtán vetur eða sextán [sextán vetur, Del. 10] í sekt verið, að því
sem Sturla Þórðarson hefir sagt" (226. bls.). Þeir sem treysta Grettlu-
riti Sturlu eru ekki í miklum vandræðum að finna þessari málsgrein
öruggan stað, en um hana hefur Sigurður Nordal (SN, 11.-12. bls.) ritað
mjög rækilega, svo að fárra viðauka er þörf. Kolbrún er hins vegar
þeirrar skoðunar að hana beri að skoða í sama ljósi og tilvitnunina til
Sturlu í eftirmælum Grettis (KH, 49 bls.). Samkvæmt varðveittri gerð
sögunnar er Grettir veginn nálægt veturnóttum 1031, sama árið og
Snorri goði fellur frá og Steinn Þorgestsson tekur við lögsögu. Skafti Þór-
oddsson hafði andast veturinn áður; dauða hans bar að höndum 1030
samkvæmt annálum. Innra tímatal Grettlu er furðu samfellt, enda virð-
ast flest æviár kappans frá því að hann fer að heiman fjórtán vetra að
aldri uns hann bíður bana árið 1031 vera vandlega þrædd í varðveitt-
um handritum Grettlu. Nú tókst Guðni Jónsson á hendur að tímasetja
afrek Grettis með því móti að fika sig frá dánardægri garpsins, ár af
ári, aftur í tímann; með slíkri aðferð kemst hann að þeirri niðurstöðu að
Grettir sé fæddur árið 996, vegi Skeggja 1011, dveljist næstu þrjá vetur
í Noregi (1011-14), sé síðan einn vetur hérlendis (1014-15) og hinn
næsta í Noregi (1015-16), verði sekur skógarmaður á alþingi 1016,
dveljist á ýmsum stöðum árin 1016-28, í Drangey 1028-31. Tímatal
Guðna tekur mið af ýmsum atburðum í sögu Islands og Noregs, en
eins og brátt verður rakið þá brýtur það í bága við æviskrá Grettis í A-
flokki handrita, enda mun Grettir vera fæddur níu árum fyrr en
Guðna þótti sannlegt.
Ymsum vöngum hefur verið velt yfir staðhæfingum sögunnar um
útlegðarár Grettis. í 76. kap. segir á þessa lund: „A þessum vetri (þ.e.
1030-31) andaðist Skafti lögmaður Þóroddson. Var Gretti það skaði
mikill, því að hann hafði heitið að ganga fyrir um sýknu hans þegar
Grettir hafði tuttugu vetur í sekt verið, en sjá var hinn nítjándi sektar
hans er nú var frá sagt um hríð." Á alþingi um sumarið gat Þórir í
Garði það fundið „að Grettir hafði verið einn vetur út hér, svo að hann
var ósekur, og urðu þá nítján vetur þeir sem hann hafði í sekt verið"
(244). Þetta kemur að vísu heim við fróðleikinn frá Sturlu að Grettir
hefði verið sextán vetur í sekt, þrem árum fyrr, þegar hann kom til
Drangeyjar (226), eins og minnst var á hér að ofan, en slíkt brýtur hast-