Saga - 1994, Side 81
LANDNYRÐINGUR Á SKAGAFIRÐI
79
arlega í bága við tímatal sögunnar í heild. Þau nítján ár sem Grettir er
talinn hafa verið í sekt fyrir dauða sinn árið 1031 fengust með því „að
*eggja saman hina fyrri sekt hans, sem var fjörbaugssekt (þrjú ár),
veturinn sem hann var í Noregi eftir lát Þórissona (eitt ár), og þá 15
ara skóggangssekt, sem sagan skýrir frá. Það verða 19 ár. En þessi út-
reikningur nær engri átt, og hann er auðsjáanlega kominn fram við
blending tvenns konar tímatals." (SN, 13. bls.).
Nú felur Grettla í sér annars konar tímatal eins og bert kemur fram í
svofelldri æviskrá Grettis:
Lét Grettir þann veg líf sitt, hinn vaskasti maður er verið hefir á
íslandi; var honum vetri fátt í hálf-fimmtugum er hann var
veginn. En þá var hann fjórtán vetra er hann vá Skeggja, hið
fyrsta víg, og þá gekk honum allt til vegs framan til þess er
hann átti við Glám þræl, og var hann þá tuttugu vetra. En er
hann féll í útlegð, var hann hálfþrítugur, en í sekt var hann vel
nítján vetur og kom oft í stórar mannraunir og hélt ávallt vel
trú sína, úr því sem ráða var. Sá hann flest fyrir, þó að hann
gæti eigi að gjört.5
Guðni Jónsson telur þessa grein vera síðari viðbót við söguna:
Yfirlit þetta er aðeins í öðrum handritaflokki sögunnar og mun
ekki vera upphaflegt í sögunni; að minnsta kosti virðist óhugs-
andi, að höfundur hennar hafi samið það, jafngreypilega sem
það fer í bág við tímatal sögunnar sjálfrar. Engu að síður getur
yfirlitið verið gamalt, jafnvel eldra en sagan (Gr.s., lxvi. bls.).
Sú er hyggja Sigurðar Nordals að þessi minningargrein um Gretti sé
raunar orðréttur kafli úr riti Sturlu sem aukið var í frumgerð A-flokks,
°g er freistandi að hlíta slíkri ályktun. Kolbrún Haraldsdóttir telur
hins vegar „að yfirlitið yfir ævi Grettis í 82. kapítula, A-flokki, sé upp-
haflegt í sögunni, en skrifari erkirits B-flokks hafi fellt það niður,
Vegna þess hve illa það samrýmdist tímatali sögunnar" (KH, 48. bls.).
Einnig þykir athygliverð sú tilgáta Sigurðar að orðalag A-fl. Grettlu
handrita um sektartíma Grettis sé komið úr riti Sturlu, en um þetta
mál verður ekki fjallað hér, heldur skal vísa til þess sem aðrir hafa skil-
merkilega um þetta skrifað (SN, 15.-16. bls. og KH, 46.-48. bls.).6
** (',r- s• 261. bls., 1. nmgr. Þessi klausa er í A-flokki: 551 oe 556, en vantar í B-flokk:
152 og io.